Andlát: Ingveldur Geirsdóttir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. apríl 2019 20:30 Ingveldur Geirsdóttir starfaði lengst af hjá Morgunblaðinu. Kristinn Magnússon Ingveldur Geirsdóttir blaðamaður er látin eftir harða baráttu við krabbamein, 41 árs að aldri. Ingveldur starfaði lengst af á Morgunblaðinu en þar hóf hún störf árið 2005. Árið 2013 færði hún sig um set og vann um skamma hríð sem fréttamaður á Stöð 2 áður en hún réði sig aftur yfir á Morgunblaðið þar sem hún starfaði til æviloka. Gegndi hún einnig trúnaðarstörfum fyrir Blaðamannafélag Íslands en þar sat Ingveldur í varastjórn frá 2014-2015 og aðalstjórn frá árinu 2015 til ársins í ár.Forsíðar Morgunblaðsins 21. febrúar 2015.Ingveldur greindist með brjóstakrabbamein árið 2014, þá 37 ára gömul, þegar hún var gengin fjóra mánuði með sitt annað barn. Ingveldur var alla tíð opinská um baráttuna við krabbameinið en forsíðumynd af henni sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins þann 21. febrúar 2015 vakti mikla athygli. Þar mátti sjá Ingveldi ólétta með eitt brjóst eftir að hafa farið í brjóstnám vegna krabbameinsmeðferðarinnar. „Oft er talað um að fólk sé að berjast við krabbamein en ég lít ekki á þetta sem styrjöld. Bara verkefni, eins og svo margt annað sem við stöndum frammi fyrir í lífinu. Veikindi eru partur af lífinu. Mörgum sem greinast með krabbamein finnst lífið eflaust vera á móti sér og spyrja: Af hverju ég? Það hef ég aldrei gert. Ég spyr frekar: Af hverju ekki ég? Þetta fer á einhvern veg. Það er alveg ljóst. Fari þetta með mann í gröfina verður bara svo að vera,“ sagði Ingveldur um veikindin í forsíðuviðtali Morgunblaðsins 21. febrúar 2015. Ingveldur lætur eftir sig eiginmann, tvö börn og þrjú stjúpbörn. Andlát Fjölmiðlar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Ingveldur Geirsdóttir blaðamaður er látin eftir harða baráttu við krabbamein, 41 árs að aldri. Ingveldur starfaði lengst af á Morgunblaðinu en þar hóf hún störf árið 2005. Árið 2013 færði hún sig um set og vann um skamma hríð sem fréttamaður á Stöð 2 áður en hún réði sig aftur yfir á Morgunblaðið þar sem hún starfaði til æviloka. Gegndi hún einnig trúnaðarstörfum fyrir Blaðamannafélag Íslands en þar sat Ingveldur í varastjórn frá 2014-2015 og aðalstjórn frá árinu 2015 til ársins í ár.Forsíðar Morgunblaðsins 21. febrúar 2015.Ingveldur greindist með brjóstakrabbamein árið 2014, þá 37 ára gömul, þegar hún var gengin fjóra mánuði með sitt annað barn. Ingveldur var alla tíð opinská um baráttuna við krabbameinið en forsíðumynd af henni sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins þann 21. febrúar 2015 vakti mikla athygli. Þar mátti sjá Ingveldi ólétta með eitt brjóst eftir að hafa farið í brjóstnám vegna krabbameinsmeðferðarinnar. „Oft er talað um að fólk sé að berjast við krabbamein en ég lít ekki á þetta sem styrjöld. Bara verkefni, eins og svo margt annað sem við stöndum frammi fyrir í lífinu. Veikindi eru partur af lífinu. Mörgum sem greinast með krabbamein finnst lífið eflaust vera á móti sér og spyrja: Af hverju ég? Það hef ég aldrei gert. Ég spyr frekar: Af hverju ekki ég? Þetta fer á einhvern veg. Það er alveg ljóst. Fari þetta með mann í gröfina verður bara svo að vera,“ sagði Ingveldur um veikindin í forsíðuviðtali Morgunblaðsins 21. febrúar 2015. Ingveldur lætur eftir sig eiginmann, tvö börn og þrjú stjúpbörn.
Andlát Fjölmiðlar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira