Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af pari í hverfi 108 í Reykjavík í gærkvöldi vegna ræktun fíkniefna. Í tilkynningu frá lögreglu segir að parið hafi verið handtekið vegna gruns um framleiðslu fíkniefna og þjófnað og vistað í fangageymslu.
Í dagbók lögreglu segir að um 23:30 í gærkvöldi hafi maður verið handtekinn í hverfi 104 vegna gruns um eignarspjöll, auk þess að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Var maðurinn vistaður í fangageymslu.
Einnig segir frá því að leigubílstjóri hafi óskað eftir aðstoð í hverfi 108 vegna ofurölvi konu sem var farþegi í leigubílnum. „Ekki náðist að fá upplýsingar frá konunni um hver hún væri eða hvar hún ætti heima. Konan var því vistuð í fangageymslu lögreglu meðan ástand batnar, segir í dagbók lögreglu.
Lögregla þurfti ennfremur að hafa afskipti af nokkrum fjölda vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
