Svana Helen Björnsdóttir, rafmagnsverkfræðingur og framkvæmdastjóri Stika, er nýr formaður Verkfræðingafélags Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en niðurstöður kosninga til stjórnar voru kynntar á aðalfundi félagsins þann 11. apríl.
Svana Helen tekur við formannsembættinu af Páli Gíslasyni sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Svana hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið í gegnum tíðina. Hún lauk Dipl.-Ing./M.Sc. prófi í raforkuverkfræði og er doktorsnemi í kerfisverkfræði við Háskólann í Reykjavík.
Þá hefur Svana setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja, samtaka og stofnana og hefur víðtæka reynslu af rekstri fyrirtækja. Hún hefur meðal annars verið formaður Samtaka iðnaðarins, formaður Samtaka sprotafyrirtækja, átt sæti í háskólaráði Háskólans í Reykjavík og situr í Vísinda- og tækniráði. Svana á ennfremur sæti á kirkjuþingi og í kirkjuráði íslensku þjóðkirkjunnar.
Félagsmenn í Verkfræðingafélagi Íslands eru 4300. Í því eru verkfræðingar og tæknifræðingar auk þess sem skrifstofa félagsins veitir Stéttarfélagi byggingarfræðinga og Stéttarfélagi tölvunarfræðinga þjónustu.
Auk formanns eru í stjórn Birkir Hrafn Jóakimsson, Hlín Benediktsdóttir, Jóhannes Benediktsson, Páll Á. Jónsson og varameðstjórnendurnir Guðrún A. Sævarsdóttir og Anna Beta Gísladóttir.
Svana nýr formaður Verkfræðingafélagsins
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“
Viðskipti innlent


Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju
Viðskipti innlent


Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar
Viðskipti innlent

Jón Guðni tekur við formennsku
Viðskipti innlent

KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti
Viðskipti innlent

Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út
Viðskipti innlent

Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti
Viðskipti innlent

Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera
Viðskipti erlent