Fimm gæsluvarðhaldsfangar kjörnir á spænska þingið Atli Ísleifsson skrifar 29. apríl 2019 10:19 Oriol Junqueras er fyrrverandi varaforseti héraðsstjórnar Katalóníu. Hann var kjörinn á spænska þingið í gær. epa Fimm katalónskir aðskilnaðarsinnar sem sitja nú í gæsluvarðhaldi voru kjörnir á spænska þingið í kosningunum í gær. Sósíalistaflokkur Pedro Sanchez forsætisráðherra hlaut 29 prósent atkvæða og 123 þingsæti og verður stærsti flokkur á þinginu. Talið er að erfiðlega gæti reynst að mynda stjórn. Í fyrsta sinn frá lokum herforingjastjórnarinnar á áttunda áratug síðustu aldar tekur hægriöfgaflokkur sæti á þinginu, en flokkurinn Vox hreppti 24 þingsæti. Vox berst gegn fjölmenningu, innflytendum og það sem þeir kalla „öfgafeminisma“.Fimm í varðhaldi Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti héraðsstjórnar Katalóníu, var einn þeirra sem kjörinn var á spænska þingið í kosningunum í gær, en hann leiddi aðskilnaðarflokkinn ERC. Junqueras var í hópi þeirra sem fór fyrir tilraun Katalóna til að lýsa yfir sjálfstæði héraðsins árið 2017. Hann er nú í gæsluvarðhaldi. Baráttumaðurinn Jordi Sanchez og Jordi Turull, talsmaður katalónsku héraðstjórnarinnar árið 2017, voru einnig kjörnir á þing. Þeir voru báðir á lista Saman fyrir Katalóníu, flokks Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta Katalóníu, sem flúði land og forðaðist þannig handtöku. Josep Rull, sem einnig átti sæti á katalónska héraðsþinginu árið 2017, var einnig kjörinn á þing, auk þess að Raul Romeva, sem var yfir utanríkismálum Katalíníu árið 2017, tekur sæti í efri deild spænska þingsins.Allir eru aðskilnaðarsinnarnir fimm í gæsluvarðhaldi, en mál þeirra er nú til meðferðar hjá Hæstarétti Spánar. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Sósíalistaflokkur forsætisráðherra atkvæðamestur í kosningunum á Spáni Góð þátttaka var í þingkosningunum sem fram fóru á Spáni í dag en kjörsókn var talsvert betri en í þingkosningunum árið 2016. 28. apríl 2019 18:25 Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Sjá meira
Fimm katalónskir aðskilnaðarsinnar sem sitja nú í gæsluvarðhaldi voru kjörnir á spænska þingið í kosningunum í gær. Sósíalistaflokkur Pedro Sanchez forsætisráðherra hlaut 29 prósent atkvæða og 123 þingsæti og verður stærsti flokkur á þinginu. Talið er að erfiðlega gæti reynst að mynda stjórn. Í fyrsta sinn frá lokum herforingjastjórnarinnar á áttunda áratug síðustu aldar tekur hægriöfgaflokkur sæti á þinginu, en flokkurinn Vox hreppti 24 þingsæti. Vox berst gegn fjölmenningu, innflytendum og það sem þeir kalla „öfgafeminisma“.Fimm í varðhaldi Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti héraðsstjórnar Katalóníu, var einn þeirra sem kjörinn var á spænska þingið í kosningunum í gær, en hann leiddi aðskilnaðarflokkinn ERC. Junqueras var í hópi þeirra sem fór fyrir tilraun Katalóna til að lýsa yfir sjálfstæði héraðsins árið 2017. Hann er nú í gæsluvarðhaldi. Baráttumaðurinn Jordi Sanchez og Jordi Turull, talsmaður katalónsku héraðstjórnarinnar árið 2017, voru einnig kjörnir á þing. Þeir voru báðir á lista Saman fyrir Katalóníu, flokks Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta Katalóníu, sem flúði land og forðaðist þannig handtöku. Josep Rull, sem einnig átti sæti á katalónska héraðsþinginu árið 2017, var einnig kjörinn á þing, auk þess að Raul Romeva, sem var yfir utanríkismálum Katalíníu árið 2017, tekur sæti í efri deild spænska þingsins.Allir eru aðskilnaðarsinnarnir fimm í gæsluvarðhaldi, en mál þeirra er nú til meðferðar hjá Hæstarétti Spánar.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Sósíalistaflokkur forsætisráðherra atkvæðamestur í kosningunum á Spáni Góð þátttaka var í þingkosningunum sem fram fóru á Spáni í dag en kjörsókn var talsvert betri en í þingkosningunum árið 2016. 28. apríl 2019 18:25 Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Sjá meira
Sósíalistaflokkur forsætisráðherra atkvæðamestur í kosningunum á Spáni Góð þátttaka var í þingkosningunum sem fram fóru á Spáni í dag en kjörsókn var talsvert betri en í þingkosningunum árið 2016. 28. apríl 2019 18:25