Trump kvartaði við forstjóra Twitter vegna fjölda fylgjenda sinna Samúel Karl Ólason skrifar 24. apríl 2019 10:58 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með Jack Dorsey, forstjóra Twitter Fyrr um daginn hafði forsetinn gagnrýnt fyrirtækið harðlega fyrir að spila „pólitíska leiki“ og sagði það koma illa fram við sig. Þá kvartaði hann yfir því að fylgjendum hans fækkaði reglulega og sagði að fyrirtækið yrði að verða sanngjarnara. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum kvarta reglulega yfir því að fyrirtæki eins og Twitter, Facebook og Google komi illa fram við þá, aðallega með því að fela síður þeirra á mismunandi samfélagsmiðlum. Það kalla þeir „skuggabönn“ (Shadow banning). Sérfræðingar sem fylgjast með og rannsaka samfélagsmiðla segja lítið til í þessum kvörtunum.Þá segja tæknifyrirtækin að þetta sé ekki rétt. Samkvæmt heimildum Washington Post af fundinum snerist hann að mestu um það að Trump sagði Twitter hafa dregið úr fjölda fylgjenda hans á Twitter. Þá sagðist forsetinn hafa heyrt frá mörgum íhaldsmönnum sem hafi lent í því sama.Forsvarsmenn Twitter hafa lengi sagt að fylgjendatölur flökti þegar starfsmenn fyrirtækisins fjarlægja falska- og ruslpóstsreikninga. Dorsey mun hafa ítrekað það við Trump og bent á að hann sjálfur missi reglulega stóran hluta skráðra fylgjenda sinna. Trump tísti svo mynd frá fundinum og sagði hann hafa verið frábæran. Ýmislegt hefði verið rætt varðandi Twitter og aðra samfélagsmiðla. Dorsey svaraði forsetanum og þakkaði honum fyrir spjallið. Sérstaklega fyrir það hvernig gera má umræðuna á Twitter heilbrigðari og kurteisari.Thank you for the time. Twitter is here to serve the entire public conversation, and we intend to make it healthier and more civil. Thanks for the discussion about that. — jack (@jack) April 23, 2019 Til marks um þá auknu kurteisi sem Trump virðist vilja fá í umræðuna á Twitter má benda á að í gær notaði Trump Twitter til að kalla New York Times „óvini fólksins“ og krafðist þess að forsvarsmenn miðilsins krjúpi fyrir framan hann og biðjist afsökunar. Þá kallaði hann sjónvarpsmanninn Joe Scarborough klikkaðan, heimskan og sjúkan og hagfræðinginn og Nóbelsverðlaunahafann Paul Krugman heimskan. Dorsey hefur lengið verið undir þrýstingi um að loka Twittersíðu Trump þar sem hann brýtur reglulega gegn skilmálum samfélagsmiðilsins varðandi áreitni og misnotkun. Þá sagði þingkonan Ilhan Omar fyrr í mánuðinum að eftir að Trump birti myndband af henni á Twitter hafi líflátshótunum í hennar garð fjölgað verulega. Í mörgum af þessu hótunum hefði sérstaklega verið vitnað í tíst forsetans.Dorsey sendi í gær tölvupóst á starfsmenn Twitter þar sem hann sagðist gera sér grein fyrir því að einhverjir þeirra væru þeirrar skoðunar að hann hefði ekki átt að funda með forsetanum. Hann sagði þó mikilvægt að ræða við heimsleiðtoga og deila skoðunum og hugmyndum starfsmanna Twitter. Dorsey sagðist einnig hafa hitt alla þá leiðtoga sem hafi boðað hann á fund.Hann fundaði nýverið með forseta Suður-Kóreu, forsætisráðherra Japan, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, og forsætisráðherra Indlands. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Twitter Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með Jack Dorsey, forstjóra Twitter Fyrr um daginn hafði forsetinn gagnrýnt fyrirtækið harðlega fyrir að spila „pólitíska leiki“ og sagði það koma illa fram við sig. Þá kvartaði hann yfir því að fylgjendum hans fækkaði reglulega og sagði að fyrirtækið yrði að verða sanngjarnara. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum kvarta reglulega yfir því að fyrirtæki eins og Twitter, Facebook og Google komi illa fram við þá, aðallega með því að fela síður þeirra á mismunandi samfélagsmiðlum. Það kalla þeir „skuggabönn“ (Shadow banning). Sérfræðingar sem fylgjast með og rannsaka samfélagsmiðla segja lítið til í þessum kvörtunum.Þá segja tæknifyrirtækin að þetta sé ekki rétt. Samkvæmt heimildum Washington Post af fundinum snerist hann að mestu um það að Trump sagði Twitter hafa dregið úr fjölda fylgjenda hans á Twitter. Þá sagðist forsetinn hafa heyrt frá mörgum íhaldsmönnum sem hafi lent í því sama.Forsvarsmenn Twitter hafa lengi sagt að fylgjendatölur flökti þegar starfsmenn fyrirtækisins fjarlægja falska- og ruslpóstsreikninga. Dorsey mun hafa ítrekað það við Trump og bent á að hann sjálfur missi reglulega stóran hluta skráðra fylgjenda sinna. Trump tísti svo mynd frá fundinum og sagði hann hafa verið frábæran. Ýmislegt hefði verið rætt varðandi Twitter og aðra samfélagsmiðla. Dorsey svaraði forsetanum og þakkaði honum fyrir spjallið. Sérstaklega fyrir það hvernig gera má umræðuna á Twitter heilbrigðari og kurteisari.Thank you for the time. Twitter is here to serve the entire public conversation, and we intend to make it healthier and more civil. Thanks for the discussion about that. — jack (@jack) April 23, 2019 Til marks um þá auknu kurteisi sem Trump virðist vilja fá í umræðuna á Twitter má benda á að í gær notaði Trump Twitter til að kalla New York Times „óvini fólksins“ og krafðist þess að forsvarsmenn miðilsins krjúpi fyrir framan hann og biðjist afsökunar. Þá kallaði hann sjónvarpsmanninn Joe Scarborough klikkaðan, heimskan og sjúkan og hagfræðinginn og Nóbelsverðlaunahafann Paul Krugman heimskan. Dorsey hefur lengið verið undir þrýstingi um að loka Twittersíðu Trump þar sem hann brýtur reglulega gegn skilmálum samfélagsmiðilsins varðandi áreitni og misnotkun. Þá sagði þingkonan Ilhan Omar fyrr í mánuðinum að eftir að Trump birti myndband af henni á Twitter hafi líflátshótunum í hennar garð fjölgað verulega. Í mörgum af þessu hótunum hefði sérstaklega verið vitnað í tíst forsetans.Dorsey sendi í gær tölvupóst á starfsmenn Twitter þar sem hann sagðist gera sér grein fyrir því að einhverjir þeirra væru þeirrar skoðunar að hann hefði ekki átt að funda með forsetanum. Hann sagði þó mikilvægt að ræða við heimsleiðtoga og deila skoðunum og hugmyndum starfsmanna Twitter. Dorsey sagðist einnig hafa hitt alla þá leiðtoga sem hafi boðað hann á fund.Hann fundaði nýverið með forseta Suður-Kóreu, forsætisráðherra Japan, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, og forsætisráðherra Indlands.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Twitter Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira