Verðandi forseti Úkraínu svarar boði Pútín um vegabréf Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. apríl 2019 14:27 Zelenskí er pólitískur nýgræðingur sem var fyrst og fremst þekktur sem gamanleikari. Vísir/EPA Volodymyr Zelenskí, verðandi forseti Úkraínu, segist ætla að bjóða öllum þeim sem þjást undir hæl spilltra gerræðisríkja, fyrst og fremst rússnesku þjóðinni, ríkisborgararétt í Úkraínu. Boðið er svar Zelenskí var tilskipun sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti gaf út í síðustu viku um rússnesk vegabréf fyrir úkraínska aðskilnaðarsinna. Ríkisstjórn Pútín hefur stutt uppreisnarmenn í Austur-Úkraínu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Í síðustu viku gaf hann út tilskipun um að Úkraínumönnum þar stæði til boða að fá forgangsmeðferð um rússnesk vegabréf. Sagðist hann jafnframt íhuga að bjóða öllum Úkraínumönnum það. Zelenskí, sem sigraði í forsteakosningum á páskadag, svaraði boði Pútín í færslu á Facebook. Þar sagðist hann efast um að margir landar hans ættu eftir að þiggja boð Rússlandsforseta enda væru Úkraínumenn frjáls þjóð í frjálsu landi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Bauð hann á móti öllum þeim sem búa í gerræðislegum ríkjum ríkisborgararétt í Úkraínu, aðallega þó „rússnesku þjóðinni sem þjáist mest af öllum“. Skaut verðandi forsetinn föstum skotum að Rússlandi Pútíns. Skrifaði hann að rússneskt vegabréf tryggði mönnum „rétt til að vera handteknir fyrir friðsamleg mótmæli“ og „rétt til að hafa ekki frjálsar kosningar þar sem keppni er til staðar“. Krafðist hann þess að Rússar létu af hernámi sínu í austanverðu landinu og á Krímskaga. Rússland Úkraína Tengdar fréttir Forsetar Úkraínu foxillir út í Pútín Vladímír Pútín auðveldar Úkraínumönnum á svæði uppreisnarmanna í Donbass að fá rússnesk vegabréf. Verðandi og fráfarandi forsetar Úkraínu gagnrýna ákvörðunina harðlega og krefjast frekari þvingana. 25. apríl 2019 08:45 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Volodymyr Zelenskí, verðandi forseti Úkraínu, segist ætla að bjóða öllum þeim sem þjást undir hæl spilltra gerræðisríkja, fyrst og fremst rússnesku þjóðinni, ríkisborgararétt í Úkraínu. Boðið er svar Zelenskí var tilskipun sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti gaf út í síðustu viku um rússnesk vegabréf fyrir úkraínska aðskilnaðarsinna. Ríkisstjórn Pútín hefur stutt uppreisnarmenn í Austur-Úkraínu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Í síðustu viku gaf hann út tilskipun um að Úkraínumönnum þar stæði til boða að fá forgangsmeðferð um rússnesk vegabréf. Sagðist hann jafnframt íhuga að bjóða öllum Úkraínumönnum það. Zelenskí, sem sigraði í forsteakosningum á páskadag, svaraði boði Pútín í færslu á Facebook. Þar sagðist hann efast um að margir landar hans ættu eftir að þiggja boð Rússlandsforseta enda væru Úkraínumenn frjáls þjóð í frjálsu landi, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Bauð hann á móti öllum þeim sem búa í gerræðislegum ríkjum ríkisborgararétt í Úkraínu, aðallega þó „rússnesku þjóðinni sem þjáist mest af öllum“. Skaut verðandi forsetinn föstum skotum að Rússlandi Pútíns. Skrifaði hann að rússneskt vegabréf tryggði mönnum „rétt til að vera handteknir fyrir friðsamleg mótmæli“ og „rétt til að hafa ekki frjálsar kosningar þar sem keppni er til staðar“. Krafðist hann þess að Rússar létu af hernámi sínu í austanverðu landinu og á Krímskaga.
Rússland Úkraína Tengdar fréttir Forsetar Úkraínu foxillir út í Pútín Vladímír Pútín auðveldar Úkraínumönnum á svæði uppreisnarmanna í Donbass að fá rússnesk vegabréf. Verðandi og fráfarandi forsetar Úkraínu gagnrýna ákvörðunina harðlega og krefjast frekari þvingana. 25. apríl 2019 08:45 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Forsetar Úkraínu foxillir út í Pútín Vladímír Pútín auðveldar Úkraínumönnum á svæði uppreisnarmanna í Donbass að fá rússnesk vegabréf. Verðandi og fráfarandi forsetar Úkraínu gagnrýna ákvörðunina harðlega og krefjast frekari þvingana. 25. apríl 2019 08:45