Ellefu listeríusýkingar á tveimur árum Ari Brynjólfsson skrifar 27. apríl 2019 07:15 Listería, Listeria monocytogenes, er baktería sem berst helst í gegnum matvæli. NordicPhotos/Getty „Listería er baktería sem lifir alls staðar í umhverfinu, það er ekkert við því að gera. Svo getur hún komist í matvæli og sýkt fólk, sérstaklega fólk með undirliggjandi bælingu á ónæmiskerfinu,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis hafa 11 manns sýkst af listeríu síðastliðin tvö ár sem er nokkru meira en árin á undan. Fjórir létust af völdum listeríu árið 2017. Þrír af þeim voru eldri einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma. Svo var einnig nýfætt barn sem lést skömmu eftir fæðingu eftir að hafa smitast í móðurkviði. Haraldur Briem, ráðgjafi sóttvarnalæknis, segir listeríu geta valdið blóðsýkingu, iðrasýkingu, sýkingum í líffærum sem og miðtaugakerfi. „Þessi baktería hefur oft tengst sjávarafurðum, hún getur líka fundist í ógerilsneyddum osti. Listería hefur þann eiginleika að geta lifað af kælingu, hún er sérstök að því leyti að hún getur fjölgað sér í ísskáp. Flestir veikjast ekkert af henni, en sýkingar eru alvarlegar fyrir þá sem eru veikir fyrir.“ Bæði Þórólfur og Haraldur segja fulla ástæðu til að vara þungaðar konur við að neyta fisks sem er ekki fulleldaður og einnig ógerilsneyddra matvæla. „Það er einmitt gert í mæðraverndinni, þunguðum konum er ráðlagt að neyta ekki svoleiðis matvæla. Ég veit ekki hvort það sé gert við einstaklinga sem eru ónæmisbældir, ég vona að það sé gert,“ segir Þórólfur. „Þetta eru sjaldgæfir sjúkdómar sem betur fer. Við sjáum þetta koma í hrinum. Kannski koma ekki upp nein tilfelli í nokkur ár, svo koma ár eins og 2017 þar sem sjö einstaklingar sýktust.“ Í byrjun janúar veiktist kona á fimmtugsaldri með undirliggjandi ónæmisbælingu af listeríu. Um jólin borðaði hún graflax sem framleiddur var af fyrirtækinu Ópal sjávarfangi. Hún lést tveimur vikum síðar. Eftirlitsmenn frá Matvælastofnun skoðuðu framleiðslu fyrirtækisins í lok janúar og aftur í byrjun febrúar í kjölfar ábendingar frá Embætti landlæknis. Hjalti Andrason hjá MAST segir mikilvægt að bregðast hratt við í slíkum aðstæðum. „Í þessu tilfelli koma niðurstöðurnar til okkar kl. 11 um morguninn 4. febrúar. Við upplýsum fyrirtækið kl. 12 um jákvæða greiningu listeríu í vörum fyrirtækisins og mjög háa greiningu í graflaxi en lággildi í birkireyktum afurðum. Í þessu tilfelli var farið fram á innköllun í ljósi alvarleika málsins. Fyrirtækið brást ekki við með innköllun,“ segir Hjalti. „Daginn eftir var ljóst að fyrirtækið ætlaði ekki að innkalla, þá sendum við fyrirtækinu stjórnvaldsákvörðun og því var veittur stuttur andmælafrestur. Fyrirtækið féllst á að innkalla vörur af markaði en í okkar eftirlitsskýrslu segir að það sé alvarlegt frávik þar sem þeir innkölluðu bara graflax.“Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/BaldurSamkvæmt matvælalögum er MAST heimilt að stöðva starfsemi að hluta eða í heild ef rökstuddur grunur er um að matvæli séu heilsuspillandi, óhæf til neyslu eða valdi tjóni á öðrum hagsmunum. Ef stjórnendur fyrirtækisins sem um ræðir sinna ekki fyrirmælum innan tiltekins frests getur MAST beitt dagsektum. „Ef það er tilefni til innköllunar þá verður það að gerast hratt til að tryggja öryggi neytenda. Þarna hefði átt að innkalla strax 4. febrúar, en við þurftum að beita stjórnvaldsákvörðun, þess vegna var ekki farið í innköllun fyrr en tveimur dögum síðar,“ segir Hjalti. Ekki var farið í allsherjarinnköllun fyrr en 14. febrúar. „Graflaxinn greindist með 600 frumur á hvert gramm, en önnur af birkireyktu vörunum greindist með 10 frumur á gramm. Þannig að við lögðum langmesta áherslu á innköllun á graflaxinum, en engu að síður fórum við fram á að allar vörur yrðu innkallaðar. Fyrirtækið óskaði eftir fresti til að kanna betur vörurnar þar sem listería greindist í minni mæli.“ Starfsstöð Ópals sjávarfangs var hreinsuð og ný sýni tekin í kjölfarið. 19. febrúar samþykkti MAST dreifingu á vörum fyrirtækisins. Þórólfur segir að mögulega sé einhver aukning á listeríusmitum þegar litið er til lengri tíma. „Bæði með fjölgun einstaklinga með ónæmisbælandi sjúkdóma, einnig notkun á ónæmisbælandi lyfjum. Fólk gæti líka verið að borða meira hrámeti, til dæmis sushi eða hrátt kjöt.“ Lítið sé hægt að gera þegar kemur að því að vernda eldra fólk sem er með ónæmisbælingu fyrir utan að vara það við hættunni, þeir einstaklingar séu þó einnig í hættu þegar komi að öðrum sýkingum. Þórólfur bendir á að sýklar séu úti um allt. „Án sýkla værum við ekki lifandi, en það eru vissulega sýklar sem eru óæskilegir og valda svona alvarlegum sýkingum. Við megum samt ekki deyja úr sýklahræðslu.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Almennt þarf hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríu Sóttvarnalæknir segir að almennt þurfi hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríusmiti en þungaðar konur og fólk með ónæmisbælandi sjúkdóma þurfi að huga að mataræði sínu. 24. apríl 2019 19:00 Fjölgun listeríusýkinga Listeríusýkingum hefur fjölgað undanfarna áratugi hér á landi en kona á fimmtugsaldri lést eftir að hafa borða sýktan lax um síðustu jól. Bakterían veldur nánast aldrei sjúkdómi hjá fullfrísku ungu fólki. Hár aldur, mikil áfengisneysla og skerðing á ónæmiskerfi auka mikið líkur á sýkingu. 24. apríl 2019 12:15 Ópal segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða um listeríusmit lá fyrir Matvælaframleiðandinn Ópal sjávarfang segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða úr ræktun sýna vegna listeríusmits hafi legið fyrir, andstætt því sem gögn Matvælastofnunar sýna. 25. apríl 2019 19:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
„Listería er baktería sem lifir alls staðar í umhverfinu, það er ekkert við því að gera. Svo getur hún komist í matvæli og sýkt fólk, sérstaklega fólk með undirliggjandi bælingu á ónæmiskerfinu,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis hafa 11 manns sýkst af listeríu síðastliðin tvö ár sem er nokkru meira en árin á undan. Fjórir létust af völdum listeríu árið 2017. Þrír af þeim voru eldri einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma. Svo var einnig nýfætt barn sem lést skömmu eftir fæðingu eftir að hafa smitast í móðurkviði. Haraldur Briem, ráðgjafi sóttvarnalæknis, segir listeríu geta valdið blóðsýkingu, iðrasýkingu, sýkingum í líffærum sem og miðtaugakerfi. „Þessi baktería hefur oft tengst sjávarafurðum, hún getur líka fundist í ógerilsneyddum osti. Listería hefur þann eiginleika að geta lifað af kælingu, hún er sérstök að því leyti að hún getur fjölgað sér í ísskáp. Flestir veikjast ekkert af henni, en sýkingar eru alvarlegar fyrir þá sem eru veikir fyrir.“ Bæði Þórólfur og Haraldur segja fulla ástæðu til að vara þungaðar konur við að neyta fisks sem er ekki fulleldaður og einnig ógerilsneyddra matvæla. „Það er einmitt gert í mæðraverndinni, þunguðum konum er ráðlagt að neyta ekki svoleiðis matvæla. Ég veit ekki hvort það sé gert við einstaklinga sem eru ónæmisbældir, ég vona að það sé gert,“ segir Þórólfur. „Þetta eru sjaldgæfir sjúkdómar sem betur fer. Við sjáum þetta koma í hrinum. Kannski koma ekki upp nein tilfelli í nokkur ár, svo koma ár eins og 2017 þar sem sjö einstaklingar sýktust.“ Í byrjun janúar veiktist kona á fimmtugsaldri með undirliggjandi ónæmisbælingu af listeríu. Um jólin borðaði hún graflax sem framleiddur var af fyrirtækinu Ópal sjávarfangi. Hún lést tveimur vikum síðar. Eftirlitsmenn frá Matvælastofnun skoðuðu framleiðslu fyrirtækisins í lok janúar og aftur í byrjun febrúar í kjölfar ábendingar frá Embætti landlæknis. Hjalti Andrason hjá MAST segir mikilvægt að bregðast hratt við í slíkum aðstæðum. „Í þessu tilfelli koma niðurstöðurnar til okkar kl. 11 um morguninn 4. febrúar. Við upplýsum fyrirtækið kl. 12 um jákvæða greiningu listeríu í vörum fyrirtækisins og mjög háa greiningu í graflaxi en lággildi í birkireyktum afurðum. Í þessu tilfelli var farið fram á innköllun í ljósi alvarleika málsins. Fyrirtækið brást ekki við með innköllun,“ segir Hjalti. „Daginn eftir var ljóst að fyrirtækið ætlaði ekki að innkalla, þá sendum við fyrirtækinu stjórnvaldsákvörðun og því var veittur stuttur andmælafrestur. Fyrirtækið féllst á að innkalla vörur af markaði en í okkar eftirlitsskýrslu segir að það sé alvarlegt frávik þar sem þeir innkölluðu bara graflax.“Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/BaldurSamkvæmt matvælalögum er MAST heimilt að stöðva starfsemi að hluta eða í heild ef rökstuddur grunur er um að matvæli séu heilsuspillandi, óhæf til neyslu eða valdi tjóni á öðrum hagsmunum. Ef stjórnendur fyrirtækisins sem um ræðir sinna ekki fyrirmælum innan tiltekins frests getur MAST beitt dagsektum. „Ef það er tilefni til innköllunar þá verður það að gerast hratt til að tryggja öryggi neytenda. Þarna hefði átt að innkalla strax 4. febrúar, en við þurftum að beita stjórnvaldsákvörðun, þess vegna var ekki farið í innköllun fyrr en tveimur dögum síðar,“ segir Hjalti. Ekki var farið í allsherjarinnköllun fyrr en 14. febrúar. „Graflaxinn greindist með 600 frumur á hvert gramm, en önnur af birkireyktu vörunum greindist með 10 frumur á gramm. Þannig að við lögðum langmesta áherslu á innköllun á graflaxinum, en engu að síður fórum við fram á að allar vörur yrðu innkallaðar. Fyrirtækið óskaði eftir fresti til að kanna betur vörurnar þar sem listería greindist í minni mæli.“ Starfsstöð Ópals sjávarfangs var hreinsuð og ný sýni tekin í kjölfarið. 19. febrúar samþykkti MAST dreifingu á vörum fyrirtækisins. Þórólfur segir að mögulega sé einhver aukning á listeríusmitum þegar litið er til lengri tíma. „Bæði með fjölgun einstaklinga með ónæmisbælandi sjúkdóma, einnig notkun á ónæmisbælandi lyfjum. Fólk gæti líka verið að borða meira hrámeti, til dæmis sushi eða hrátt kjöt.“ Lítið sé hægt að gera þegar kemur að því að vernda eldra fólk sem er með ónæmisbælingu fyrir utan að vara það við hættunni, þeir einstaklingar séu þó einnig í hættu þegar komi að öðrum sýkingum. Þórólfur bendir á að sýklar séu úti um allt. „Án sýkla værum við ekki lifandi, en það eru vissulega sýklar sem eru óæskilegir og valda svona alvarlegum sýkingum. Við megum samt ekki deyja úr sýklahræðslu.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Almennt þarf hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríu Sóttvarnalæknir segir að almennt þurfi hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríusmiti en þungaðar konur og fólk með ónæmisbælandi sjúkdóma þurfi að huga að mataræði sínu. 24. apríl 2019 19:00 Fjölgun listeríusýkinga Listeríusýkingum hefur fjölgað undanfarna áratugi hér á landi en kona á fimmtugsaldri lést eftir að hafa borða sýktan lax um síðustu jól. Bakterían veldur nánast aldrei sjúkdómi hjá fullfrísku ungu fólki. Hár aldur, mikil áfengisneysla og skerðing á ónæmiskerfi auka mikið líkur á sýkingu. 24. apríl 2019 12:15 Ópal segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða um listeríusmit lá fyrir Matvælaframleiðandinn Ópal sjávarfang segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða úr ræktun sýna vegna listeríusmits hafi legið fyrir, andstætt því sem gögn Matvælastofnunar sýna. 25. apríl 2019 19:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Almennt þarf hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríu Sóttvarnalæknir segir að almennt þurfi hraust fólk ekki að hafa áhyggjur af listeríusmiti en þungaðar konur og fólk með ónæmisbælandi sjúkdóma þurfi að huga að mataræði sínu. 24. apríl 2019 19:00
Fjölgun listeríusýkinga Listeríusýkingum hefur fjölgað undanfarna áratugi hér á landi en kona á fimmtugsaldri lést eftir að hafa borða sýktan lax um síðustu jól. Bakterían veldur nánast aldrei sjúkdómi hjá fullfrísku ungu fólki. Hár aldur, mikil áfengisneysla og skerðing á ónæmiskerfi auka mikið líkur á sýkingu. 24. apríl 2019 12:15
Ópal segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða um listeríusmit lá fyrir Matvælaframleiðandinn Ópal sjávarfang segist hafa innkallað graflax um leið og niðurstaða úr ræktun sýna vegna listeríusmits hafi legið fyrir, andstætt því sem gögn Matvælastofnunar sýna. 25. apríl 2019 19:00