Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konu á sjötugsaldri upp á Esjuna og flutti á Landspítalann í Fossvogi um klukkan eitt í dag. Sækja þurfti konuna vegna skyndilegra veikinda hennar.
Ekki var talið ráðlegt að sækja konuna landleiðis og því var þyrlan fengin til þess að ná í konuna sem var uppi í Móskarðshnjúkum þegar hún var sótt.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veika konu á Esjuna
Vésteinn Örn Pétursson skrifar
