Innlent

SA samþykkti kjarasamninga með 98% atkvæða

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, tekur í hönd Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, við undirritun kjarasamninga í byrjun apríl.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, tekur í hönd Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, við undirritun kjarasamninga í byrjun apríl. Vísir/vilhelm
Samtök atvinnulífsins hafa samþykkt kjarasamninga við verkafólk og verslunarmenn fyrir tímabilið 2019-2022 sem skrifað var undir 3. apríl. Samningarnir voru samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta, 98% greiddra atkvæða, í rafrænni atkvæðagreiðslu aðildarfyrirtækja samtakanna, að því er fram kemur í tilkynningu frá SA.

Í tilkynningu segir að atkvæðagreiðslan sé í samræmi við samþykktir samtakanna. Atkvæðagreiðslan hófst 16. apríl og lauk kl. 11 í dag 24. apríl. Greidd voru atkvæði um alla samningana í einu á grundvelli atkvæðavægis aðildarfyrirtækja SA.

Þá hefur ný kaupgjaldskrá verið birt á vef SA í kjölfar samþykktar kjarasamninganna. Launabreytingar 1. apríl eru eftirfarandi:

  • Kauptaxtar og mánaðarlaun fyrir fullt starf hækka um kr. 17.000.
  • Lágmarkstekjutrygging hækkar í kr. 317.000 á mánuði.
  • Orlofsuppbót er kr. 50.000 frá 1. maí 2019. Við hana bætist eingreiðsla, kr. 26.000, sem lýtur sömu útreikningsreglum og orlofsuppbótin.
  • Desemberuppbót er kr. 92.000 á árinu 2019.
Kjarasamningarnir félaga í Starfsgreinasambandinu og VR voru samþykktir með miklum meirihluta atkvæða. Þátttaka í atkvæðagreiðslu meðal 19 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins var tæplega þrettán prósent en yfir tuttugu prósent hjá félagsmönnum VR.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×