Gefast upp vegna álags Ari Brynjólfsson skrifar 25. apríl 2019 02:00 Alls eru 2.100 sjúkraliðar starfandi á Íslandi í dag, samkvæmt spá Landlæknis frá árinu 2009 var gert ráð fyrir að þeir yrðu 2.800. Vísir/Vilhelm Mörg dæmi eru um að sjúkraliðar gefist upp vegna vinnuálags og hefur nýliðun í faginu ekki gengið eftir. Líkt og greint var frá í síðustu viku er alvarlegur skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum og hefur þurft að fresta aðgerðum vegna þess. Ástandið er einnig slæmt þegar kemur að sjúkraliðum og segir Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, að ef ekki verði að gert muni heilbrigðisþjónusta skerðast. Alls eru 2.100 sjúkraliðar starfandi á Íslandi í dag og er meðalaldurinn 47 ára. Samkvæmt mannaflaspá Embættis landlæknis frá árinu 2010 var gert ráð fyrir að þeir yrðu fleiri en 2.800 árið 2019. Er þá gert ráð fyrir 114 nýjum sjúkraliðum árlega til ársins 2030 en sú spá hefur ekki ræst til þessa. Aðeins um 60 af þeim sem útskrifast á hverju ári fara að starfa við fagið á sama tíma og 20 láta af störfum á ári sökum aldurs eða örorku. Það hefur leitt til þess að meirihluti þeirra sem starfa á öldrunarheimilum eru ófaglærðir. Sandra segir þörfina á sjúkraliðum ekki jafn sýnilega og þegar kemur að hjúkrunarfræðingum þar sem hjúkrunarfræðingar geti gengið í störf sjúkraliða en ekki öfugt. Ein birtingarmynd vandans er að skortur á sjúkraliðum eykur álagið á hjúkrunarfræðinga sem og annað samstarfsfólk. „Ef það er ekkert gert í málunum þá endar þetta með mjög skertri þjónustu og lélegri gæðum.“ Launin og starfsumhverfið eru það sem skiptir öllu í þessu samhengi. „Fólk sem er að vinna krefjandi og erfið störf, þar sem verið er að sinna sjúklingum á þeirra verstu tímum í lífinu, ræður yfirleitt ekki við að vinna í meira en 80 prósent hlutfalli í vaktavinnu, á meðan vinnuvikan er 40 klukkustundir. En vandinn er sá að enginn lifir á 80 prósent launum, þá fer fólk annað,“ segir Sandra. Hún hefur sjálf unnið nokkur tímabil í 100 prósent starfshlutfalli, hún segir það ekki ganga til langs tíma. „Það er ekkert heilbrigt við það að vinna á þrískiptum vökum í 100 prósent vinnu,“ segir Sandra. Sjúkraliðar hafa í langan tíma verið langstærsti hópurinn sem sótt hefur til VIRK endurhæfingarmiðstöðvar vegna alvarlegrar kulnunar í starfi. Hefur félagið tekið eftir fjölgun þeirra sem búnir eru með veikindaréttinn hjá vinnuveitanda og sækja um sjúkradagpeninga. Sandra segir það skjóta skökku við að þróunin sé á þessa leið á sama tíma og þörfin fyrir heilbrigðisþjónustu fer vaxandi. „Íslendingar lifa lengur og hópurinn sem þarf á þjónustunni að halda stækkar. Fólk er með fjölþætt vandamál sem kalla á flókin hjúkrunarverkefni og fagaðstoð. Það endar ekki vel þegar álagið eykst á sama tíma og stéttin er að gefast upp vegna vinnuálags. Þetta er samfélagslegt verkefni sem þarf að fara ofan í saumana á.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Mörg dæmi eru um að sjúkraliðar gefist upp vegna vinnuálags og hefur nýliðun í faginu ekki gengið eftir. Líkt og greint var frá í síðustu viku er alvarlegur skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum og hefur þurft að fresta aðgerðum vegna þess. Ástandið er einnig slæmt þegar kemur að sjúkraliðum og segir Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, að ef ekki verði að gert muni heilbrigðisþjónusta skerðast. Alls eru 2.100 sjúkraliðar starfandi á Íslandi í dag og er meðalaldurinn 47 ára. Samkvæmt mannaflaspá Embættis landlæknis frá árinu 2010 var gert ráð fyrir að þeir yrðu fleiri en 2.800 árið 2019. Er þá gert ráð fyrir 114 nýjum sjúkraliðum árlega til ársins 2030 en sú spá hefur ekki ræst til þessa. Aðeins um 60 af þeim sem útskrifast á hverju ári fara að starfa við fagið á sama tíma og 20 láta af störfum á ári sökum aldurs eða örorku. Það hefur leitt til þess að meirihluti þeirra sem starfa á öldrunarheimilum eru ófaglærðir. Sandra segir þörfina á sjúkraliðum ekki jafn sýnilega og þegar kemur að hjúkrunarfræðingum þar sem hjúkrunarfræðingar geti gengið í störf sjúkraliða en ekki öfugt. Ein birtingarmynd vandans er að skortur á sjúkraliðum eykur álagið á hjúkrunarfræðinga sem og annað samstarfsfólk. „Ef það er ekkert gert í málunum þá endar þetta með mjög skertri þjónustu og lélegri gæðum.“ Launin og starfsumhverfið eru það sem skiptir öllu í þessu samhengi. „Fólk sem er að vinna krefjandi og erfið störf, þar sem verið er að sinna sjúklingum á þeirra verstu tímum í lífinu, ræður yfirleitt ekki við að vinna í meira en 80 prósent hlutfalli í vaktavinnu, á meðan vinnuvikan er 40 klukkustundir. En vandinn er sá að enginn lifir á 80 prósent launum, þá fer fólk annað,“ segir Sandra. Hún hefur sjálf unnið nokkur tímabil í 100 prósent starfshlutfalli, hún segir það ekki ganga til langs tíma. „Það er ekkert heilbrigt við það að vinna á þrískiptum vökum í 100 prósent vinnu,“ segir Sandra. Sjúkraliðar hafa í langan tíma verið langstærsti hópurinn sem sótt hefur til VIRK endurhæfingarmiðstöðvar vegna alvarlegrar kulnunar í starfi. Hefur félagið tekið eftir fjölgun þeirra sem búnir eru með veikindaréttinn hjá vinnuveitanda og sækja um sjúkradagpeninga. Sandra segir það skjóta skökku við að þróunin sé á þessa leið á sama tíma og þörfin fyrir heilbrigðisþjónustu fer vaxandi. „Íslendingar lifa lengur og hópurinn sem þarf á þjónustunni að halda stækkar. Fólk er með fjölþætt vandamál sem kalla á flókin hjúkrunarverkefni og fagaðstoð. Það endar ekki vel þegar álagið eykst á sama tíma og stéttin er að gefast upp vegna vinnuálags. Þetta er samfélagslegt verkefni sem þarf að fara ofan í saumana á.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira