Hljóp heilt maraþon en komst bókstaflega ekki yfir marklínuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2019 10:00 Lukas Bates fær hér hjálp við að komast yfir marklínuna. AP/Alastair Grant Eliud Kipchoge og Brigid Kosgei frá Kenía unnu sigur í London maraþoninu um helgina og setti Kipchoge meðal annars brautarmet. Það var þó annar hlaupari sem stal eiginlega senunni. Hlauparinn sem margir eru að tala um á samfélagsmiðlum er sá sem ákvað að hlaupa heilt maraþon í Big Ben búningi. Það voru samt ekki lappirnar eða lungum sem klikkuðu hjá honum. Lukas Bates heitir hlauparinn og hann var að reyna að setja heimsmet hjá Guinness World Records Book með því að vera fljótastur til að hlaupa heilt maraþon í búningi þekkts kennileitis. Honum tókst að klára kílómetrana 42 og leit bara nokkuð vel út á lokasprettinum enda byrjuðu vandræðin hans ekki fyrr en í markinu eins og sjá má hér fyrir neðan.This is not what you need after 26.2 miles. pic.twitter.com/ZkmJftX0Hv — BBC Sport (@BBCSport) April 28, 2019Lukas Bates komst bókstaflega ekki yfir marklínuna því búningurinn hans var of hár fyrir markið. Úr varð því mjög skrautlega og fyndin uppákoma við marklínuna og fékk umræddur hlaupari á endanum hjálp við að komast í mark. Tími Lukas Bates var þrír klukkutímar og 54 mínútur og tókst honum ekki að slá metið sem er áfram þrír klukkutímar, 34 mínútur og 34 sekúndur. BBC hefur eftir Lukas Bates að hans besti tími í eðlilegum fötum var tveir klukkutímar og 59 mínútur. Hann var að hlaupa London maraþonið í fimmta sinn og vildi gera eitthvað öðruvísi í þetta skiptið. Hann komst á endanum í fréttirnar en hefði þó alltaf valið heimsmetið yfir klúðrið við marklínuna. Bretland Hlaup Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Getur varla gengið lengur Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sjá meira
Eliud Kipchoge og Brigid Kosgei frá Kenía unnu sigur í London maraþoninu um helgina og setti Kipchoge meðal annars brautarmet. Það var þó annar hlaupari sem stal eiginlega senunni. Hlauparinn sem margir eru að tala um á samfélagsmiðlum er sá sem ákvað að hlaupa heilt maraþon í Big Ben búningi. Það voru samt ekki lappirnar eða lungum sem klikkuðu hjá honum. Lukas Bates heitir hlauparinn og hann var að reyna að setja heimsmet hjá Guinness World Records Book með því að vera fljótastur til að hlaupa heilt maraþon í búningi þekkts kennileitis. Honum tókst að klára kílómetrana 42 og leit bara nokkuð vel út á lokasprettinum enda byrjuðu vandræðin hans ekki fyrr en í markinu eins og sjá má hér fyrir neðan.This is not what you need after 26.2 miles. pic.twitter.com/ZkmJftX0Hv — BBC Sport (@BBCSport) April 28, 2019Lukas Bates komst bókstaflega ekki yfir marklínuna því búningurinn hans var of hár fyrir markið. Úr varð því mjög skrautlega og fyndin uppákoma við marklínuna og fékk umræddur hlaupari á endanum hjálp við að komast í mark. Tími Lukas Bates var þrír klukkutímar og 54 mínútur og tókst honum ekki að slá metið sem er áfram þrír klukkutímar, 34 mínútur og 34 sekúndur. BBC hefur eftir Lukas Bates að hans besti tími í eðlilegum fötum var tveir klukkutímar og 59 mínútur. Hann var að hlaupa London maraþonið í fimmta sinn og vildi gera eitthvað öðruvísi í þetta skiptið. Hann komst á endanum í fréttirnar en hefði þó alltaf valið heimsmetið yfir klúðrið við marklínuna.
Bretland Hlaup Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Getur varla gengið lengur Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Norris á ráspól í Belgíu á morgun Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning Verstappen vann sprettinn í Belgíu C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sjá meira