Sjáið dramatískar kveðjustundir Dwyane og Dirk frá því í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2019 11:30 Dirk Nowitzki veifar til þeirra Charles Barkley, Scottie Pippen, Larry Bird, Shawn Kemp og Detlef Schrempf sem voru mættir til að heiðra hann í nótt. Getty/Ronald Martinez NBA-goðsagnirnar Dwyane Wade og Dirk Nowitzki spiluðu í nótt síðustu heimaleiki sína með liðunum þar sem þeir hafa eytt öllum og næstum því öllum ferli sínum í NBA-deildinni. Þeir voru heldur ekkert að sparka sig og sýndi með 30 stiga leikjum hvor um sig af hverju þeir eru svo elskaðir og dáðir hjá Miami Heat og Dallas Mavericks sem og hjá flestum áhugamönnum um NBA-deildina. Þeir Dwyane Wade og Dirk Nowitzki eru án vafa bestu leikmennirnir í sögu síns félags og voru aðalmennirnir í fyrsta meistaratitli þess, Dwyane Wade með Miami Heat 2006 og Dirk Nowitzki með Dallas Mavericks 2011. Wade vann seinna tvo titla í viðbót í Miami með LeBron James."This is my last home game..."@swish41 addresses the crowd post-game in Dallas. 41.21.1 x #Dirk x #MFFLpic.twitter.com/xFWPOhEDIb — NBA (@NBA) April 10, 2019 Dwyane Wade á enn smá von um að spila í úrslitakeppninni með Miami Heat en liðið þarf þá að gera betur en Detriot Pistons í kvöld. Mestar líkur eru þó á því að hann hafi spilað sinn síðasta leik á heimavelli Miami Heat. Það var einhver orðrómur að hinn fertugi Dirk Nowitzki ætlaði jafnvel að taka eitt tímabil í viðbót með Dallas Mavericks en hann eyddi þeim vonum í nótt með því að staðfesta að hann myndi hætta eftir leiktíðina.We’re not crying. You’re crying. pic.twitter.com/fC47gyDGgy — Miami HEAT (@MiamiHEAT) April 9, 2019 Dirk Nowitzki hefur spilað með Dallas Mavericks frá árinu 1998 og er sjötti stigahæsti leikmaður í sögu NBA. Aðeins Karl Malone (með Utah Jazz) og Kobe Bryant (með Los Angeles Lakers) hafa skorað fleiri stig fyrir eitt félag. Dwyane Wade hefur spilað nær allan feril sinn með Miami Heat fyrir utan eitt tímabil með Chicago Bulls og hálft tímabil með Cleveland Cavaliers. Wade á öll helstu metin hjá Miami Heat eins leiki, stig, stoðsendingar og stolna bolta.Thank you, @DwyaneWade! #OneLastDance#L3GACY#HEATCulturepic.twitter.com/Cpi3sYACNt — NBA (@NBA) April 10, 2019Það var því öllu tjaldað til hjá Miami Heat og Dallas Mavericks í nótt þegar þessar lifandi goðsagnir voru kvaddar. Það var ekki nóg með að þeir hafi báðir boðið upp á sýningu inn á vellinum þá snerist allt í kringum leikinn og í höllinni um þessa tvo miklu kappa. Hér fyrir neðan má sjá dramatískar kveðjustundir Dwyane og Dirk frá því í nótt. The @MiamiHEAT honored @DwyaneWade ahead of his final home game! #OneLastDance#L3GACY#HEATCulturehttps://t.co/e9tUsNSUFP — NBA (@NBA) April 10, 201941.21.1. Watch as @swish41 is honored by the @dallasmavs and NBA Legends in an emotional ceremony following his final home game! #Dirk#MFFLhttps://t.co/J4xdbxn7w5 — NBA (@NBA) April 10, 2019 NBA Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
NBA-goðsagnirnar Dwyane Wade og Dirk Nowitzki spiluðu í nótt síðustu heimaleiki sína með liðunum þar sem þeir hafa eytt öllum og næstum því öllum ferli sínum í NBA-deildinni. Þeir voru heldur ekkert að sparka sig og sýndi með 30 stiga leikjum hvor um sig af hverju þeir eru svo elskaðir og dáðir hjá Miami Heat og Dallas Mavericks sem og hjá flestum áhugamönnum um NBA-deildina. Þeir Dwyane Wade og Dirk Nowitzki eru án vafa bestu leikmennirnir í sögu síns félags og voru aðalmennirnir í fyrsta meistaratitli þess, Dwyane Wade með Miami Heat 2006 og Dirk Nowitzki með Dallas Mavericks 2011. Wade vann seinna tvo titla í viðbót í Miami með LeBron James."This is my last home game..."@swish41 addresses the crowd post-game in Dallas. 41.21.1 x #Dirk x #MFFLpic.twitter.com/xFWPOhEDIb — NBA (@NBA) April 10, 2019 Dwyane Wade á enn smá von um að spila í úrslitakeppninni með Miami Heat en liðið þarf þá að gera betur en Detriot Pistons í kvöld. Mestar líkur eru þó á því að hann hafi spilað sinn síðasta leik á heimavelli Miami Heat. Það var einhver orðrómur að hinn fertugi Dirk Nowitzki ætlaði jafnvel að taka eitt tímabil í viðbót með Dallas Mavericks en hann eyddi þeim vonum í nótt með því að staðfesta að hann myndi hætta eftir leiktíðina.We’re not crying. You’re crying. pic.twitter.com/fC47gyDGgy — Miami HEAT (@MiamiHEAT) April 9, 2019 Dirk Nowitzki hefur spilað með Dallas Mavericks frá árinu 1998 og er sjötti stigahæsti leikmaður í sögu NBA. Aðeins Karl Malone (með Utah Jazz) og Kobe Bryant (með Los Angeles Lakers) hafa skorað fleiri stig fyrir eitt félag. Dwyane Wade hefur spilað nær allan feril sinn með Miami Heat fyrir utan eitt tímabil með Chicago Bulls og hálft tímabil með Cleveland Cavaliers. Wade á öll helstu metin hjá Miami Heat eins leiki, stig, stoðsendingar og stolna bolta.Thank you, @DwyaneWade! #OneLastDance#L3GACY#HEATCulturepic.twitter.com/Cpi3sYACNt — NBA (@NBA) April 10, 2019Það var því öllu tjaldað til hjá Miami Heat og Dallas Mavericks í nótt þegar þessar lifandi goðsagnir voru kvaddar. Það var ekki nóg með að þeir hafi báðir boðið upp á sýningu inn á vellinum þá snerist allt í kringum leikinn og í höllinni um þessa tvo miklu kappa. Hér fyrir neðan má sjá dramatískar kveðjustundir Dwyane og Dirk frá því í nótt. The @MiamiHEAT honored @DwyaneWade ahead of his final home game! #OneLastDance#L3GACY#HEATCulturehttps://t.co/e9tUsNSUFP — NBA (@NBA) April 10, 201941.21.1. Watch as @swish41 is honored by the @dallasmavs and NBA Legends in an emotional ceremony following his final home game! #Dirk#MFFLhttps://t.co/J4xdbxn7w5 — NBA (@NBA) April 10, 2019
NBA Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira