Ræðir við lögmann sinn um næstu skref Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. apríl 2019 19:05 Úrskurður kærunefndar jafnréttismála dæmdi Ólínu í hag eftir að hún hlaut ekki starf sem þjóðgarðsvörður. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir að boltinn sé að einhverju leyti hjá Þingvallanefnd sem braut jafnréttislög þegar hún skipaði Einar Á. Sæmundssen í stöðu þjóðgarðsvarðar. Ólína var í viðtali hjá Reykjavík síðdegis og ræddi um málið, aðdraganda þess og mögulegt framhald. Í niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála segir að Þingvallanefnd hefði ekki tekist að sýna fram á að aðrar ástæður sen kynferði hefðu legið til grundvallar ákvörðun um ráðningu í starf þjóðgarðsvarðar. Ólína vildi ekki svara því að svo stöddu hvort hún hygðist höfða skaðabótamál vegna málsins. „Ég mun ræða við lögmann minn. Ég á fund með honum á morgun og þá förum við bara vandlega yfir allan úrskurðinn lið fyrir lið og við munum meta stöðuna í framhaldinu. Ég ætla ekki að fullyrða neitt á þessari stundu hvað ég geri. Þingvallanefnd, boltinn er líka hjá henni, maður ætlast til þess að stjórnsýslunefnd, eins og þingvallanefnd dragi lærdóm af svona úrskurði og kannski finni til ábyrgðar sinnar að reyna þá að bjóða fram einhverja leiðréttingu þannig að boltinn er á báðum stöðum.“ Það sem mestu máli skiptir sé að hið opinbera vandi til verka þegar verið sé að ráða í opinberar stöður. „Fólk á að geta treyst því, þegar það býður fram krafta sína í þágu hins opinbera, að verðleikar þess séu metnir á málefnalegum forsendum. Það brást í þessu tilfelli.“ Ólína segir að almenningur eigi að geta treyst því að verðleikar séu metnir á málefnalegum forsendum.Fbl/pjetur Ólínu grunar að það hafi ekki verið aðeins ein ómálefnaleg ástæða sem réði úrslitum ráðningarinnar. „Ómálefnalegar ástæður geta verið ýmsar; þær geta verið pólitík, þær geta verið aldursfordómar, kynjafordómar, fordómar gegn stöðu og þjóðfélagsstétt. Það er margt sem kemur til greina,“ segir Ólína. Ólína segir að hún hafi ekki farið út í málareksturinn til að halla á Einar sem var ráðinn í stöðuna. „Hann hefur ekki annað til saka unnið en að láta sig langa í starf sem ég hafði líka áhuga á að gegna. Við keppum bara á sama marki. Ég var hins vegar ósátt við það hvernig farið var með ráðningarvaldið og hvernig menn beittu því í þessu máli.“ Þegar Ólína er spurð hvort hún eigi ekki rétt á stöðunni sem hún sóttist eftir í ljósi úrskurðar kærunefndar jafnréttismála segir hún að ekki sé hefð fyrir því að ógildingu ráðningar þó að úrskurður falli gegn niðurstöðunni. „Ég veit heldur ekki hvort menn sækist eftir því þegar svona mikil leiðindi hafa orðið þá er nú kannski ekkert freistandi að setjast í stólinn með slíkum látum en hins vegar er það alveg gild spurning þegar búið er að úrskurða að það hafi verið brotin lög við ráðningu hvort að hún eigi að halda.“ Ólína segir að hún sé þakklát fyrir að úrskurðurinn hafi fallið á þennan veg. „Með því að snúa mér til kærunefndarinnar þá vildi ég fá staðfestingu á því að það hefði verið rangt staðið að málum og ómálefnalega þegar ráðið var í stöðuna. Nú hef ég fengið viðurkenningu á því sjónarmiði og staðfestingu á því að það voru brotin jafnréttislög við þessa afgreiðslu málsins og þá þarf ég auðvitað bara að hugsa framhaldið. Ég er sú sem brotið var á og ég þarf náttúrulega að velta því þá fyrir mér hvernig ég óska leiðréttingar á því sem gerst hefur.“ Jafnréttismál Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þjóðgarðar Tengdar fréttir Erfitt fyrir fyrrverandi þingmenn að fá vinnu Fréttastofa ræddi við hóp fyrrverandi þingmanna um atvinnuleit. 18. nóvember 2018 15:00 Úrskurðarnefnd jafnréttismála með stöðu þjóðgarðsvarðar á borði sínu Úrskurðarnefnd jafnréttismála hefur nú til meðferðar kæru Ólínu Þorvarðardóttur sem telur að fram hjá sér hafi verið gengið við skipun þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra. 18. janúar 2019 16:59 Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01 Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir að boltinn sé að einhverju leyti hjá Þingvallanefnd sem braut jafnréttislög þegar hún skipaði Einar Á. Sæmundssen í stöðu þjóðgarðsvarðar. Ólína var í viðtali hjá Reykjavík síðdegis og ræddi um málið, aðdraganda þess og mögulegt framhald. Í niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála segir að Þingvallanefnd hefði ekki tekist að sýna fram á að aðrar ástæður sen kynferði hefðu legið til grundvallar ákvörðun um ráðningu í starf þjóðgarðsvarðar. Ólína vildi ekki svara því að svo stöddu hvort hún hygðist höfða skaðabótamál vegna málsins. „Ég mun ræða við lögmann minn. Ég á fund með honum á morgun og þá förum við bara vandlega yfir allan úrskurðinn lið fyrir lið og við munum meta stöðuna í framhaldinu. Ég ætla ekki að fullyrða neitt á þessari stundu hvað ég geri. Þingvallanefnd, boltinn er líka hjá henni, maður ætlast til þess að stjórnsýslunefnd, eins og þingvallanefnd dragi lærdóm af svona úrskurði og kannski finni til ábyrgðar sinnar að reyna þá að bjóða fram einhverja leiðréttingu þannig að boltinn er á báðum stöðum.“ Það sem mestu máli skiptir sé að hið opinbera vandi til verka þegar verið sé að ráða í opinberar stöður. „Fólk á að geta treyst því, þegar það býður fram krafta sína í þágu hins opinbera, að verðleikar þess séu metnir á málefnalegum forsendum. Það brást í þessu tilfelli.“ Ólína segir að almenningur eigi að geta treyst því að verðleikar séu metnir á málefnalegum forsendum.Fbl/pjetur Ólínu grunar að það hafi ekki verið aðeins ein ómálefnaleg ástæða sem réði úrslitum ráðningarinnar. „Ómálefnalegar ástæður geta verið ýmsar; þær geta verið pólitík, þær geta verið aldursfordómar, kynjafordómar, fordómar gegn stöðu og þjóðfélagsstétt. Það er margt sem kemur til greina,“ segir Ólína. Ólína segir að hún hafi ekki farið út í málareksturinn til að halla á Einar sem var ráðinn í stöðuna. „Hann hefur ekki annað til saka unnið en að láta sig langa í starf sem ég hafði líka áhuga á að gegna. Við keppum bara á sama marki. Ég var hins vegar ósátt við það hvernig farið var með ráðningarvaldið og hvernig menn beittu því í þessu máli.“ Þegar Ólína er spurð hvort hún eigi ekki rétt á stöðunni sem hún sóttist eftir í ljósi úrskurðar kærunefndar jafnréttismála segir hún að ekki sé hefð fyrir því að ógildingu ráðningar þó að úrskurður falli gegn niðurstöðunni. „Ég veit heldur ekki hvort menn sækist eftir því þegar svona mikil leiðindi hafa orðið þá er nú kannski ekkert freistandi að setjast í stólinn með slíkum látum en hins vegar er það alveg gild spurning þegar búið er að úrskurða að það hafi verið brotin lög við ráðningu hvort að hún eigi að halda.“ Ólína segir að hún sé þakklát fyrir að úrskurðurinn hafi fallið á þennan veg. „Með því að snúa mér til kærunefndarinnar þá vildi ég fá staðfestingu á því að það hefði verið rangt staðið að málum og ómálefnalega þegar ráðið var í stöðuna. Nú hef ég fengið viðurkenningu á því sjónarmiði og staðfestingu á því að það voru brotin jafnréttislög við þessa afgreiðslu málsins og þá þarf ég auðvitað bara að hugsa framhaldið. Ég er sú sem brotið var á og ég þarf náttúrulega að velta því þá fyrir mér hvernig ég óska leiðréttingar á því sem gerst hefur.“
Jafnréttismál Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þjóðgarðar Tengdar fréttir Erfitt fyrir fyrrverandi þingmenn að fá vinnu Fréttastofa ræddi við hóp fyrrverandi þingmanna um atvinnuleit. 18. nóvember 2018 15:00 Úrskurðarnefnd jafnréttismála með stöðu þjóðgarðsvarðar á borði sínu Úrskurðarnefnd jafnréttismála hefur nú til meðferðar kæru Ólínu Þorvarðardóttur sem telur að fram hjá sér hafi verið gengið við skipun þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra. 18. janúar 2019 16:59 Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01 Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Sjá meira
Erfitt fyrir fyrrverandi þingmenn að fá vinnu Fréttastofa ræddi við hóp fyrrverandi þingmanna um atvinnuleit. 18. nóvember 2018 15:00
Úrskurðarnefnd jafnréttismála með stöðu þjóðgarðsvarðar á borði sínu Úrskurðarnefnd jafnréttismála hefur nú til meðferðar kæru Ólínu Þorvarðardóttur sem telur að fram hjá sér hafi verið gengið við skipun þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum í fyrra. 18. janúar 2019 16:59
Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01