Trump hvetur fólk til bólusetninga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. apríl 2019 07:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var öllu vísindalegri í málflutningi sínum um bólusetningar í gær en hann hefur áður verið. Vísir/EPA Bólusetningar eru afar mikilvægar og því ættu Bandaríkjamenn að láta bólusetja sig við mislingum. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þegar blaðamenn spurðu hann um mislingafaraldur vestanhafs á lóð Hvíta hússins í gær. Trump hefur áður tjáð sig um bólusetningar og þá á óvísindalegri nótum. Í kappræðum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar 2016 sagði forsetinn að hann væri hlynntur smærri skömmtum bóluefnis yfir lengri tíma. „Einhverfa er orðin faraldur. Fyrir 25 eða 35 árum, þú getur kíkt á tölfræðina, ekki nærri því. Þetta er orðið stjórnlaust. Ég er algjörlega hlynntur bólusetningum en ég vil smærri skammta yfir lengri tíma,“ sagði Trump þá. Forsetinn hafði einnig tengt bólusetningar við einhverfu árin 2012 og 2014. Í tísti árið 2014 sagði hann: „Heilbrigt, ungt barn fer til læknis sem dælir í það úr risavaxinni sprautu með mörgum bóluefnum. Barninu líður ekki vel og það breytist, EINHVERFA. Mörg slík tilfelli!“ Mýtan um að bólusetningar valdi einhverfu er lífseig. Hún á rætur sínar að rekja til rannsókna breska fyrrverandi læknisins Andrews Wakefield. Sá var sviptur læknisréttindum sínum fyrir að birta falsaðar niðurstöður í grein þar sem hann sagði tengsl á milli MMR-bóluefnisins, við mislingum, hettusótt og rauðum hundum, og einhverfu. Árið 2010 komst gerðardómur læknisfræðiráðs Bretlands (GMC) að þeirri niðurstöðu að Wakefield hefði í fjórgang sýnt óheiðarleika við rannsóknina. Læknisfræðitímaritið Lancet dró í kjölfarið til baka grein Wakefields, birta árið 1998, og Richard Horton ritstjóri sagði tímaritið hafa verið blekkt. Síðan Wakefield birti sínar röngu niðurstöður hafa fleiri rannsóknir verið gerðar á tengslum MMR-bóluefnis og einhverfu. Dönsk rannsókn frá því í mars síðastliðnum á 657.461 barni, fæddum á milli 1999 og 2010 í Danmörku, leiddi til að mynda í ljós að MMR-bóluefni eykur ekki líkur á einhverfu. Ítrekað hefur verið greint frá erfiðri stöðu vegna mislinga í Bandaríkjunum undanfarna mánuði. Í Rockland-sýslu í New York var óbólusettum börnum um skeið gert að forðast almenningsrými vegna faraldurs og í New York-borg voru íbúar í Williamsburg skyldaðir til að láta bólusetja sig svo fátt eitt sé nefnt. Bandaríska smitsjúkdómavarnastofnunin CDC greindi frá því á mánudag að 626 mislingatilfelli hefðu nú verið staðfest í 22 ríkjum Bandaríkjanna. Raunveruleg tala er líklega hærri enda ekki öll tilfelli tilkynnt og nær talan ekki nema til 19. apríl síðastliðins. Á miðvikudag greindi CDC svo frá því að talan stæði nú í 695 og hefur fjöldinn ekki verið meiri frá árinu 2000. Hlutfall bólusettra hefur lækkað í Bandaríkjunum undanfarið ár. Rétt rúm níutíu prósent ungbarna eru bólusett en til þess að hjarðónæmi myndist gegn sjúkdómi þarf hlutfall bólusettra að vera 95 prósent. Í ýmsum hverfum New York-borgar getur hlutfall bólusettra farið alveg niður í sextíu prósent. Mislingar eru um þessar mundir vandamál víðar en í Bandaríkjunum. Í Farsóttafréttum sem birtust í vikunni kom fram að mislingatilvik hefðu ítrekað komið upp um borð í flugvélum sem hafa haft viðkomu hér á landi frá árinu 2016. Greint var frá því enn fremur að óbólusettur, fullorðinn karlmaður hefði komið til landsins með flugi í febrúar og smitað sex einstaklinga. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Donald Trump Tengdar fréttir Mislingatilfelli þrefalt fleiri en í fyrra Mislingatilfelli á heimsvísu á fyrsta fjórðungi þessa árs voru rúmlega þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. 16. apríl 2019 07:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Bólusetningar eru afar mikilvægar og því ættu Bandaríkjamenn að láta bólusetja sig við mislingum. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þegar blaðamenn spurðu hann um mislingafaraldur vestanhafs á lóð Hvíta hússins í gær. Trump hefur áður tjáð sig um bólusetningar og þá á óvísindalegri nótum. Í kappræðum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar 2016 sagði forsetinn að hann væri hlynntur smærri skömmtum bóluefnis yfir lengri tíma. „Einhverfa er orðin faraldur. Fyrir 25 eða 35 árum, þú getur kíkt á tölfræðina, ekki nærri því. Þetta er orðið stjórnlaust. Ég er algjörlega hlynntur bólusetningum en ég vil smærri skammta yfir lengri tíma,“ sagði Trump þá. Forsetinn hafði einnig tengt bólusetningar við einhverfu árin 2012 og 2014. Í tísti árið 2014 sagði hann: „Heilbrigt, ungt barn fer til læknis sem dælir í það úr risavaxinni sprautu með mörgum bóluefnum. Barninu líður ekki vel og það breytist, EINHVERFA. Mörg slík tilfelli!“ Mýtan um að bólusetningar valdi einhverfu er lífseig. Hún á rætur sínar að rekja til rannsókna breska fyrrverandi læknisins Andrews Wakefield. Sá var sviptur læknisréttindum sínum fyrir að birta falsaðar niðurstöður í grein þar sem hann sagði tengsl á milli MMR-bóluefnisins, við mislingum, hettusótt og rauðum hundum, og einhverfu. Árið 2010 komst gerðardómur læknisfræðiráðs Bretlands (GMC) að þeirri niðurstöðu að Wakefield hefði í fjórgang sýnt óheiðarleika við rannsóknina. Læknisfræðitímaritið Lancet dró í kjölfarið til baka grein Wakefields, birta árið 1998, og Richard Horton ritstjóri sagði tímaritið hafa verið blekkt. Síðan Wakefield birti sínar röngu niðurstöður hafa fleiri rannsóknir verið gerðar á tengslum MMR-bóluefnis og einhverfu. Dönsk rannsókn frá því í mars síðastliðnum á 657.461 barni, fæddum á milli 1999 og 2010 í Danmörku, leiddi til að mynda í ljós að MMR-bóluefni eykur ekki líkur á einhverfu. Ítrekað hefur verið greint frá erfiðri stöðu vegna mislinga í Bandaríkjunum undanfarna mánuði. Í Rockland-sýslu í New York var óbólusettum börnum um skeið gert að forðast almenningsrými vegna faraldurs og í New York-borg voru íbúar í Williamsburg skyldaðir til að láta bólusetja sig svo fátt eitt sé nefnt. Bandaríska smitsjúkdómavarnastofnunin CDC greindi frá því á mánudag að 626 mislingatilfelli hefðu nú verið staðfest í 22 ríkjum Bandaríkjanna. Raunveruleg tala er líklega hærri enda ekki öll tilfelli tilkynnt og nær talan ekki nema til 19. apríl síðastliðins. Á miðvikudag greindi CDC svo frá því að talan stæði nú í 695 og hefur fjöldinn ekki verið meiri frá árinu 2000. Hlutfall bólusettra hefur lækkað í Bandaríkjunum undanfarið ár. Rétt rúm níutíu prósent ungbarna eru bólusett en til þess að hjarðónæmi myndist gegn sjúkdómi þarf hlutfall bólusettra að vera 95 prósent. Í ýmsum hverfum New York-borgar getur hlutfall bólusettra farið alveg niður í sextíu prósent. Mislingar eru um þessar mundir vandamál víðar en í Bandaríkjunum. Í Farsóttafréttum sem birtust í vikunni kom fram að mislingatilvik hefðu ítrekað komið upp um borð í flugvélum sem hafa haft viðkomu hér á landi frá árinu 2016. Greint var frá því enn fremur að óbólusettur, fullorðinn karlmaður hefði komið til landsins með flugi í febrúar og smitað sex einstaklinga.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Donald Trump Tengdar fréttir Mislingatilfelli þrefalt fleiri en í fyrra Mislingatilfelli á heimsvísu á fyrsta fjórðungi þessa árs voru rúmlega þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. 16. apríl 2019 07:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Mislingatilfelli þrefalt fleiri en í fyrra Mislingatilfelli á heimsvísu á fyrsta fjórðungi þessa árs voru rúmlega þrefalt fleiri en á sama tíma í fyrra. 16. apríl 2019 07:00