Bregðast þurfi við ofgreiningu sjúkdóma Sighvatur Arnmundsson skrifar 12. apríl 2019 08:00 Viðmið um hvað sé of hár blóðþrýstingur hafa breyst. Nordicphotos/Getty „Við þurfum að breyta um fókus. Fókusinn á að vera á sjúklinginn en ekki sjúkdóminn,“ segir Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor emeritus í heimilislækningum. Jóhann, sem starfar bæði á Íslandi og í Noregi, er einn af þrettán læknum og vísindamönnum sem birtu í vikunni grein í British Medical Journal þar sem þeir kalla eftir nýrri nálgun að sjúkdómsgreiningum. Annar Íslendingur er í hópnum en það er Hálfdán Pétursson sem starfar í Svíþjóð. „Þetta er ekki skipulagður hópur þannig en við ákváðum að hittast og sjá hvort við gætum ekki boðið upp á einhverjar nýjar hugmyndir til að takast á við vandamál ofgreininga eða óþarfa greininga á sjúkdómum,“ segir Jóhann. Stór hluti vandans stafi af því að skilgreiningar á sjúkdómum hafi á undanförnum árum verið víkkaðar of mikið út. Það leiði til ofgreininga og óþarfa meðferðar á heilbrigðum einstaklingum. „Við getum tekið of háan blóðþrýsting sem dæmi. Einu sinni vorum við með viðmið efri og neðri marka 160/95 en fyrir um tuttugu árum var það fært niður í 140/90. Bandaríkjamenn hafa svo verið að mælast til þess að færa þetta enn neðar, alveg niður í 130/80, en þá væru eiginlega allir komnir með háþrýsting.“ Jóhann segir að heimilislæknar séu að gera sitt besta en verði að fara eftir þeim leiðbeiningum sem yfirvöld setji. „Vísindin á bak við þessar leiðbeiningar eru allt of oft rannsóknir sem hafa verið fjármagnaðar af lyfjaiðnaðinum eða sérfræðingum sem hafa hagsmuna að gæta og vilja gera sem mest úr sjúkdómnum og búa þannig til fleiri sjúklinga.“ Annað vandamál sé tengt sjúklingum sem hafi fleiri en einn langvarandi sjúkdóm. Til dæmis sé nánast enginn sjúklingur yfir fimmtugu bara með sykursýki, heldur fylgi henni oft offita, háþrýstingur, hjartasjúkdómar, kvíði og fleira. „Ef heimilislæknirinn er með sjúkling með marga langvarandi sjúkdóma þarf hann að taka tillit til jafn margra klínískra leiðbeininga. Leiðbeiningar með hverjum sjúkdómi mæla kannski með þremur lyfjum fyrir hvert tilvik og allt í einu er sjúklingurinn kominn á tuttugu lyf.“ Klínískar leiðbeiningar um meðhöndlun sjúkdóma gera aðeins ráð fyrir að viðkomandi sjúklingur þjáist af einum sjúkdómi. „Það eru bara til leiðbeiningar fyrir einstakling með einn sjúkdóm en ekki fyrir venjulegt fólk. Það er mjög mikill skortur á rannsóknum á fjölveiku fólki. Við vorum að reyna að mynda einhvern hóp sem gæti kannski gert þá kröfu að leiðbeiningarnar tækju tillit til persónunnar en ekki sjúkdómsins.“ Greinarhöfundar leggja áherslu á aukið hlutverk heimilislækna þegar kemur að ákvörðunartöku um meðhöndlun sjúklinga. „Sérfræðingarnir eru sérfræðingar í sjúkdómnum en heimilislæknar eru sérfræðingar í einstaklingnum. Við hljótum að geta sameinað þetta með einhverjum hætti.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
„Við þurfum að breyta um fókus. Fókusinn á að vera á sjúklinginn en ekki sjúkdóminn,“ segir Jóhann Ágúst Sigurðsson, prófessor emeritus í heimilislækningum. Jóhann, sem starfar bæði á Íslandi og í Noregi, er einn af þrettán læknum og vísindamönnum sem birtu í vikunni grein í British Medical Journal þar sem þeir kalla eftir nýrri nálgun að sjúkdómsgreiningum. Annar Íslendingur er í hópnum en það er Hálfdán Pétursson sem starfar í Svíþjóð. „Þetta er ekki skipulagður hópur þannig en við ákváðum að hittast og sjá hvort við gætum ekki boðið upp á einhverjar nýjar hugmyndir til að takast á við vandamál ofgreininga eða óþarfa greininga á sjúkdómum,“ segir Jóhann. Stór hluti vandans stafi af því að skilgreiningar á sjúkdómum hafi á undanförnum árum verið víkkaðar of mikið út. Það leiði til ofgreininga og óþarfa meðferðar á heilbrigðum einstaklingum. „Við getum tekið of háan blóðþrýsting sem dæmi. Einu sinni vorum við með viðmið efri og neðri marka 160/95 en fyrir um tuttugu árum var það fært niður í 140/90. Bandaríkjamenn hafa svo verið að mælast til þess að færa þetta enn neðar, alveg niður í 130/80, en þá væru eiginlega allir komnir með háþrýsting.“ Jóhann segir að heimilislæknar séu að gera sitt besta en verði að fara eftir þeim leiðbeiningum sem yfirvöld setji. „Vísindin á bak við þessar leiðbeiningar eru allt of oft rannsóknir sem hafa verið fjármagnaðar af lyfjaiðnaðinum eða sérfræðingum sem hafa hagsmuna að gæta og vilja gera sem mest úr sjúkdómnum og búa þannig til fleiri sjúklinga.“ Annað vandamál sé tengt sjúklingum sem hafi fleiri en einn langvarandi sjúkdóm. Til dæmis sé nánast enginn sjúklingur yfir fimmtugu bara með sykursýki, heldur fylgi henni oft offita, háþrýstingur, hjartasjúkdómar, kvíði og fleira. „Ef heimilislæknirinn er með sjúkling með marga langvarandi sjúkdóma þarf hann að taka tillit til jafn margra klínískra leiðbeininga. Leiðbeiningar með hverjum sjúkdómi mæla kannski með þremur lyfjum fyrir hvert tilvik og allt í einu er sjúklingurinn kominn á tuttugu lyf.“ Klínískar leiðbeiningar um meðhöndlun sjúkdóma gera aðeins ráð fyrir að viðkomandi sjúklingur þjáist af einum sjúkdómi. „Það eru bara til leiðbeiningar fyrir einstakling með einn sjúkdóm en ekki fyrir venjulegt fólk. Það er mjög mikill skortur á rannsóknum á fjölveiku fólki. Við vorum að reyna að mynda einhvern hóp sem gæti kannski gert þá kröfu að leiðbeiningarnar tækju tillit til persónunnar en ekki sjúkdómsins.“ Greinarhöfundar leggja áherslu á aukið hlutverk heimilislækna þegar kemur að ákvörðunartöku um meðhöndlun sjúklinga. „Sérfræðingarnir eru sérfræðingar í sjúkdómnum en heimilislæknar eru sérfræðingar í einstaklingnum. Við hljótum að geta sameinað þetta með einhverjum hætti.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira