Ólína bíður viðbragða Þingvallanefndar við broti gegn henni Heimir Már Pétursson skrifar 11. apríl 2019 20:45 Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir bíður viðbragða þingvallanefndar eftir að úrskurðarnefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að nefndin hefði brotið á henni jafnréttislög við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Formaður nefndarinnar segir athugasemdir aðallega snúast um huglæga þætti við mat á umsækjendum. Eftir að hafa auglýst starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum síðast liðið haust tók nefndin afstöðu til tveggja umsækjenda sem taldir voru hæfastir til starfsins, þeirra Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur og Einars Á.E. Sæmundsen. Á þessu tíma sátu í nefndinni þingmennirnir Ari Trausti Guðmundsson formaður, Vilhjálmur Árnason varaformaður, Páll Magnússon, Líneik Anna Sævarsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Karl Gauti Hjaltason og Hanna Katrín Friðriksson. Vísir/Gvendur Fjórir fulltrúar stjórnarflokkanna greiddu atkvæði með Einari en stjórnarandstöðuþingmennirnir þrír með Ólínu. Fljótlega eftir að þetta lá fyrir og gengið frá ráðningu Einars sagði Oddný sig úr nefndinni og Guðmundur Andri Thorsson tók hennar sæti. Ólína kærði ráðninguna til úrskurðarnefndar jafnréttismála sem á þriðjudag úrskurðaði að brotið hafi verið á henni samkvæmt jafnréttislögum. „Þingvallanefnd hefur ekki tekist að sýna fram á það að sá sem ráðinn var sé á nokkurn hátt hæfari en umsækjandinn sem taldi á sér brotið. Það er að segja sú sem hér stendur,” segir Ólína. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.Vísir/Baldur Ari Trausti Guðmundsson formaður nefndarinnar segir nefndarfólk aðeins hafa náð að fara stuttlega yfir úrskurðinn. En nefndin hafi fram til 23. apríl að ákveða viðbrögð sín. Málið sé meðal annars til skoðunar hjá ríkislögmanni. Athugasemdir úrskurðarnefndarinnar snúist aðallega um málsmeðferð á huglægum nótum. „Það er að segja þegar nefndarmenn eru að meta við skulum segja færni umsækjenda, við skulum bara segja í mannlegum samskiptum eða einhverju slíku. Þá þarf að færa það til bókar og vinna það eftir einhverjum stöðlum sem við töldum okkur náttúrlega vera að fylgja með Capacent,” segir Ari. „Þetta er fólk sem setur lögin og á að fara eftir þeim. Þetta sýnir auðvitað að þarna voru vinnubrögð alls ekki nægilega vönduð. Þetta er mikill áfellisdómur yfir þingvallanefndinni,” segir Ólína. Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar.Vísir/Baldur Nefndin beri því bæði stjórnsýslulega og pólitíska ábyrgð. „Ég veit ekkert hvort þau ætli að taka eitthvað frumkvæði. Bjóða sættir, biðjast afsökunar eða hvað. Ég bíð bara átekta aðeins,” segir Ólína. Það hvarli hins vegar að henni að pólitísk fortíð hennar hafi einnig haft áhrif á afstöðu nefndarinnar til hennar. Ari Trausti segir það ekki vera þannig. „Pólitísk fortíð Ólínu er þessu algerlega óviðkomandi að mínu mati, fyrir mig. Enda væri það mjög skrýtið ef við værum að ráða framkvæmdastjóra þjóðgarðs út frá pólitískri fortíð,” segir formaður þingvallanefndar. Jafnréttismál Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ræðir við lögmann sinn um næstu skref Úrskurður kærunefndar jafnréttismála dæmdi Ólínu í hag eftir að hún hlaut ekki starf sem þjóðgarðsvörður. 10. apríl 2019 19:05 Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir bíður viðbragða þingvallanefndar eftir að úrskurðarnefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að nefndin hefði brotið á henni jafnréttislög við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Formaður nefndarinnar segir athugasemdir aðallega snúast um huglæga þætti við mat á umsækjendum. Eftir að hafa auglýst starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum síðast liðið haust tók nefndin afstöðu til tveggja umsækjenda sem taldir voru hæfastir til starfsins, þeirra Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur og Einars Á.E. Sæmundsen. Á þessu tíma sátu í nefndinni þingmennirnir Ari Trausti Guðmundsson formaður, Vilhjálmur Árnason varaformaður, Páll Magnússon, Líneik Anna Sævarsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Karl Gauti Hjaltason og Hanna Katrín Friðriksson. Vísir/Gvendur Fjórir fulltrúar stjórnarflokkanna greiddu atkvæði með Einari en stjórnarandstöðuþingmennirnir þrír með Ólínu. Fljótlega eftir að þetta lá fyrir og gengið frá ráðningu Einars sagði Oddný sig úr nefndinni og Guðmundur Andri Thorsson tók hennar sæti. Ólína kærði ráðninguna til úrskurðarnefndar jafnréttismála sem á þriðjudag úrskurðaði að brotið hafi verið á henni samkvæmt jafnréttislögum. „Þingvallanefnd hefur ekki tekist að sýna fram á það að sá sem ráðinn var sé á nokkurn hátt hæfari en umsækjandinn sem taldi á sér brotið. Það er að segja sú sem hér stendur,” segir Ólína. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.Vísir/Baldur Ari Trausti Guðmundsson formaður nefndarinnar segir nefndarfólk aðeins hafa náð að fara stuttlega yfir úrskurðinn. En nefndin hafi fram til 23. apríl að ákveða viðbrögð sín. Málið sé meðal annars til skoðunar hjá ríkislögmanni. Athugasemdir úrskurðarnefndarinnar snúist aðallega um málsmeðferð á huglægum nótum. „Það er að segja þegar nefndarmenn eru að meta við skulum segja færni umsækjenda, við skulum bara segja í mannlegum samskiptum eða einhverju slíku. Þá þarf að færa það til bókar og vinna það eftir einhverjum stöðlum sem við töldum okkur náttúrlega vera að fylgja með Capacent,” segir Ari. „Þetta er fólk sem setur lögin og á að fara eftir þeim. Þetta sýnir auðvitað að þarna voru vinnubrögð alls ekki nægilega vönduð. Þetta er mikill áfellisdómur yfir þingvallanefndinni,” segir Ólína. Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar.Vísir/Baldur Nefndin beri því bæði stjórnsýslulega og pólitíska ábyrgð. „Ég veit ekkert hvort þau ætli að taka eitthvað frumkvæði. Bjóða sættir, biðjast afsökunar eða hvað. Ég bíð bara átekta aðeins,” segir Ólína. Það hvarli hins vegar að henni að pólitísk fortíð hennar hafi einnig haft áhrif á afstöðu nefndarinnar til hennar. Ari Trausti segir það ekki vera þannig. „Pólitísk fortíð Ólínu er þessu algerlega óviðkomandi að mínu mati, fyrir mig. Enda væri það mjög skrýtið ef við værum að ráða framkvæmdastjóra þjóðgarðs út frá pólitískri fortíð,” segir formaður þingvallanefndar.
Jafnréttismál Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ræðir við lögmann sinn um næstu skref Úrskurður kærunefndar jafnréttismála dæmdi Ólínu í hag eftir að hún hlaut ekki starf sem þjóðgarðsvörður. 10. apríl 2019 19:05 Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Ræðir við lögmann sinn um næstu skref Úrskurður kærunefndar jafnréttismála dæmdi Ólínu í hag eftir að hún hlaut ekki starf sem þjóðgarðsvörður. 10. apríl 2019 19:05
Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01