Íslandsbanki mun lækka fasta vexti húsnæðislána þann 15. apríl næstkomandi. Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka, segir að lækkunina megi fyrst og fremst rekja til betra vaxtastigs í landinu. Fjármögnun bankans sé því orðin hagfelldari og það skili sér í lægri húsnæðislánavöxtum.
Íslandsbanki mun gera eftirfarandi breytingar á föstum vöxtum húsnæðislána:
Verðtryggð húsnæðislán
Fastir vextir í 5 ár
- A-lán voru 3,65% og verða 3,60%
Óverðtryggð húsnæðislán
Fastir vextir í 3 ár
- A-lán voru 6,95% og verða 6,80%
- B-lán voru 8,05% og verða 7,90%
Fastir vextir í 5 ár
- A-lán voru 7,40% og verða 7,10%
- B-lán voru 8,50% og verða 8,20%
Á vefsíðu Aurbjargar má nálgast samanburð á vaxtakjörum lánastofnana.
