Arna Diljá S. Guðmundsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri hjá hjá Tryggja ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Þar segir að Arna hafi víðtæka reynslu af störfum innan fjármálageirans í verkefnastjórnun og ráðgjöf. Hún hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Inkasso en áður starfaði hún sem ráðgjafi á upplýsingatæknisviði Deloitte.
Arna Diljá er viðskiptafræðingur BSC að mennt frá Háskóla Íslands. Hún hefur sérhæft sig í í ráðgjöf í stafrænum umbreytingum fyrirtækja, fjármálagreiningu, hugbúnaðarþróun, bókhaldi og akademískum rannsóknum.
Þá vann hún rannsóknarverkefni um gæði reikningsskila, forsendur gæða endurskoðunar og ný alþjóðleg viðmið sem byggja á reynslunni af fjármálakreppunni. Rannsóknir tóku á gæðum reikningsskila og forsendur endurskoðunar.
Arna kemur til með að leiða stafræn reikningsskil og vátryggingaútgáfu Tryggja ehf., með áherslu á umhverfisvæna fjárstýringu.
Nýr fjármálastjóri hjá Tryggja
