Segir langvarandi lokun Landeyjahafnar vera fíaskó Sighvatur Jónsson skrifar 24. apríl 2019 12:45 Dýpkunarskip í Landeyjahöfn. Bæjarráð Vestmannaeyja hefur haft samband við tvö erlend fyrirtæki vegna dýpkunar Landeyjahafnar. Ráðið krefst þess að Vegagerðin leiti út fyrir landsteinanna eftir hjálp til að opna höfnina. Formaður bæjarráðs segir langvarandi lokun Landeyjahafnar vera fíaskó af hálfu eiganda hennar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur bæjarráð Vestmannaeyja haft samband við belgíska fyrirtækið Jan De Nul og danska fyrirtækið Rohde Nielsen. Bæði fyrirtækin buðu í dýpkun Landeyjahafnar en samið var við Björgun sem bauð lægst. Vegagerðin áætlaði að dýpkun hafnarinnar kostaði rúmar 800 milljónir króna næstu þrjú árin. Björgun bauð tvo hundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Jan De Nul bauð um tvöfalt hærri upphæð í verkið en Björgun gerði, tæpar 1200 milljónir króna. Rohde Nielsen bauð tæplega 1,4 milljarða króna.Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans og formaður bæjarráðs Vestmannaeyja.Vísir/Stöð 2Ítrekuð gagnrýni vegna dýpkunarBæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum gagnrýndu strax í nóvember þegar samið var við Björgun að afkastageta fyrirtækisins væri ekki nóg en belgíska fyrirtækið hafði áður dýpkað höfnina með skipinu Galilei 2000. Þá sagði Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri að Björgun gæti ekki dýpkað höfnina nógu hratt. Vegagerðin taldi tækjabúnað erlendu fyrirtækjanna betri en sagði Björgun geta dýpkað við erfiðari aðstæður en aðrir. Landeyjahöfn er enn lokuð. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja, segir stöðuna óviðunandi. „Núna þegar það er að koma sumar, á morgun, þá er það óboðlegt að höfnin sé enn lokuð vegna þess að afkastageta núverandi dýpkunaraðila sé ekki með þeim hætti að þeir hreinlega ráði við verkið.“Galilei 2000, eitt af dýpkunarskipum Jan De Nul.Mynd/Jan De NulKrafist erlendrar aðstoðar Bæjarráð kom saman til aukafundar í gær og ræddi símleiðis við vegamálastjóra. Krafan er að leitað verði eftir hjálp erlendis frá til að opna Landeyjahöfn. Njáll Ragnarsson kallar langvarandi lokun Landeyjahafnar fíaskó. „Við viljum ekki að það geti komið aftur fyrir að höfnin sé lokuð svona langt fram á vorið og núna fram á sumarið. Við viljum eðlilega að það sé hægt að sigla upp í Landeyjar á vorin og koma í veg fyrir það að þessi staða endurtaki sig,“ segir Njáll. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri hefur ekki svarað skilaboðum fréttastofu í morgun. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að verið sé að velta við öllum steinum í samráði við bæjaryfirvöld í Eyjum. Eitt af því sem komi til greina sé að hafa samband við erlendu dýpkunarfyrirtækin. Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Bæjarráð Vestmannaeyja hefur haft samband við tvö erlend fyrirtæki vegna dýpkunar Landeyjahafnar. Ráðið krefst þess að Vegagerðin leiti út fyrir landsteinanna eftir hjálp til að opna höfnina. Formaður bæjarráðs segir langvarandi lokun Landeyjahafnar vera fíaskó af hálfu eiganda hennar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur bæjarráð Vestmannaeyja haft samband við belgíska fyrirtækið Jan De Nul og danska fyrirtækið Rohde Nielsen. Bæði fyrirtækin buðu í dýpkun Landeyjahafnar en samið var við Björgun sem bauð lægst. Vegagerðin áætlaði að dýpkun hafnarinnar kostaði rúmar 800 milljónir króna næstu þrjú árin. Björgun bauð tvo hundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Jan De Nul bauð um tvöfalt hærri upphæð í verkið en Björgun gerði, tæpar 1200 milljónir króna. Rohde Nielsen bauð tæplega 1,4 milljarða króna.Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans og formaður bæjarráðs Vestmannaeyja.Vísir/Stöð 2Ítrekuð gagnrýni vegna dýpkunarBæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum gagnrýndu strax í nóvember þegar samið var við Björgun að afkastageta fyrirtækisins væri ekki nóg en belgíska fyrirtækið hafði áður dýpkað höfnina með skipinu Galilei 2000. Þá sagði Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri að Björgun gæti ekki dýpkað höfnina nógu hratt. Vegagerðin taldi tækjabúnað erlendu fyrirtækjanna betri en sagði Björgun geta dýpkað við erfiðari aðstæður en aðrir. Landeyjahöfn er enn lokuð. Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja, segir stöðuna óviðunandi. „Núna þegar það er að koma sumar, á morgun, þá er það óboðlegt að höfnin sé enn lokuð vegna þess að afkastageta núverandi dýpkunaraðila sé ekki með þeim hætti að þeir hreinlega ráði við verkið.“Galilei 2000, eitt af dýpkunarskipum Jan De Nul.Mynd/Jan De NulKrafist erlendrar aðstoðar Bæjarráð kom saman til aukafundar í gær og ræddi símleiðis við vegamálastjóra. Krafan er að leitað verði eftir hjálp erlendis frá til að opna Landeyjahöfn. Njáll Ragnarsson kallar langvarandi lokun Landeyjahafnar fíaskó. „Við viljum ekki að það geti komið aftur fyrir að höfnin sé lokuð svona langt fram á vorið og núna fram á sumarið. Við viljum eðlilega að það sé hægt að sigla upp í Landeyjar á vorin og koma í veg fyrir það að þessi staða endurtaki sig,“ segir Njáll. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri hefur ekki svarað skilaboðum fréttastofu í morgun. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að verið sé að velta við öllum steinum í samráði við bæjaryfirvöld í Eyjum. Eitt af því sem komi til greina sé að hafa samband við erlendu dýpkunarfyrirtækin.
Landeyjahöfn Samgöngur Vestmannaeyjar Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira