Minni líkur á friði eftir kosningarnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. apríl 2019 07:00 Sigur Benjamíns Netanjahú og ísraelskra íhaldsflokka í þingkosningum veldur Palestínumönnum áhyggjum. vísir/getty Benjamín Netanjahú og Líkúdflokkur hans eru sigurvegarar ísraelsku þingkosninganna. Þetta kom í ljós þegar stærstur hluti atkvæða hafði verið talinn í gær. Útgönguspár og kannanir höfðu bent til þess að Kahol Lavan, framboð fyrrverandi hershöfðingjans Benny Gantz, yrði stærst. Það rættist hins vegar ekki og þótt framboðið hafi þrefaldað sig á milli kosninga fékk það jafnmörg sæti og Líkúd, 35. Netanjahú er sömuleiðis í afar sterkri stöðu þegar kemur að stjórnarmyndun. Hægriflokkarnir fengu samtals 65 þingsæti en mið- og vinstriflokkar, sem Gantz hefði þurft að stóla á, fengu 55 sæti. Öfgaíhaldsflokkurinn Zehut, sem hefði getað sett strik í reikninginn, náði ekki yfir 3,25 prósenta þröskuldinn og mun því ekki valda Netanjahú né Gantz hugarangri á kjörtímabilinu. Netanjahú, gjarnan kallaður Bíbí, virðist því ætla að sitja sitt fimmta kjörtímabil á stól forsætisráðherra. Lengur en nokkur annar. Stefnan er skýr. „Þetta verður hægristjórn en ég verð forsætisráðherra allra. Ég er djúpt snortinn yfir því að ísraelska þjóðin ákvað að treysta mér í fimmta sinn og með meiri mun en í undanförnum kosningum. Ég ætla að verða forsætisráðherra allra ríkisborgara Ísraels. Hægrimanna, vinstrimanna, Gyðinga, ekki Gyðinga. Allra ríkisborgara Ísraels,“ sagði Netanjahú við stuðningsmenn sína. Þótt aðdragandi kosninganna og undanfarnir mánuðir hafi að miklu leyti einkennst af umræðu um væntanlegar spillingarákærur á hendur Netanjahús náði forsætisráðherrann að verja stöðu sína vel og sá til þess að hægrimenn skiluðu sér á kjörstað. Með því að taka undir loforð flokka lengra úti á íhaldsvængnum og með því að telja kjósendum trú á að vinstristjórn væri óumflýjanleg ef Líkúd fengi ekki atkvæði þeirra náði forsætisráðherrann einnig að tryggja að Kahol Lavan yrði ekki stærsti flokkur ísraelskra stjórnmála. Ætla má að samspil Netanjahús og Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi spilað stóra rullu í kosningunum. Í forsetatíð sinni hefur Trump viðurkennt Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og viðurkennt innlimun Ísraela á Gólanhæðum, alþjóðasamfélaginu til ama. Trump hefur aukinheldur skorið á stuðning við Palestínumenn og lokað skrifstofum Palestínumanna í Washington. Netanjahú sagði svo sjálfur nýlega að hann myndi formlega innlima landtökubyggðir Ísraela á Vesturbakkanum, sem Sameinuðu þjóðirnar álíta ólöglegar. Saeb Erakat, framkvæmdastjóri Frelsissamtaka Palestínu (PLO) sagði í gær að með sigri Netanjahús hafi Ísraelar hafnað friði og valið áframhaldandi átök á milli þjóðanna. Orð Erakats ríma vel við ummæli Hanan Ashrawi, palestínsks erindreka, sem féllu í samtali við The Guardian í gær. „Ísraelar tóku skýra afstöðu með frambjóðendum sem eru staðráðnir í því að viðhalda núverandi ástandi og þannig kúgun, hernámi og innlimun. Þau hafa valið hægristjórn, útlendingahatur og andúð á Palestínumönnum til þings. Ísraelar hafa valið að útvíkka aðskilnaðarstefnuna,“ var haft eftir Ashrawi. Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Benjamín Netanjahú og Líkúdflokkur hans eru sigurvegarar ísraelsku þingkosninganna. Þetta kom í ljós þegar stærstur hluti atkvæða hafði verið talinn í gær. Útgönguspár og kannanir höfðu bent til þess að Kahol Lavan, framboð fyrrverandi hershöfðingjans Benny Gantz, yrði stærst. Það rættist hins vegar ekki og þótt framboðið hafi þrefaldað sig á milli kosninga fékk það jafnmörg sæti og Líkúd, 35. Netanjahú er sömuleiðis í afar sterkri stöðu þegar kemur að stjórnarmyndun. Hægriflokkarnir fengu samtals 65 þingsæti en mið- og vinstriflokkar, sem Gantz hefði þurft að stóla á, fengu 55 sæti. Öfgaíhaldsflokkurinn Zehut, sem hefði getað sett strik í reikninginn, náði ekki yfir 3,25 prósenta þröskuldinn og mun því ekki valda Netanjahú né Gantz hugarangri á kjörtímabilinu. Netanjahú, gjarnan kallaður Bíbí, virðist því ætla að sitja sitt fimmta kjörtímabil á stól forsætisráðherra. Lengur en nokkur annar. Stefnan er skýr. „Þetta verður hægristjórn en ég verð forsætisráðherra allra. Ég er djúpt snortinn yfir því að ísraelska þjóðin ákvað að treysta mér í fimmta sinn og með meiri mun en í undanförnum kosningum. Ég ætla að verða forsætisráðherra allra ríkisborgara Ísraels. Hægrimanna, vinstrimanna, Gyðinga, ekki Gyðinga. Allra ríkisborgara Ísraels,“ sagði Netanjahú við stuðningsmenn sína. Þótt aðdragandi kosninganna og undanfarnir mánuðir hafi að miklu leyti einkennst af umræðu um væntanlegar spillingarákærur á hendur Netanjahús náði forsætisráðherrann að verja stöðu sína vel og sá til þess að hægrimenn skiluðu sér á kjörstað. Með því að taka undir loforð flokka lengra úti á íhaldsvængnum og með því að telja kjósendum trú á að vinstristjórn væri óumflýjanleg ef Líkúd fengi ekki atkvæði þeirra náði forsætisráðherrann einnig að tryggja að Kahol Lavan yrði ekki stærsti flokkur ísraelskra stjórnmála. Ætla má að samspil Netanjahús og Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi spilað stóra rullu í kosningunum. Í forsetatíð sinni hefur Trump viðurkennt Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og viðurkennt innlimun Ísraela á Gólanhæðum, alþjóðasamfélaginu til ama. Trump hefur aukinheldur skorið á stuðning við Palestínumenn og lokað skrifstofum Palestínumanna í Washington. Netanjahú sagði svo sjálfur nýlega að hann myndi formlega innlima landtökubyggðir Ísraela á Vesturbakkanum, sem Sameinuðu þjóðirnar álíta ólöglegar. Saeb Erakat, framkvæmdastjóri Frelsissamtaka Palestínu (PLO) sagði í gær að með sigri Netanjahús hafi Ísraelar hafnað friði og valið áframhaldandi átök á milli þjóðanna. Orð Erakats ríma vel við ummæli Hanan Ashrawi, palestínsks erindreka, sem féllu í samtali við The Guardian í gær. „Ísraelar tóku skýra afstöðu með frambjóðendum sem eru staðráðnir í því að viðhalda núverandi ástandi og þannig kúgun, hernámi og innlimun. Þau hafa valið hægristjórn, útlendingahatur og andúð á Palestínumönnum til þings. Ísraelar hafa valið að útvíkka aðskilnaðarstefnuna,“ var haft eftir Ashrawi.
Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira