Kínverskur meistaranemi fær viðurkenningu fyrir afburða námsárangur í íslensku Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. apríl 2019 19:15 Kínverskur meistaranemi í íslenskum bókmenntum hefur á örfáum árum náð svo góðum tökum á íslensku að hann hlaut í dag viðurkenningu fyrir afburða árangur í námi. Hann hefur tekið upp nafnið Halldór og þýtt fjölda íslenskra skáldverka á kínversku. Vinafélag Árnastofnunar veitti í dag í fyrsta skipti tveimur afburðanemendum í íslenskum fræðum viðurkenningar fyrir árangur í námi og vill þannig undirstrika mikilvægi þess að nám í íslenskum fræðum sé eftirsóknavert og rannsóknir nauðsynlegar. Ásbjörg Benediktsdóttir hlaut verðlaun fyrir árangur í íslenskri málfræði og hinn kínverski Halldór Xinyu Zhang sem hefur búið hér á landi í fjögur ár fyrir námsárangur í íslenskum bókmenntum. Hann segir að rekja megi áhuga sinn á íslensku til margra hluta. „Ég hef fyrst og fremst áhuga á menningu, tungumálum og bókmenntum og íslensk menning og bókmenntir eru hluti af margslunginni menningu heimsins,“ segir Halldór. Hann byrjaði að læra íslensku í háskólanámi í Peking þar sem tveir kennarar kenndu tungumálið annar íslenskur og hinn kínverskur. Eftir það ákvað hann að koma hingað til lands og læra meira. Kristján Kristjánsson formaður Vinafélags Árnastofnunar segir skemmtilegt að hafa getað veitt námsmanni sem kemur alla leið frá Kína viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í íslensku. „Hann byrjar að læra íslensku sem annað tungumál fer síðan í bókmenntir sem er mjög flókið á öðru tungumáli og síðan nær hann þessum afburða árangri,“ segir Kristján. Og Halldór sem stefnir á doktorsnám í íslensku er þakklátur fyrir viðurkenninguna í dag. „Ég bjóst nú ekki við þessari viðurkenningu en ég er bara mjög þakklátur og segi bara takk,“ segir Halldór að lokum. Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Kínverskur meistaranemi í íslenskum bókmenntum hefur á örfáum árum náð svo góðum tökum á íslensku að hann hlaut í dag viðurkenningu fyrir afburða árangur í námi. Hann hefur tekið upp nafnið Halldór og þýtt fjölda íslenskra skáldverka á kínversku. Vinafélag Árnastofnunar veitti í dag í fyrsta skipti tveimur afburðanemendum í íslenskum fræðum viðurkenningar fyrir árangur í námi og vill þannig undirstrika mikilvægi þess að nám í íslenskum fræðum sé eftirsóknavert og rannsóknir nauðsynlegar. Ásbjörg Benediktsdóttir hlaut verðlaun fyrir árangur í íslenskri málfræði og hinn kínverski Halldór Xinyu Zhang sem hefur búið hér á landi í fjögur ár fyrir námsárangur í íslenskum bókmenntum. Hann segir að rekja megi áhuga sinn á íslensku til margra hluta. „Ég hef fyrst og fremst áhuga á menningu, tungumálum og bókmenntum og íslensk menning og bókmenntir eru hluti af margslunginni menningu heimsins,“ segir Halldór. Hann byrjaði að læra íslensku í háskólanámi í Peking þar sem tveir kennarar kenndu tungumálið annar íslenskur og hinn kínverskur. Eftir það ákvað hann að koma hingað til lands og læra meira. Kristján Kristjánsson formaður Vinafélags Árnastofnunar segir skemmtilegt að hafa getað veitt námsmanni sem kemur alla leið frá Kína viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í íslensku. „Hann byrjar að læra íslensku sem annað tungumál fer síðan í bókmenntir sem er mjög flókið á öðru tungumáli og síðan nær hann þessum afburða árangri,“ segir Kristján. Og Halldór sem stefnir á doktorsnám í íslensku er þakklátur fyrir viðurkenninguna í dag. „Ég bjóst nú ekki við þessari viðurkenningu en ég er bara mjög þakklátur og segi bara takk,“ segir Halldór að lokum.
Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira