CIA sakar Huawei um njósnir

Retuers greinir frá.
Mikil spenna hefur ríkt í viðskiptum milli Washington og Beijing upp á síðkastið og telur CIA að tækin frá Huawei gæti verið notuð til njósna. Fyrirtækið hefur sagt að þessar ásakanir séu ekki byggðar á rökum.
Í desember síðasta árs var Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda fyrirtækisins, handtekin að beiðni Bandaríkjanna í Kanada. Henni var þá gefið að sök að hafa stundað fjársvik, þjófnað á tækni í eigu bandarísks fyrirtækis og hindrun framgangs réttvísinnar. Henni hefur nú verið sleppt úr haldi.
Tengdar fréttir

Kínverskur risi í klandri
Bandaríkin standa fyrir samstilltu átaki gegn kínverska tæknirisanum Huawei. Kínverjarnir eru sakaðir um njósnir fyrir hið opinbera, brot á viðskiptaþvingunum og hugverkaþjófnað. Þeir neita þó alfarið sök og stjórnvöld í Kína segja málið einfaldlega pólitískt. Það kemur á versta tíma fyrir Huawei sem tekur nú þátt í 5G-bylgjunni.

Huawei stefnir Bandaríkjastjórn vegna banns
Bandarísk stjórnvöld bönnuðu alríkisstofnunum að nota búnað kínverska tæknirisans. Fyrirtækið telur lagaákvæði sem bannið byggir á stangast á við stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Huawei neitaði alfarið sök fyrir dómi
James Cole, lögmaður kínverska tæknirisans Huawei, sagði fyrirtækið alfarið saklaust þegar þrettán liða ákæra bandaríska dómsmálaráðuneytisins fór fyrir alríkisdómstól í New York í gær.

Stjórnvöld í Kanada tilbúin að framselja fjármálastjóra Huawei til Bandaríkjanna
Lokaákvörðun um framsal verður í höndum dómstóla í Kanada.

Bandaríkin gefa út ákæru á hendur fjarskiptafyrirtækinu Huawei
Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, neitar ásökununum.