Rami Malek verður næsti Bond þorparinn Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2019 16:21 Rami Malek mun fara með hlutverk þorparans í nýjustu James Bond kvikmyndinni. Getty/Jemal Countess Óskarsverðlaunahafinn Rami Malek mun fara með hlutverk þorparans í næstu kvikmynd um leyniþjónustumanninn James Bond, sem mun vera 25. James Bond myndin sem gerð verður. Enn er ekki komið nafn á kvikmyndina. Myndin mun koma út í apríl 2020 en hún verður síðasta James Bond kvikmyndin þar sem Daniel Craig mun fara með hlutverk útsendarans 007. Hann hefur leikið Bond síðan 2006 þegar hann fór með hlutverk Bond í myndinni Casino Royale. Nokkuð kemur á óvart að Craig muni fara með hlutverk leyniþjónustumannsins, en hann lýsti því yfir eftir að síðasta mynd kom út, sem ber nafnið Spectre, að hann myndi frekar skera sig á púls en leika Bond að nýju. Meðal þeirra sem leika munu í myndinni eru nokkur kunnugleg andlit úr fyrri Bond myndum, en þar munu Ralph Fiennes og Ben Whishaw leika M og Q áfram, auk leikkonunnar Naomie Harris sem áfram mun fara með hlutverk Moneypenny. Sama á við um yfirmann MI6 leyniþjónustunnar, en með hlutverk hans fer Bill Tanner. Franska leikkonan Lea Seydoux mun endurvekja hlutverk sitt sem Madeileine Swann, en hún var kvenhetjan í Spectre. Meðal nýrra leikara verða breska leikkonan Lashana Lynch, bandaríski leikarinn Billy Magnussen og kúbanska leikkonan Ana de Armas. Phoebe Waller-Bridge, sem skrifaði handritið fyrir þættina Killing Eve, verður önnur kvenna sem skrifa mun handrit fyrir James Bond kvikmynd, en aðeins ein kona hefur hlotið það hlutverk áður. Sú sem áður hefur skrifað handrit fyrir leyniþjónustumanninn er Johanna Harwood, sem vann að handritunum fyrir Dr. No og From Russia With Love. Bíó og sjónvarp James Bond Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunahafinn Rami Malek mun fara með hlutverk þorparans í næstu kvikmynd um leyniþjónustumanninn James Bond, sem mun vera 25. James Bond myndin sem gerð verður. Enn er ekki komið nafn á kvikmyndina. Myndin mun koma út í apríl 2020 en hún verður síðasta James Bond kvikmyndin þar sem Daniel Craig mun fara með hlutverk útsendarans 007. Hann hefur leikið Bond síðan 2006 þegar hann fór með hlutverk Bond í myndinni Casino Royale. Nokkuð kemur á óvart að Craig muni fara með hlutverk leyniþjónustumannsins, en hann lýsti því yfir eftir að síðasta mynd kom út, sem ber nafnið Spectre, að hann myndi frekar skera sig á púls en leika Bond að nýju. Meðal þeirra sem leika munu í myndinni eru nokkur kunnugleg andlit úr fyrri Bond myndum, en þar munu Ralph Fiennes og Ben Whishaw leika M og Q áfram, auk leikkonunnar Naomie Harris sem áfram mun fara með hlutverk Moneypenny. Sama á við um yfirmann MI6 leyniþjónustunnar, en með hlutverk hans fer Bill Tanner. Franska leikkonan Lea Seydoux mun endurvekja hlutverk sitt sem Madeileine Swann, en hún var kvenhetjan í Spectre. Meðal nýrra leikara verða breska leikkonan Lashana Lynch, bandaríski leikarinn Billy Magnussen og kúbanska leikkonan Ana de Armas. Phoebe Waller-Bridge, sem skrifaði handritið fyrir þættina Killing Eve, verður önnur kvenna sem skrifa mun handrit fyrir James Bond kvikmynd, en aðeins ein kona hefur hlotið það hlutverk áður. Sú sem áður hefur skrifað handrit fyrir leyniþjónustumanninn er Johanna Harwood, sem vann að handritunum fyrir Dr. No og From Russia With Love.
Bíó og sjónvarp James Bond Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein