Valitor dæmt til að greiða 1,2 milljarða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. apríl 2019 16:12 Greiðslugáttin sem Wikileaks þáði styrki í gegnum var lokað fyrirvaralaust 8. júlí 2011, degi eftir opnun hennar. Fréttablaðið/Stefán Greiðslukortafyrirtækið Valitor hefur verið dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, samanlagt 1,2 milljarð króna í bætur vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks. Dómur var kveðinn upp á fjórða tímanum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þarf Valitor að greiða Sunshine Press 1140 milljónir króna og Datacell 60 milljónir króna. Dráttarvextir miðast við uppkvaðningu dóms til greiðsludags. Forsaga málsins er sú að í júní 2011 gerðu DataCell ehf. og Valitor með sér samning um greiðslugátt sem var hönnuð og sett upp af DataCell til að taka við kreditkortafærslum frá einstaklingum og fyrirtækjum til styrktar starfsemi Wikileaks í samræmi við samning Data Cell og rekstrarfélags Wikileaks. Byrjað var að taka við framlögum í gegnum greiðslugáttina 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor samningnum fyrirvaralaust. Hæstiréttur sló því föstu með dómi vorið 2013 að riftun samningsins væri ólögmæt. Síðan dómurinn féll hafa málaferli staðið um skaðabótakröfur vegna hinnar ólögmætu riftunar og hefur deilan einkum snúist um þær forsendur sem leggja eigi til grundvallar við mat á fjártjóni og þar með fjárhæð skaðabóta. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sunshine Press, segir í samtali við Vísi að um ákveðinn Salómonsdóm hafi verið að ræða. Farið hafi verið fram á hærri bætur, á áttunda milljarð króna, á sama tíma og Valitor hafi krafist sýknu. Dómurinn, sem var fjölskipaður, hafi farið bil beggja. Tveir dómarar dæmdu Datacell og Sunshine Press í hag en einn skilaði sératkvæði og vildi sýkna Valitor af kröfunni. Valitor er dótturfélag Arion banka sem er einn stærsti kröfuhafinn í þrotabú flugfélagsins WOW air. Arion banki barðist fyrir því að Sveinn Andri yrði settur af sem annar tveggja skiptastjóra þrotabús WOW air vegna deilna sinna við Valitor, fyrir hönd Datacell og Sunshine Press. Héraðsdómur féllst ekki á kröfu Arion banka og Þorsteinn Einarsson, hinn skiptastjórinn í bú WOW air, segist munu alfarið sjá um þau mál sem snúi að Arion banka við uppgjörið. Dómsmál Tengdar fréttir Sveinn Andri situr sem fastast sem skiptastjóri WOW Kröfu Arion banka um að hann víki hafnað. 12. apríl 2019 15:23 Landsréttur hafnar beiðni Valitor Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem beiðni Valitor um að dómkveðja nýja matsmenn í máli fyrirtækisins gegn Sunshine Press Productions (SPP) og Datacell var hafnað. 19. júlí 2018 10:36 Kröfu Datacell um kyrrsetningu á eignum Valitors hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) á eignum Valitors. 8. júní 2018 06:00 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Greiðslukortafyrirtækið Valitor hefur verið dæmt til að greiða Datacell og Sunshine Press, rekstrarfélagi Wikileaks, samanlagt 1,2 milljarð króna í bætur vegna ólögmætrar riftunar Valitors á samningi um greiðslugátt fyrir söfnunarfé til Wikileaks. Dómur var kveðinn upp á fjórða tímanum í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þarf Valitor að greiða Sunshine Press 1140 milljónir króna og Datacell 60 milljónir króna. Dráttarvextir miðast við uppkvaðningu dóms til greiðsludags. Forsaga málsins er sú að í júní 2011 gerðu DataCell ehf. og Valitor með sér samning um greiðslugátt sem var hönnuð og sett upp af DataCell til að taka við kreditkortafærslum frá einstaklingum og fyrirtækjum til styrktar starfsemi Wikileaks í samræmi við samning Data Cell og rekstrarfélags Wikileaks. Byrjað var að taka við framlögum í gegnum greiðslugáttina 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor samningnum fyrirvaralaust. Hæstiréttur sló því föstu með dómi vorið 2013 að riftun samningsins væri ólögmæt. Síðan dómurinn féll hafa málaferli staðið um skaðabótakröfur vegna hinnar ólögmætu riftunar og hefur deilan einkum snúist um þær forsendur sem leggja eigi til grundvallar við mat á fjártjóni og þar með fjárhæð skaðabóta. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sunshine Press, segir í samtali við Vísi að um ákveðinn Salómonsdóm hafi verið að ræða. Farið hafi verið fram á hærri bætur, á áttunda milljarð króna, á sama tíma og Valitor hafi krafist sýknu. Dómurinn, sem var fjölskipaður, hafi farið bil beggja. Tveir dómarar dæmdu Datacell og Sunshine Press í hag en einn skilaði sératkvæði og vildi sýkna Valitor af kröfunni. Valitor er dótturfélag Arion banka sem er einn stærsti kröfuhafinn í þrotabú flugfélagsins WOW air. Arion banki barðist fyrir því að Sveinn Andri yrði settur af sem annar tveggja skiptastjóra þrotabús WOW air vegna deilna sinna við Valitor, fyrir hönd Datacell og Sunshine Press. Héraðsdómur féllst ekki á kröfu Arion banka og Þorsteinn Einarsson, hinn skiptastjórinn í bú WOW air, segist munu alfarið sjá um þau mál sem snúi að Arion banka við uppgjörið.
Dómsmál Tengdar fréttir Sveinn Andri situr sem fastast sem skiptastjóri WOW Kröfu Arion banka um að hann víki hafnað. 12. apríl 2019 15:23 Landsréttur hafnar beiðni Valitor Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem beiðni Valitor um að dómkveðja nýja matsmenn í máli fyrirtækisins gegn Sunshine Press Productions (SPP) og Datacell var hafnað. 19. júlí 2018 10:36 Kröfu Datacell um kyrrsetningu á eignum Valitors hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) á eignum Valitors. 8. júní 2018 06:00 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Sveinn Andri situr sem fastast sem skiptastjóri WOW Kröfu Arion banka um að hann víki hafnað. 12. apríl 2019 15:23
Landsréttur hafnar beiðni Valitor Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem beiðni Valitor um að dómkveðja nýja matsmenn í máli fyrirtækisins gegn Sunshine Press Productions (SPP) og Datacell var hafnað. 19. júlí 2018 10:36
Kröfu Datacell um kyrrsetningu á eignum Valitors hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) á eignum Valitors. 8. júní 2018 06:00