Mamma körfuboltans í Þorlákshöfn: Þetta skiptir öllu máli fyrir samfélagið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. apríl 2019 14:49 Jóhanna M. Hjartardóttir, formaður körfuknattleiksdeildar Þórs Þ. mynd/skjáskot Það má með sanni segja að Þór Þorlákshöfn sé fjölskyldufélag. Baldur Þór Ragnarsson er þjálfari Þórs, Hjörtur Ragnarsson, bróðir hans, er sjúkraþjálfari liðsins og þriðji bróðirinn, Þorsteinn Már, er aðstoðarþjálfari þess. Og móðir þeirra, Jóhanna M. Hjartardóttir, er formaður körfuknattleiksdeildar Þórs. „Ég á þrjá syni og svo á ég alla hina,“ sagði Jóhanna þegar Svali Björgvinsson ræddi við hana fyrir leik Þórs og KR í Þorlákshöfn á þriðjudaginn. Þórsarar unnu leikinn, 102-90. Liðin mætast í þriðja sinn í DHL-höll KR-inga á morgun. Jóhanna segir að körfuboltinn sé mikilvægur fyrir Þorlákshafnarbúa. „Þetta skiptir öllu máli fyrir samfélagið. Þessu fylgir jákvæð umræða og þetta skapar samheldni hjá fólkinu í bænum. Núna eru allir að tala um körfubolta,“ sagði Jóhanna. Stór hluti leikmanna Þórs eru uppaldir hjá félaginu sem verður að teljast vel af sér vikið hjá ekki fjölmennara bæjarfélagi en Þorlákshöfn. „Það skiptir öllu máli. Við fengum þetta íþróttahús 1992 og þá byrjuðum við með körfuboltann. Síðan hefur verið stígandi í þessu. Við eigum rosalega flotta stráka og stelpur. Við vonumst til að geta verið með kvennalið eftir svona þrjú ár,“ sagði Jóhanna. Viðtal Svala við Jóhönnu má sjá hér fyrir neðan. Þar má einnig sjá umfjöllun Domino's Körfuboltakvölds um starfið hjá Þór.Klippa: Fjölskyldufélagið Þór Dominos-deild karla Ölfus Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - KR 102-90 | Þórsarar jöfnuðu Staðan í einvígi Þórs Þ. og KR er jöfn, 1-1, eftir sigur Þórsara í öðrum leik liðanna í Þorlákshöfn, 102-90. 9. apríl 2019 21:30 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sjá meira
Það má með sanni segja að Þór Þorlákshöfn sé fjölskyldufélag. Baldur Þór Ragnarsson er þjálfari Þórs, Hjörtur Ragnarsson, bróðir hans, er sjúkraþjálfari liðsins og þriðji bróðirinn, Þorsteinn Már, er aðstoðarþjálfari þess. Og móðir þeirra, Jóhanna M. Hjartardóttir, er formaður körfuknattleiksdeildar Þórs. „Ég á þrjá syni og svo á ég alla hina,“ sagði Jóhanna þegar Svali Björgvinsson ræddi við hana fyrir leik Þórs og KR í Þorlákshöfn á þriðjudaginn. Þórsarar unnu leikinn, 102-90. Liðin mætast í þriðja sinn í DHL-höll KR-inga á morgun. Jóhanna segir að körfuboltinn sé mikilvægur fyrir Þorlákshafnarbúa. „Þetta skiptir öllu máli fyrir samfélagið. Þessu fylgir jákvæð umræða og þetta skapar samheldni hjá fólkinu í bænum. Núna eru allir að tala um körfubolta,“ sagði Jóhanna. Stór hluti leikmanna Þórs eru uppaldir hjá félaginu sem verður að teljast vel af sér vikið hjá ekki fjölmennara bæjarfélagi en Þorlákshöfn. „Það skiptir öllu máli. Við fengum þetta íþróttahús 1992 og þá byrjuðum við með körfuboltann. Síðan hefur verið stígandi í þessu. Við eigum rosalega flotta stráka og stelpur. Við vonumst til að geta verið með kvennalið eftir svona þrjú ár,“ sagði Jóhanna. Viðtal Svala við Jóhönnu má sjá hér fyrir neðan. Þar má einnig sjá umfjöllun Domino's Körfuboltakvölds um starfið hjá Þór.Klippa: Fjölskyldufélagið Þór
Dominos-deild karla Ölfus Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - KR 102-90 | Þórsarar jöfnuðu Staðan í einvígi Þórs Þ. og KR er jöfn, 1-1, eftir sigur Þórsara í öðrum leik liðanna í Þorlákshöfn, 102-90. 9. apríl 2019 21:30 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - KR 102-90 | Þórsarar jöfnuðu Staðan í einvígi Þórs Þ. og KR er jöfn, 1-1, eftir sigur Þórsara í öðrum leik liðanna í Þorlákshöfn, 102-90. 9. apríl 2019 21:30