Innlent

Nokkrir handteknir í tengslum við rannsókn á bruna í Öskju

Birgir Olgeirsson skrifar
Myndefni úr eftirlitsmyndavélum leiddi til handtöku.
Myndefni úr eftirlitsmyndavélum leiddi til handtöku. Vísir/JóiK
Rannsókn lögreglunnar á íkveikju við bílaumboðið Öskju í ágúst í fyrra er á lokametrunum og er búist við að málið verði sent ákærusviði á næstu dögum til afgreiðslu. Átta bíla eyðilögðust í brunanum en helmingur þeirra var í eigu viðskiptavina. Tjónið hleypur á tugum milljóna króna.

Tilkynnt var um eldinn klukkan fimm að morgni 20. ágúst síðastliðinn en Fjölmennt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu tók þátt í slökkvistarfi og réði niðurlögum eldsins á um klukkustund.

Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við vísi að myndefni úr eftirlitsmyndavélum við vettvang og víðar hafi leitt til handtöku nokkurra einstaklinga fljótlega eftir brunann. Voru þeir yfirheyrðir og húsleitir framkvæmdar. Hann segir rannsóknina hafa verið viðamikla, gengið vel og á lokastigi.  


Tengdar fréttir

Tjónið metið á tugi milljóna króna

Jón Trausti, framkvæmdastjóri Öskju, segir að augljóslega sjáist í öryggismyndavélum á svæðinu að um íkveikju hafi verið ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×