„Góður málstaður þarfnast ekki ósanninda, bara útskýringa“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2019 16:56 Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, vill að frjálslynt fólk sameinist gegn popúlistum og standi vörð um EES-samninginn. Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, segir að þeir sem gangi harðast fram í andstöðu við þriðja orkupakkann segi ýmist ósatt, hálfsatt eða setji fram órökstuddar fullyrðingar með villandi hætti. Hann kallar eftir því að frjálslynt fólk sameinist og mæti ósannindum af festu og samstöðu. „Hverjar sem ástæður þessa málflutnings kunna að vera situr eftir að í síbylju bullyrðinga, sem skýrar staðreyndir ná ekki að kveða á brott, er ekki nema von að manni fallist hendur“. Gunnar Dofri gerði þriðja orkupakkann að umfjöllunarefni í pistli sem birtist á Kjarnanum í dag. Hér er hægt að lesa hann í heild sinni. „Góður málstaður þarfnast ekki ósanninda, hálfsannleika, eða villandi framsetningar. Góður málstaður þarfnast þess hins vegar að hann sé settur fram heiðarlega og á skiljanlegan hátt, því góður málstaður er oft flókinn,“ skrifar Gunnar Dofri. Hann segist eiga erfitt með að átta sig á grundvelli fullyrðinga andstæðinga þriðja orkupakkans. „Andstæðingarnir virðast bara segja eitthvað og vona að enginn sannreyni fullyrðingarnar og við höfum varla undan að sannreyna þær. Þegar bullyrðingarnar eru athugaðar kemur í ljós að lítið sem ekkert stenst. Samsæriskenningar um sæstreng út frá orðalagi aðfararorða tilskipunarinnar, hækkandi raforkuverð, „Landsreglarinn,“ lófalestur í orkupakka 4, 5 og 6 og grýlur um erlend yfirráð yfir auðlindum eru dæmi um þetta. Það stendur ekki steinn yfir steini.“ Það er mat Gunnars Dofra að það hefði í för með sér verulegar pólitískar afleiðingar að hafna þriðja orkupakkanum. Hann vildi þó ekki slá því föstu en það væri engu að síður hans mat í ljósi þess að innleiðingu hefur ekki verið hafnað í 25 ára sögu EES-samningsins. Hann telur ennfremur að umræðan um þriðja orkupakkann sé skálkaskjól fyrir umræðuna um það hvort Ísland eigi yfir höfuð að vera áfram í EES. „Viljum við áfram tilheyra EES og tryggja mikilvægasta fríverslunarsamning þjóðarinnar? Já takk.“Frjálslynt fólk sé tvístrað Hann segir vandann einnig felast í því að frjálslynt fólk sem styðji veru íslands í EES vilji ekki ganga fram fyrir skjöldu í „baráttu við popúlista.“ „Skiljanlega, það er erfitt og leiðinlegt. Frjálslynd gildi hafa verið ríkjandi á fullorðinsárum Íslendinga undir fimmtugu. Frjálslynt fólk er því miklu vanara því að takast á við annað frjálslynt fólk um hvernig eigi að útfæra þennan frjálslynda heim sem við byggjum en leggur ekki í popúlistana.“ Gunnar Dorfi tók mið af Brexit og kjöri Donalds Trump Bandaríkjaforseta og ítrekaði mikilvægi þess að leggja það á sig að svara fólki. Hann sagði breska popúlista hafa kynt undir bálið með lygum sem hafi reynst erfitt að kveða niður því fæstir séu vanir því að þurfa að svara lygum. „Þess vegna þarf frjálslynt fólk að segja hingað og ekki lengra. Það þarf að mæta ósannindum af festu og samstöðu á mannamáli því málstaðurinn er góður. Við viljum ekki vakna upp við vondan draum einn morguninn í náinni framtíð og gúggla: „Hvað er EES?“ Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira
Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, segir að þeir sem gangi harðast fram í andstöðu við þriðja orkupakkann segi ýmist ósatt, hálfsatt eða setji fram órökstuddar fullyrðingar með villandi hætti. Hann kallar eftir því að frjálslynt fólk sameinist og mæti ósannindum af festu og samstöðu. „Hverjar sem ástæður þessa málflutnings kunna að vera situr eftir að í síbylju bullyrðinga, sem skýrar staðreyndir ná ekki að kveða á brott, er ekki nema von að manni fallist hendur“. Gunnar Dofri gerði þriðja orkupakkann að umfjöllunarefni í pistli sem birtist á Kjarnanum í dag. Hér er hægt að lesa hann í heild sinni. „Góður málstaður þarfnast ekki ósanninda, hálfsannleika, eða villandi framsetningar. Góður málstaður þarfnast þess hins vegar að hann sé settur fram heiðarlega og á skiljanlegan hátt, því góður málstaður er oft flókinn,“ skrifar Gunnar Dofri. Hann segist eiga erfitt með að átta sig á grundvelli fullyrðinga andstæðinga þriðja orkupakkans. „Andstæðingarnir virðast bara segja eitthvað og vona að enginn sannreyni fullyrðingarnar og við höfum varla undan að sannreyna þær. Þegar bullyrðingarnar eru athugaðar kemur í ljós að lítið sem ekkert stenst. Samsæriskenningar um sæstreng út frá orðalagi aðfararorða tilskipunarinnar, hækkandi raforkuverð, „Landsreglarinn,“ lófalestur í orkupakka 4, 5 og 6 og grýlur um erlend yfirráð yfir auðlindum eru dæmi um þetta. Það stendur ekki steinn yfir steini.“ Það er mat Gunnars Dofra að það hefði í för með sér verulegar pólitískar afleiðingar að hafna þriðja orkupakkanum. Hann vildi þó ekki slá því föstu en það væri engu að síður hans mat í ljósi þess að innleiðingu hefur ekki verið hafnað í 25 ára sögu EES-samningsins. Hann telur ennfremur að umræðan um þriðja orkupakkann sé skálkaskjól fyrir umræðuna um það hvort Ísland eigi yfir höfuð að vera áfram í EES. „Viljum við áfram tilheyra EES og tryggja mikilvægasta fríverslunarsamning þjóðarinnar? Já takk.“Frjálslynt fólk sé tvístrað Hann segir vandann einnig felast í því að frjálslynt fólk sem styðji veru íslands í EES vilji ekki ganga fram fyrir skjöldu í „baráttu við popúlista.“ „Skiljanlega, það er erfitt og leiðinlegt. Frjálslynd gildi hafa verið ríkjandi á fullorðinsárum Íslendinga undir fimmtugu. Frjálslynt fólk er því miklu vanara því að takast á við annað frjálslynt fólk um hvernig eigi að útfæra þennan frjálslynda heim sem við byggjum en leggur ekki í popúlistana.“ Gunnar Dorfi tók mið af Brexit og kjöri Donalds Trump Bandaríkjaforseta og ítrekaði mikilvægi þess að leggja það á sig að svara fólki. Hann sagði breska popúlista hafa kynt undir bálið með lygum sem hafi reynst erfitt að kveða niður því fæstir séu vanir því að þurfa að svara lygum. „Þess vegna þarf frjálslynt fólk að segja hingað og ekki lengra. Það þarf að mæta ósannindum af festu og samstöðu á mannamáli því málstaðurinn er góður. Við viljum ekki vakna upp við vondan draum einn morguninn í náinni framtíð og gúggla: „Hvað er EES?“
Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira