Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur Sylvía Hall skrifar 25. apríl 2019 14:44 Ekki er staðfest hvenær Boeing 737 vélarnar verða teknar aftur í notkun en miðað er við að þær verði teknar í notkun 16. júní. Vísir/Vilhelm Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna tjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8 en ekki hefur verið höfðað formlegt skaðabótamál. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. Í samtali fréttastofu við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, segir Bogi að félagið hafi rætt við Boeing um áætlanir þeirra um að sækja skaðabætur vegna gallans og þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar vélanna en þegar allar þotur af gerðinni 737 MAX 8 voru kyrrsettar hafði Icelandair tekið við þremur slíkum þotum og átti von á sex til viðbótar. Aðspurður segir Bogi að vel sé haldið utan um það hvert ætlað tjón sé en hann geti ekki tjáð sig um þær fjárhæðir á þessu stigi. Þoturnar voru kyrrsettar eftir að tvær vélar af sömu gerð fórust með aðeins fimm mánaða millibili, fyrst vél Lion Air í Indónesíu í október í fyrra og síðar vél Ethiopian Airlines í mars. Alls fórust 346 manns í slysunum. Bogi Nils segir Icelandair vera búið að stilla leiðakerfið af miðað við að MAX-vélarnar verði aftur teknar í notkun þann 16. júní en gangi það ekki eftir er félagið í sambandi bæði við Boeing og flugmálayfirvöld svo hægt verði að bregðast við ef breyta þurfi forsendum. Það geti brugðið til beggja vona en ekki liggur fyrir hversu lengi MAX-vélarnar verða kyrrsettar. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair fellir niður um hundrað ferðir og tekur þriðju vélina á leigu Icelandair hyggst fjölga ferðum sínum til Suður-Evrópu vegna breytinga á samkeppnisumhverfinu. 10. apríl 2019 08:49 Icelandair áætlar hvenær MAX flugvélarnar verða flughæfar Icelandair fellir niður hundrað flugferðir til nokkurra áfangastaða sinna frá byrjun apríl fram í miðjan júní vegna tafa á lofthæfi Boeing Max flugvélanna. 10. apríl 2019 15:24 Mikill fjöldi flugmanna Icelandair í óvæntu vorfríi Fjöldi flugmanna Icelandair hefur verið aðgerðarlaus síðan flugfélagið tók þá ákvörðun að kyrrsetja allar Being 737 MAX 8 flugvélar sínar þann 12. mars. Ekkert liggur fyrir um hvenær vélarnar verða teknar aftur í notkun. 9. apríl 2019 09:00 Óljóst hvernig Boeing hyggst bæta tjónið Sérfræðingar telja líklegt að framleiðandinn þurfi að greiða mismuninn á rekstrarkostnaði vegna flugvéla og leigu á nýjum eftir kyrrsetningu 737 MAX 8. 10. apríl 2019 08:30 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Icelandair hefur rætt við Boeing um skaðabætur vegna tjóns sem félagið hefur orðið fyrir vegna stýrikerfisgalla í Boeing 737 MAX 8 en ekki hefur verið höfðað formlegt skaðabótamál. Flugfélagið hefur keypt níu slíkar þotur frá Boeing en þær eru kyrrsettar sem stendur. Í samtali fréttastofu við Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, segir Bogi að félagið hafi rætt við Boeing um áætlanir þeirra um að sækja skaðabætur vegna gallans og þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar vélanna en þegar allar þotur af gerðinni 737 MAX 8 voru kyrrsettar hafði Icelandair tekið við þremur slíkum þotum og átti von á sex til viðbótar. Aðspurður segir Bogi að vel sé haldið utan um það hvert ætlað tjón sé en hann geti ekki tjáð sig um þær fjárhæðir á þessu stigi. Þoturnar voru kyrrsettar eftir að tvær vélar af sömu gerð fórust með aðeins fimm mánaða millibili, fyrst vél Lion Air í Indónesíu í október í fyrra og síðar vél Ethiopian Airlines í mars. Alls fórust 346 manns í slysunum. Bogi Nils segir Icelandair vera búið að stilla leiðakerfið af miðað við að MAX-vélarnar verði aftur teknar í notkun þann 16. júní en gangi það ekki eftir er félagið í sambandi bæði við Boeing og flugmálayfirvöld svo hægt verði að bregðast við ef breyta þurfi forsendum. Það geti brugðið til beggja vona en ekki liggur fyrir hversu lengi MAX-vélarnar verða kyrrsettar.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair fellir niður um hundrað ferðir og tekur þriðju vélina á leigu Icelandair hyggst fjölga ferðum sínum til Suður-Evrópu vegna breytinga á samkeppnisumhverfinu. 10. apríl 2019 08:49 Icelandair áætlar hvenær MAX flugvélarnar verða flughæfar Icelandair fellir niður hundrað flugferðir til nokkurra áfangastaða sinna frá byrjun apríl fram í miðjan júní vegna tafa á lofthæfi Boeing Max flugvélanna. 10. apríl 2019 15:24 Mikill fjöldi flugmanna Icelandair í óvæntu vorfríi Fjöldi flugmanna Icelandair hefur verið aðgerðarlaus síðan flugfélagið tók þá ákvörðun að kyrrsetja allar Being 737 MAX 8 flugvélar sínar þann 12. mars. Ekkert liggur fyrir um hvenær vélarnar verða teknar aftur í notkun. 9. apríl 2019 09:00 Óljóst hvernig Boeing hyggst bæta tjónið Sérfræðingar telja líklegt að framleiðandinn þurfi að greiða mismuninn á rekstrarkostnaði vegna flugvéla og leigu á nýjum eftir kyrrsetningu 737 MAX 8. 10. apríl 2019 08:30 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Icelandair fellir niður um hundrað ferðir og tekur þriðju vélina á leigu Icelandair hyggst fjölga ferðum sínum til Suður-Evrópu vegna breytinga á samkeppnisumhverfinu. 10. apríl 2019 08:49
Icelandair áætlar hvenær MAX flugvélarnar verða flughæfar Icelandair fellir niður hundrað flugferðir til nokkurra áfangastaða sinna frá byrjun apríl fram í miðjan júní vegna tafa á lofthæfi Boeing Max flugvélanna. 10. apríl 2019 15:24
Mikill fjöldi flugmanna Icelandair í óvæntu vorfríi Fjöldi flugmanna Icelandair hefur verið aðgerðarlaus síðan flugfélagið tók þá ákvörðun að kyrrsetja allar Being 737 MAX 8 flugvélar sínar þann 12. mars. Ekkert liggur fyrir um hvenær vélarnar verða teknar aftur í notkun. 9. apríl 2019 09:00
Óljóst hvernig Boeing hyggst bæta tjónið Sérfræðingar telja líklegt að framleiðandinn þurfi að greiða mismuninn á rekstrarkostnaði vegna flugvéla og leigu á nýjum eftir kyrrsetningu 737 MAX 8. 10. apríl 2019 08:30