Andlát: Jensína Andrésdóttir Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2019 18:44 Jensína Andrésdóttir fæddist 10. nóvember árið 1909, fyrir rúmum 109 árum. Vísir Jensína Andrésdóttir, búsett á Hrafnistu í Reykjavík, lést á skírdag þann 18. apríl síðastliðinn. Hún var 109 ára og 159 daga gömul þegar hún lést en í upphafi árs varð hún elst allra sem hafa átt heima hér á landi. Greint er frá andláti hennar á Facebook-síðu Langlífis þar sem jafnframt segir að Jensína hafi verið í fimmta eða sjötta sæti yfir elstu íbúa á Norðurlöndum. Jensína var fædd 10. nóvember 1909 á Þórisstöðum við Þorskafjörð í Austur-Barðastrandarsýslu, tólfta af fimmtán börnum Andrésar Sigurðssonar bónda og Guðrúnar Sigríðar Jónsdóttur. Hún var vinnukona á Vestfjörðum en flutti til Reykjavíkur fyrir miðja síðustu öld og vann meðal annars við ræstingar. Jensína var á Hrafnistu í rúma tvo áratugi. Fréttastofa Stöðvar 2 tók hús á Jensínu í nóvember síðastliðnum þegar 109 ára afmæli hennar var fagnað. Heimsóknina má nálgast hér að neðan en rætt var við aðstandendur Jensínu, sem segja meðal annars að hún nær alfarið unnið þjónustustörf meðan hún gat. „Hún skúraði á læknastofum, þreif heimili hjá bankastjórum og læknum. Hún var mjög dugleg og vann mikið,“ sögðu Sigurdís og Lydía, ættingjar Jensínu. Jensína var aldrei við karlmann kennd og eignaðist hún ekki börn. Þess í stað varði hún miklum tíma með börnum systkina sinna en að sögn þeirra reyndist Jensína þeim vel. „Rétt eins og fólkið hér á Hrafnistu segir þá er hún Jensína yndisleg kona og hefur alltaf verið. Ég get ekki sagt annað, hún hefur alltaf verið svo góð við mig,“ sögðu Sigurdís og Lydía. Dóra Ólafsdóttir í Kópavogi er elsti núlifandi Íslendingurinn en hún varð 106 ára í júlí í fyrra. Guðríður Guðmundsdóttir er næstelst, 104 ára, og Lárus Sigfússon er í þriðja sæti og jafnframt elstur karlmanna, 104 ára. Andlát Reykjavík Tengdar fréttir Elsti núlifandi Íslendingurinn 109 ára í dag Blásið var til afmælis á Hrafnistu í dag þegar elsti núlifandi Íslendingurinn varð 109 ára. Ættingjar hennar þakka göngutúrum háum aldri og því að hún hafi aldrei verið við karlmann kennd. 10. nóvember 2018 19:45 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Jensína Andrésdóttir, búsett á Hrafnistu í Reykjavík, lést á skírdag þann 18. apríl síðastliðinn. Hún var 109 ára og 159 daga gömul þegar hún lést en í upphafi árs varð hún elst allra sem hafa átt heima hér á landi. Greint er frá andláti hennar á Facebook-síðu Langlífis þar sem jafnframt segir að Jensína hafi verið í fimmta eða sjötta sæti yfir elstu íbúa á Norðurlöndum. Jensína var fædd 10. nóvember 1909 á Þórisstöðum við Þorskafjörð í Austur-Barðastrandarsýslu, tólfta af fimmtán börnum Andrésar Sigurðssonar bónda og Guðrúnar Sigríðar Jónsdóttur. Hún var vinnukona á Vestfjörðum en flutti til Reykjavíkur fyrir miðja síðustu öld og vann meðal annars við ræstingar. Jensína var á Hrafnistu í rúma tvo áratugi. Fréttastofa Stöðvar 2 tók hús á Jensínu í nóvember síðastliðnum þegar 109 ára afmæli hennar var fagnað. Heimsóknina má nálgast hér að neðan en rætt var við aðstandendur Jensínu, sem segja meðal annars að hún nær alfarið unnið þjónustustörf meðan hún gat. „Hún skúraði á læknastofum, þreif heimili hjá bankastjórum og læknum. Hún var mjög dugleg og vann mikið,“ sögðu Sigurdís og Lydía, ættingjar Jensínu. Jensína var aldrei við karlmann kennd og eignaðist hún ekki börn. Þess í stað varði hún miklum tíma með börnum systkina sinna en að sögn þeirra reyndist Jensína þeim vel. „Rétt eins og fólkið hér á Hrafnistu segir þá er hún Jensína yndisleg kona og hefur alltaf verið. Ég get ekki sagt annað, hún hefur alltaf verið svo góð við mig,“ sögðu Sigurdís og Lydía. Dóra Ólafsdóttir í Kópavogi er elsti núlifandi Íslendingurinn en hún varð 106 ára í júlí í fyrra. Guðríður Guðmundsdóttir er næstelst, 104 ára, og Lárus Sigfússon er í þriðja sæti og jafnframt elstur karlmanna, 104 ára.
Andlát Reykjavík Tengdar fréttir Elsti núlifandi Íslendingurinn 109 ára í dag Blásið var til afmælis á Hrafnistu í dag þegar elsti núlifandi Íslendingurinn varð 109 ára. Ættingjar hennar þakka göngutúrum háum aldri og því að hún hafi aldrei verið við karlmann kennd. 10. nóvember 2018 19:45 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Elsti núlifandi Íslendingurinn 109 ára í dag Blásið var til afmælis á Hrafnistu í dag þegar elsti núlifandi Íslendingurinn varð 109 ára. Ættingjar hennar þakka göngutúrum háum aldri og því að hún hafi aldrei verið við karlmann kennd. 10. nóvember 2018 19:45