Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. apríl 2019 07:00 Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata. fréttablaðið/anton brink Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var leiddur út úr ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum, höfuðborg Bretlands, í járnum í gær. Þar hefur hann dvalið og verið með pólitískt hæli frá árinu 2012. Upphaflega til þess að forðast framsal til Svíþjóðar vegna kynferðisbrotamála sem síðar voru látin niður falla. Lenín Moreno, forseti Ekvadors, sagði í ávarpi að ákvörðun hefði verið tekin um að svipta hann hæli sínu eftir ítrekuð brot. Framtíð Assange er óráðin en Bandaríkjamenn hafa farið fram á framsal hans. Þeir saka Assange um samráð við Chelsea Manning sem hlóð niður öllum upplýsingum úr fjórum leynilegum, bandarískum gagnagrunnum. Forveri Moreno, Rafael Correa, brást illa við ákvörðuninni. Sagði að Moreno væri „mesti landráðamaður í sögu Ekvadors og Suður-Ameríku“, og spilltur. Ákvörðunin væri ógleymanlegur glæpur. Það að Ekvador hafi svipt Assange hæli í gær setur hættulegt fordæmi. Þetta segir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður og samstarfsmaður Assange, í samtali við Fréttablaðið. „Mér finnst grafalvarlegt að það sé hægt að svipta einhvern hælisrétti og mér finnst mjög alvarlegt að þetta sé út af kröfu Bandaríkjanna um framsal á honum, eins og hefur komið fram,“ segir Birgitta og bætir við: „Þetta getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir annað fólk. Þetta er fráleitt. Ég trúi ekki því sem ég var að sjá.“ Þrátt fyrir að Birgitta hafi ekki stutt mörg verkefni Assange undanfarið hyggst hún, í samstarfi við blaðamenn í Bretlandi og fyrrverandi starfsmenn samtakanna Courage Foundation, sem hafa barist fyrir frelsi Assange, berjast af hörku gegn framsali hans til Bandaríkjanna. Samkvæmt Birgittu mun Naomi Colvin, fyrrverandi leiðtogi samtakanna sem áður aðstoðaði lekamanninn Lauri Love við að komast hjá framsali, taka verkefnið að sér. „Það eina sem hægt er að gera er að taka þetta mál fyrir dómstóla.“ Þá nefnir Birgitta einnig að bandaríska alríkislögreglan (FBI) hafi sett sig í samband við fólk sem tengdist WikiLeaks minna en hún gerði. „Ég veit ekki hvort það er vegna þess að þeir hafa ekkert á mig, enda gerði ég aldrei neitt ólöglegt, en nafn mitt er náttúrulega á Collateral Murder [leka um bandaríska þyrluárás sem felldi tólf almenna borgara] og ég var aðili að WikiLeaks þegar þessir stóru lekar voru að koma.“ Hún segist ekki vita hver staða sín sé þar ytra en bætir því við að hennar mál sé smávægilegt „miðað við það sem Chelsea og Assange standa frammi fyrir“. Þá segist hún einnig hafa áhyggjur af hvað bíði Assange, verði hann framseldur til Bandaríkjanna. Nefnir meðferð Chelsea Manning í því samhengi og að dauðarefsing sé enn við lýði í Bandaríkjunum. Í yfirlýsingu lögmanna Manning í gær segir að nýframkomin ákæruskjöl í máli Assange sýni svart á hvítu að engin þörf hafi verið fyrir það varðhald sem Manning sætti á dögunum. Stjórnvöld hafi þegar haft þær upplýsingar sem sóst var eftir frá henni. Samkvæmt BBC á Assange yfir höfði sér fimm ára fangelsi í Bandaríkjunum ef hann verður framseldur þangað og síðan sakfelldur fyrir „samsæri um tölvuinnbrot“ sem hann á að hafa framið árið 2010 í samskiptum sínum við Manning. En Assange á einnig yfir höfði sér fangelsi á Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilmálum þess er hann var leystur úr haldi gegn tryggingu áður en hann sótti um hæli. Dómstóll á neðra dómstigi sakfelldi hann fyrir brotið í gær og gæti hann átt yfir höfði sér allt að tólf mánaða fangelsi. Reuters greindi frá því að farið hefði verið fram á að kynferðisbrotamálið í Svíþjóð gegn Assange, sem áður var fellt niður, yrði opnað á ný. Lögmaður konu sem sakar Assange um nauðgun, hyggst berjast fyrir framsali hans til Svíþjóðar. Skrifstofa mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna greindi frá því árið 2016 að sérfræðingar SÞ væru á þeirri skoðun að eiginleg fangelsun Assange í ekvadorska sendiráðinu væri háð geðþótta, ekki lögum. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, ávarpaði blaðamenn í Lundúnum í gær. „Þetta er svartur dagur fyrir blaðamennsku. Við viljum ekki sjá þetta halda áfram. Þessu þarf að linna,“ sagði Kristinn. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var leiddur út úr ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum, höfuðborg Bretlands, í járnum í gær. Þar hefur hann dvalið og verið með pólitískt hæli frá árinu 2012. Upphaflega til þess að forðast framsal til Svíþjóðar vegna kynferðisbrotamála sem síðar voru látin niður falla. Lenín Moreno, forseti Ekvadors, sagði í ávarpi að ákvörðun hefði verið tekin um að svipta hann hæli sínu eftir ítrekuð brot. Framtíð Assange er óráðin en Bandaríkjamenn hafa farið fram á framsal hans. Þeir saka Assange um samráð við Chelsea Manning sem hlóð niður öllum upplýsingum úr fjórum leynilegum, bandarískum gagnagrunnum. Forveri Moreno, Rafael Correa, brást illa við ákvörðuninni. Sagði að Moreno væri „mesti landráðamaður í sögu Ekvadors og Suður-Ameríku“, og spilltur. Ákvörðunin væri ógleymanlegur glæpur. Það að Ekvador hafi svipt Assange hæli í gær setur hættulegt fordæmi. Þetta segir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður og samstarfsmaður Assange, í samtali við Fréttablaðið. „Mér finnst grafalvarlegt að það sé hægt að svipta einhvern hælisrétti og mér finnst mjög alvarlegt að þetta sé út af kröfu Bandaríkjanna um framsal á honum, eins og hefur komið fram,“ segir Birgitta og bætir við: „Þetta getur haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir annað fólk. Þetta er fráleitt. Ég trúi ekki því sem ég var að sjá.“ Þrátt fyrir að Birgitta hafi ekki stutt mörg verkefni Assange undanfarið hyggst hún, í samstarfi við blaðamenn í Bretlandi og fyrrverandi starfsmenn samtakanna Courage Foundation, sem hafa barist fyrir frelsi Assange, berjast af hörku gegn framsali hans til Bandaríkjanna. Samkvæmt Birgittu mun Naomi Colvin, fyrrverandi leiðtogi samtakanna sem áður aðstoðaði lekamanninn Lauri Love við að komast hjá framsali, taka verkefnið að sér. „Það eina sem hægt er að gera er að taka þetta mál fyrir dómstóla.“ Þá nefnir Birgitta einnig að bandaríska alríkislögreglan (FBI) hafi sett sig í samband við fólk sem tengdist WikiLeaks minna en hún gerði. „Ég veit ekki hvort það er vegna þess að þeir hafa ekkert á mig, enda gerði ég aldrei neitt ólöglegt, en nafn mitt er náttúrulega á Collateral Murder [leka um bandaríska þyrluárás sem felldi tólf almenna borgara] og ég var aðili að WikiLeaks þegar þessir stóru lekar voru að koma.“ Hún segist ekki vita hver staða sín sé þar ytra en bætir því við að hennar mál sé smávægilegt „miðað við það sem Chelsea og Assange standa frammi fyrir“. Þá segist hún einnig hafa áhyggjur af hvað bíði Assange, verði hann framseldur til Bandaríkjanna. Nefnir meðferð Chelsea Manning í því samhengi og að dauðarefsing sé enn við lýði í Bandaríkjunum. Í yfirlýsingu lögmanna Manning í gær segir að nýframkomin ákæruskjöl í máli Assange sýni svart á hvítu að engin þörf hafi verið fyrir það varðhald sem Manning sætti á dögunum. Stjórnvöld hafi þegar haft þær upplýsingar sem sóst var eftir frá henni. Samkvæmt BBC á Assange yfir höfði sér fimm ára fangelsi í Bandaríkjunum ef hann verður framseldur þangað og síðan sakfelldur fyrir „samsæri um tölvuinnbrot“ sem hann á að hafa framið árið 2010 í samskiptum sínum við Manning. En Assange á einnig yfir höfði sér fangelsi á Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilmálum þess er hann var leystur úr haldi gegn tryggingu áður en hann sótti um hæli. Dómstóll á neðra dómstigi sakfelldi hann fyrir brotið í gær og gæti hann átt yfir höfði sér allt að tólf mánaða fangelsi. Reuters greindi frá því að farið hefði verið fram á að kynferðisbrotamálið í Svíþjóð gegn Assange, sem áður var fellt niður, yrði opnað á ný. Lögmaður konu sem sakar Assange um nauðgun, hyggst berjast fyrir framsali hans til Svíþjóðar. Skrifstofa mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna greindi frá því árið 2016 að sérfræðingar SÞ væru á þeirri skoðun að eiginleg fangelsun Assange í ekvadorska sendiráðinu væri háð geðþótta, ekki lögum. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, ávarpaði blaðamenn í Lundúnum í gær. „Þetta er svartur dagur fyrir blaðamennsku. Við viljum ekki sjá þetta halda áfram. Þessu þarf að linna,“ sagði Kristinn.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira