Innlent

Enn fundað hjá ríkissáttasemjara

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari.
Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Fundahöld hjá ríkissáttasemjara halda áfram í dag eftir páskafrí en þá halda viðræður Mjólkurfræðingafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins (SA) áfram.

Mikið hefur mætt á embættinu undanfarið og þótt kjarasamningar SA og félaga Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna hafi verið undirritaðir fyrr í mánuðinum eru nokkur mál enn á borðinu.

Samflot iðnaðarmanna og SA eiga vinnufund hjá ríkissáttasemjara á morgun en gert er ráð fyrir að hann standi frá klukkan 10 til 17. Þá verður einnig fundur milli SA og Flugfreyjufélags Íslands vegna Icelandair.

Kristján Þórður Snæbjarnarson, talsmaður iðnaðarmanna, sagði fyrir páska að óþreyju væri farið að gæta í baklandi iðnaðarmanna. Hann sagði að ef málin færu ekki að skýrast í vikunni stefndi í atkvæðagreiðslur um einhverjar átakalínur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×