Mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. apríl 2019 10:00 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. „Ég held að þetta sé mjög mikið styrkleikamerki fyrir félagið að fá inn svona sjóð sem fjárfesti,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Hluthafafundur samþykkti í gær rúmlega 5,6 milljarða hlutafjáraukningu í tengslum við kaup bandaríska fjárfestasjóðsins PAR Capital á um 11 prósenta hlut í félaginu. „Við teljum að langtímahorfur félagsins séu mjög sterkar og líka Íslands sem ferðamannalands.“ Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. „Það er mjög gott fyrir hluthafahópinn að fá þessa reynslu og þekkingu inn. Við erum mjög ánægð með þetta. Þetta var samþykkt einróma á fundinum,“ segir Bogi Nils. Hann segir að Icelandair hafi verið í samskiptum við aðila frá sjóðnum í nokkur ár og átt fundi þar sem farið var yfir stöðuna. „Svo gerðist þetta í rauninni mjög hratt í byrjun apríl að gengið var frá þessum samningi sem hluthafar hafa svo samþykkt nú.“ Félagið hafi verið að leitast við að styrkja efnahagsreikninginn svo það sé betur í stakk búið til að vaxa og dafna. „Við vitum að flugrekstur er sveiflukenndur og við þurfum að stilla efnahagsreikninginn miðað við það.“ Þrátt fyrir að PAR Capital sé ekki þekkt fyrir að koma inn í félög og sitja með hendur í skauti býst Bogi Nils ekki við miklum breytingum fyrst um sinn. „Þeim líst vel á félagið og ég held það verði ekki miklar áherslubreytingar til að byrja með.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Segir framgöngu Isavia geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands Forstjóri Icelandair Group segir framgöngu Isavia í máli Air Lease Corporation geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands. Hún gæti haft neikvæð áhrif á fjármunakjör Icelandair til framtíðar. 20. apríl 2019 19:00 Mest lesið Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Sjá meira
„Ég held að þetta sé mjög mikið styrkleikamerki fyrir félagið að fá inn svona sjóð sem fjárfesti,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Hluthafafundur samþykkti í gær rúmlega 5,6 milljarða hlutafjáraukningu í tengslum við kaup bandaríska fjárfestasjóðsins PAR Capital á um 11 prósenta hlut í félaginu. „Við teljum að langtímahorfur félagsins séu mjög sterkar og líka Íslands sem ferðamannalands.“ Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. „Það er mjög gott fyrir hluthafahópinn að fá þessa reynslu og þekkingu inn. Við erum mjög ánægð með þetta. Þetta var samþykkt einróma á fundinum,“ segir Bogi Nils. Hann segir að Icelandair hafi verið í samskiptum við aðila frá sjóðnum í nokkur ár og átt fundi þar sem farið var yfir stöðuna. „Svo gerðist þetta í rauninni mjög hratt í byrjun apríl að gengið var frá þessum samningi sem hluthafar hafa svo samþykkt nú.“ Félagið hafi verið að leitast við að styrkja efnahagsreikninginn svo það sé betur í stakk búið til að vaxa og dafna. „Við vitum að flugrekstur er sveiflukenndur og við þurfum að stilla efnahagsreikninginn miðað við það.“ Þrátt fyrir að PAR Capital sé ekki þekkt fyrir að koma inn í félög og sitja með hendur í skauti býst Bogi Nils ekki við miklum breytingum fyrst um sinn. „Þeim líst vel á félagið og ég held það verði ekki miklar áherslubreytingar til að byrja með.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Segir framgöngu Isavia geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands Forstjóri Icelandair Group segir framgöngu Isavia í máli Air Lease Corporation geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands. Hún gæti haft neikvæð áhrif á fjármunakjör Icelandair til framtíðar. 20. apríl 2019 19:00 Mest lesið Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Sjá meira
Segir framgöngu Isavia geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands Forstjóri Icelandair Group segir framgöngu Isavia í máli Air Lease Corporation geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands. Hún gæti haft neikvæð áhrif á fjármunakjör Icelandair til framtíðar. 20. apríl 2019 19:00