Umferðarslys varð á Hafnarfjarðarvegi eftir að bifreið valt á tíunda tímanum í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu til fréttastofu.
Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en grunur leikur á að ökumaðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis eða vímuefna.
Þá segir í tilkynningunni að aðstoðar lögreglu hafi verið óskað vegna hnífabardaga í Austurborginni rétt eftir klukkan tvö síðdegis. Engin meiðsli urðu við afskipti lögreglu og nokkrir í haldi lögreglu vegna málsins.
