Minni líkur á friði eftir kosningarnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. apríl 2019 07:00 Sigur Benjamíns Netanjahú og ísraelskra íhaldsflokka í þingkosningum veldur Palestínumönnum áhyggjum. vísir/getty Benjamín Netanjahú og Líkúdflokkur hans eru sigurvegarar ísraelsku þingkosninganna. Þetta kom í ljós þegar stærstur hluti atkvæða hafði verið talinn í gær. Útgönguspár og kannanir höfðu bent til þess að Kahol Lavan, framboð fyrrverandi hershöfðingjans Benny Gantz, yrði stærst. Það rættist hins vegar ekki og þótt framboðið hafi þrefaldað sig á milli kosninga fékk það jafnmörg sæti og Líkúd, 35. Netanjahú er sömuleiðis í afar sterkri stöðu þegar kemur að stjórnarmyndun. Hægriflokkarnir fengu samtals 65 þingsæti en mið- og vinstriflokkar, sem Gantz hefði þurft að stóla á, fengu 55 sæti. Öfgaíhaldsflokkurinn Zehut, sem hefði getað sett strik í reikninginn, náði ekki yfir 3,25 prósenta þröskuldinn og mun því ekki valda Netanjahú né Gantz hugarangri á kjörtímabilinu. Netanjahú, gjarnan kallaður Bíbí, virðist því ætla að sitja sitt fimmta kjörtímabil á stól forsætisráðherra. Lengur en nokkur annar. Stefnan er skýr. „Þetta verður hægristjórn en ég verð forsætisráðherra allra. Ég er djúpt snortinn yfir því að ísraelska þjóðin ákvað að treysta mér í fimmta sinn og með meiri mun en í undanförnum kosningum. Ég ætla að verða forsætisráðherra allra ríkisborgara Ísraels. Hægrimanna, vinstrimanna, Gyðinga, ekki Gyðinga. Allra ríkisborgara Ísraels,“ sagði Netanjahú við stuðningsmenn sína. Þótt aðdragandi kosninganna og undanfarnir mánuðir hafi að miklu leyti einkennst af umræðu um væntanlegar spillingarákærur á hendur Netanjahús náði forsætisráðherrann að verja stöðu sína vel og sá til þess að hægrimenn skiluðu sér á kjörstað. Með því að taka undir loforð flokka lengra úti á íhaldsvængnum og með því að telja kjósendum trú á að vinstristjórn væri óumflýjanleg ef Líkúd fengi ekki atkvæði þeirra náði forsætisráðherrann einnig að tryggja að Kahol Lavan yrði ekki stærsti flokkur ísraelskra stjórnmála. Ætla má að samspil Netanjahús og Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi spilað stóra rullu í kosningunum. Í forsetatíð sinni hefur Trump viðurkennt Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og viðurkennt innlimun Ísraela á Gólanhæðum, alþjóðasamfélaginu til ama. Trump hefur aukinheldur skorið á stuðning við Palestínumenn og lokað skrifstofum Palestínumanna í Washington. Netanjahú sagði svo sjálfur nýlega að hann myndi formlega innlima landtökubyggðir Ísraela á Vesturbakkanum, sem Sameinuðu þjóðirnar álíta ólöglegar. Saeb Erakat, framkvæmdastjóri Frelsissamtaka Palestínu (PLO) sagði í gær að með sigri Netanjahús hafi Ísraelar hafnað friði og valið áframhaldandi átök á milli þjóðanna. Orð Erakats ríma vel við ummæli Hanan Ashrawi, palestínsks erindreka, sem féllu í samtali við The Guardian í gær. „Ísraelar tóku skýra afstöðu með frambjóðendum sem eru staðráðnir í því að viðhalda núverandi ástandi og þannig kúgun, hernámi og innlimun. Þau hafa valið hægristjórn, útlendingahatur og andúð á Palestínumönnum til þings. Ísraelar hafa valið að útvíkka aðskilnaðarstefnuna,“ var haft eftir Ashrawi. Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Benjamín Netanjahú og Líkúdflokkur hans eru sigurvegarar ísraelsku þingkosninganna. Þetta kom í ljós þegar stærstur hluti atkvæða hafði verið talinn í gær. Útgönguspár og kannanir höfðu bent til þess að Kahol Lavan, framboð fyrrverandi hershöfðingjans Benny Gantz, yrði stærst. Það rættist hins vegar ekki og þótt framboðið hafi þrefaldað sig á milli kosninga fékk það jafnmörg sæti og Líkúd, 35. Netanjahú er sömuleiðis í afar sterkri stöðu þegar kemur að stjórnarmyndun. Hægriflokkarnir fengu samtals 65 þingsæti en mið- og vinstriflokkar, sem Gantz hefði þurft að stóla á, fengu 55 sæti. Öfgaíhaldsflokkurinn Zehut, sem hefði getað sett strik í reikninginn, náði ekki yfir 3,25 prósenta þröskuldinn og mun því ekki valda Netanjahú né Gantz hugarangri á kjörtímabilinu. Netanjahú, gjarnan kallaður Bíbí, virðist því ætla að sitja sitt fimmta kjörtímabil á stól forsætisráðherra. Lengur en nokkur annar. Stefnan er skýr. „Þetta verður hægristjórn en ég verð forsætisráðherra allra. Ég er djúpt snortinn yfir því að ísraelska þjóðin ákvað að treysta mér í fimmta sinn og með meiri mun en í undanförnum kosningum. Ég ætla að verða forsætisráðherra allra ríkisborgara Ísraels. Hægrimanna, vinstrimanna, Gyðinga, ekki Gyðinga. Allra ríkisborgara Ísraels,“ sagði Netanjahú við stuðningsmenn sína. Þótt aðdragandi kosninganna og undanfarnir mánuðir hafi að miklu leyti einkennst af umræðu um væntanlegar spillingarákærur á hendur Netanjahús náði forsætisráðherrann að verja stöðu sína vel og sá til þess að hægrimenn skiluðu sér á kjörstað. Með því að taka undir loforð flokka lengra úti á íhaldsvængnum og með því að telja kjósendum trú á að vinstristjórn væri óumflýjanleg ef Líkúd fengi ekki atkvæði þeirra náði forsætisráðherrann einnig að tryggja að Kahol Lavan yrði ekki stærsti flokkur ísraelskra stjórnmála. Ætla má að samspil Netanjahús og Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi spilað stóra rullu í kosningunum. Í forsetatíð sinni hefur Trump viðurkennt Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og viðurkennt innlimun Ísraela á Gólanhæðum, alþjóðasamfélaginu til ama. Trump hefur aukinheldur skorið á stuðning við Palestínumenn og lokað skrifstofum Palestínumanna í Washington. Netanjahú sagði svo sjálfur nýlega að hann myndi formlega innlima landtökubyggðir Ísraela á Vesturbakkanum, sem Sameinuðu þjóðirnar álíta ólöglegar. Saeb Erakat, framkvæmdastjóri Frelsissamtaka Palestínu (PLO) sagði í gær að með sigri Netanjahús hafi Ísraelar hafnað friði og valið áframhaldandi átök á milli þjóðanna. Orð Erakats ríma vel við ummæli Hanan Ashrawi, palestínsks erindreka, sem féllu í samtali við The Guardian í gær. „Ísraelar tóku skýra afstöðu með frambjóðendum sem eru staðráðnir í því að viðhalda núverandi ástandi og þannig kúgun, hernámi og innlimun. Þau hafa valið hægristjórn, útlendingahatur og andúð á Palestínumönnum til þings. Ísraelar hafa valið að útvíkka aðskilnaðarstefnuna,“ var haft eftir Ashrawi.
Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira