Dagur umhverfisins Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 25. apríl 2019 10:00 Gleðilegt sumar! Dag umhverfisins ber að þessu sinni upp á sumardaginn fyrsta. Þannig rennur saman fögnuður yfir björtum sumarkvöldum og umhverfismálum sem varða framtíð okkar allra. Þennan dag árið 1762 fæddist Sveinn Pálsson en hann var fyrstur Íslendinga til að nema náttúruvísindi og orðaði meðal annars þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun. Loftslagsmál og náttúruvernd Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er nú unnið hörðum höndum að aðgerðum vegna loftslagsbreytinga. Meðal annars hefur verið unnið að mikilvægum breytingum á loftslagslögum og nýlega var Loftslagsstefna Stjórnarráðsins kynnt en hún mun hafa margfeldisáhrif út í samfélagið. Fleiri verkefni verða kynnt í vor. Sérstakt átak um friðlýsingar er í fullum gangi en eitt af mínum fyrstu verkum sem ráðherra var að koma á fót teymi milli umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Umhverfisstofnunar sem vinnur nú að því að friðlýsa svæði sem eru í verndarflokki rammaáætlunar, svæði á eldri náttúruverndaráætlunum og svæði sem eru undir álagi ferðamanna. Á sama tíma vinnur þverpólitísk nefnd með fulltrúum allra flokka að undirbúningi að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, í samræmi við stjórnarsáttmálann. Einnig er unnið jafnt og þétt að mikilli uppbyggingu innviða til verndar náttúru landsins og menningarsögulegum minjum vítt og breitt um landið. Nýlega var kynnt um úthlutun úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verkefna á yfir 100 stöðum um allt land og þau tímamót hafa orðið að stóraukin áhersla er lögð á landvörslu. Margt annað gleðilegt má nefna á Degi umhverfisins: Ríkisstjórnin hefur samþykkt að Ísland fullgildi Landslagssamning Evrópu; barátta gegn plastmengun, neyslu og sóun hefur verið tekin föstum tökum; og ný heildarlög um skipulag haf- og strandsvæða, landgræðslu og skógrækt munu marka vatnaskil. Það er einstakt að finna þann mikla áhuga sem er á umhverfismálum í samfélaginu. Við í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu óskum landsmönnum öllum innilega til hamingju með daginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Gleðilegt sumar! Dag umhverfisins ber að þessu sinni upp á sumardaginn fyrsta. Þannig rennur saman fögnuður yfir björtum sumarkvöldum og umhverfismálum sem varða framtíð okkar allra. Þennan dag árið 1762 fæddist Sveinn Pálsson en hann var fyrstur Íslendinga til að nema náttúruvísindi og orðaði meðal annars þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun. Loftslagsmál og náttúruvernd Í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu er nú unnið hörðum höndum að aðgerðum vegna loftslagsbreytinga. Meðal annars hefur verið unnið að mikilvægum breytingum á loftslagslögum og nýlega var Loftslagsstefna Stjórnarráðsins kynnt en hún mun hafa margfeldisáhrif út í samfélagið. Fleiri verkefni verða kynnt í vor. Sérstakt átak um friðlýsingar er í fullum gangi en eitt af mínum fyrstu verkum sem ráðherra var að koma á fót teymi milli umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Umhverfisstofnunar sem vinnur nú að því að friðlýsa svæði sem eru í verndarflokki rammaáætlunar, svæði á eldri náttúruverndaráætlunum og svæði sem eru undir álagi ferðamanna. Á sama tíma vinnur þverpólitísk nefnd með fulltrúum allra flokka að undirbúningi að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, í samræmi við stjórnarsáttmálann. Einnig er unnið jafnt og þétt að mikilli uppbyggingu innviða til verndar náttúru landsins og menningarsögulegum minjum vítt og breitt um landið. Nýlega var kynnt um úthlutun úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verkefna á yfir 100 stöðum um allt land og þau tímamót hafa orðið að stóraukin áhersla er lögð á landvörslu. Margt annað gleðilegt má nefna á Degi umhverfisins: Ríkisstjórnin hefur samþykkt að Ísland fullgildi Landslagssamning Evrópu; barátta gegn plastmengun, neyslu og sóun hefur verið tekin föstum tökum; og ný heildarlög um skipulag haf- og strandsvæða, landgræðslu og skógrækt munu marka vatnaskil. Það er einstakt að finna þann mikla áhuga sem er á umhverfismálum í samfélaginu. Við í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu óskum landsmönnum öllum innilega til hamingju með daginn.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun