Iðnaðarmenn bíða viðbragða frá SA Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2019 11:48 Kristján Þórður Snæbjarnarson er formaður RSÍ og talsmaður samflots iðnaðarmanna í kjaraviðræðum. vísir/vilhelm Iðnaðarmenn eru tilbúnir með áætlun að verkfallsaðgerðum ef kjaraviðræður bera ekki árangur. Það kann að skýrast í dag hvort iðnaðarmenn slíti viðræðum við Samtök atvinnulífsins en staðan er brothætt segir talsmaður samflots iðnaðarmanna. Fundur stendur nú yfir hjá ríkissáttasemjara. Samninganefndir samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins funduðu alla helgina hjá ríkissáttasemjara. Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður samflots iðnaðarmanna, var gestur í Bítinu á Bylgjunni áður en fundur hófst að nýju í morgun. „Staðan er brothætt eða tvísýn eins og hún er akkúrat núna. Við náttúrlega höfum sett okkur það markmið að komast eins langt í þessum viðræðum og við gátum um helgina,“ segir Kristján Þórður. Fundi lauk á fimmta tímanum í gær en þá héldu iðnaðarmenn áfram að funda í sínu baklandi, en fundur hófst að nýju hjá sáttasemjara klukkan tíu í morgun og er búist við að hann standi yfir að minnsta kosti fram yfir hádegi. Stutt hlé var gert á fundinum um klukkan hálf tólf en í samtali við fréttastofu á tólfta tímanum sagði Kristján Þórður að iðnaðarmenn bíði viðbragða frá Samtökum atvinnulífsins við tilteknum atriðum. Framhaldið muni ráðast af svörum SA. Kristján Þórður segir aðgerðaáætlun vera tilbúna ef ekki tekst að semja. „Við höfum svo sem ekki upplýst um það hvernig aðgerðaplanið er hjá okkur. En við erum búnir að ákveða það. Það sem við myndum gera er náttúrlega að taka svona sterka hópa klárlega, byrja á einhverjum skærum og fara síðan í víðtækari átök.“ Meginmarkmiðið sé hins vegar að klára samninga en undirbúningur að atkvæðagreiðslu sé hafinn ef til þess kemur. „Ef það næst ekki árangur á eftir þá munum við fara í þetta ferli já, að hefja atkvæðagreiðslur og þann undirbúning alveg og taka það skref. Þannig það kemur svolítið í ljós á eftir,“ segir Kristján Þórður. Kjaramál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Iðnaðarmenn eru tilbúnir með áætlun að verkfallsaðgerðum ef kjaraviðræður bera ekki árangur. Það kann að skýrast í dag hvort iðnaðarmenn slíti viðræðum við Samtök atvinnulífsins en staðan er brothætt segir talsmaður samflots iðnaðarmanna. Fundur stendur nú yfir hjá ríkissáttasemjara. Samninganefndir samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins funduðu alla helgina hjá ríkissáttasemjara. Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður samflots iðnaðarmanna, var gestur í Bítinu á Bylgjunni áður en fundur hófst að nýju í morgun. „Staðan er brothætt eða tvísýn eins og hún er akkúrat núna. Við náttúrlega höfum sett okkur það markmið að komast eins langt í þessum viðræðum og við gátum um helgina,“ segir Kristján Þórður. Fundi lauk á fimmta tímanum í gær en þá héldu iðnaðarmenn áfram að funda í sínu baklandi, en fundur hófst að nýju hjá sáttasemjara klukkan tíu í morgun og er búist við að hann standi yfir að minnsta kosti fram yfir hádegi. Stutt hlé var gert á fundinum um klukkan hálf tólf en í samtali við fréttastofu á tólfta tímanum sagði Kristján Þórður að iðnaðarmenn bíði viðbragða frá Samtökum atvinnulífsins við tilteknum atriðum. Framhaldið muni ráðast af svörum SA. Kristján Þórður segir aðgerðaáætlun vera tilbúna ef ekki tekst að semja. „Við höfum svo sem ekki upplýst um það hvernig aðgerðaplanið er hjá okkur. En við erum búnir að ákveða það. Það sem við myndum gera er náttúrlega að taka svona sterka hópa klárlega, byrja á einhverjum skærum og fara síðan í víðtækari átök.“ Meginmarkmiðið sé hins vegar að klára samninga en undirbúningur að atkvæðagreiðslu sé hafinn ef til þess kemur. „Ef það næst ekki árangur á eftir þá munum við fara í þetta ferli já, að hefja atkvæðagreiðslur og þann undirbúning alveg og taka það skref. Þannig það kemur svolítið í ljós á eftir,“ segir Kristján Þórður.
Kjaramál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda