Mikið reiðufé fannst á heimili al-Bashir Andri Eysteinsson skrifar 20. apríl 2019 20:41 Omar al-Bashir í Kremlin í Rússlandi síðasta sumar. Getty/Mikhail Svetlov Við húsleit á heimili fyrrverandi forseta Súdan, Omar al-Bashir, sem vikið var úr embætti fyrr í mánuðinum fannst mikið magn reiðufé. BBC greinir frá því að í híbýlum al-Bashir hafi fundist skjalatöskur fullar af reiðufé í nokkrum gjaldmiðlum. Alls fundust um 350 þúsund Bandaríkjadalir, sex milljónir Evra og fimm milljarðar súdanskra punda, heildarupphæðin nemur um 1,5 milljörðum íslenskra króna.Omar al-Bashir, sem nú er talinn sitja í hámarksöryggisfangelsinu Kobar, sat í embætti forseta í 30 ár eða frá 1989. Forsetatíð hans hófst á valdaráni og var hann í embætti á meðan að borgarastyrjaldir hafa geisað í landinu.Al-Bashir varð í mars 2009 fyrsti sitjandi forseti ríkis sem dæmdur hefur verið af stríðsglæpadómstólnum í Haag, al Bashir var dæmdur fyrir aðkomu sína að ofbeldi í Darfur-stríðinu. 2011 sleit suðurhluti landsins sig frá norðurhlutanum og stofnað var nýtt sjálfstætt ríki, Suður-Súdan, þar hefur nú geisað borgarastyrjöld frá árinu 2013. Setu al-Bashir í stóli forseta hefur verið mótmælt í ríkinu frá desember síðastliðnum, 30 ára embættistíð hans lauk 11. apríl síðastliðinn með valdaráni hersins. Hann er nú rannsakaður vegna gruns um peningaþvætti eins og greint var frá fyrr í dag. Súdan Tengdar fréttir Forsprakki valdaránsins í Súdan fer frá Yfirmaður súdanska herráðsins og sá sem fór fyrir því að koma forsetanum Omar al-Bashir frá völdum hefur nú sjálfur ákveðið að fara frá. 13. apríl 2019 10:22 Valdatíð eins alræmdasta þjóðarleiðtoga heims virðist á enda runnin Háværar raddir eru uppi um að Omar al-Bashir hafi sagt af sér embætti sem forseti Súdans eftir þrjá áratugi við á valdastóli. 11. apríl 2019 09:25 Omar al-Bashir komið frá og hann handtekinn Varnarmálaráðherra Súdans segir að forseta landsins, Omar al-Bashir, hafi verið komið frá völdum og hann handtekinn. 11. apríl 2019 13:09 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira
Við húsleit á heimili fyrrverandi forseta Súdan, Omar al-Bashir, sem vikið var úr embætti fyrr í mánuðinum fannst mikið magn reiðufé. BBC greinir frá því að í híbýlum al-Bashir hafi fundist skjalatöskur fullar af reiðufé í nokkrum gjaldmiðlum. Alls fundust um 350 þúsund Bandaríkjadalir, sex milljónir Evra og fimm milljarðar súdanskra punda, heildarupphæðin nemur um 1,5 milljörðum íslenskra króna.Omar al-Bashir, sem nú er talinn sitja í hámarksöryggisfangelsinu Kobar, sat í embætti forseta í 30 ár eða frá 1989. Forsetatíð hans hófst á valdaráni og var hann í embætti á meðan að borgarastyrjaldir hafa geisað í landinu.Al-Bashir varð í mars 2009 fyrsti sitjandi forseti ríkis sem dæmdur hefur verið af stríðsglæpadómstólnum í Haag, al Bashir var dæmdur fyrir aðkomu sína að ofbeldi í Darfur-stríðinu. 2011 sleit suðurhluti landsins sig frá norðurhlutanum og stofnað var nýtt sjálfstætt ríki, Suður-Súdan, þar hefur nú geisað borgarastyrjöld frá árinu 2013. Setu al-Bashir í stóli forseta hefur verið mótmælt í ríkinu frá desember síðastliðnum, 30 ára embættistíð hans lauk 11. apríl síðastliðinn með valdaráni hersins. Hann er nú rannsakaður vegna gruns um peningaþvætti eins og greint var frá fyrr í dag.
Súdan Tengdar fréttir Forsprakki valdaránsins í Súdan fer frá Yfirmaður súdanska herráðsins og sá sem fór fyrir því að koma forsetanum Omar al-Bashir frá völdum hefur nú sjálfur ákveðið að fara frá. 13. apríl 2019 10:22 Valdatíð eins alræmdasta þjóðarleiðtoga heims virðist á enda runnin Háværar raddir eru uppi um að Omar al-Bashir hafi sagt af sér embætti sem forseti Súdans eftir þrjá áratugi við á valdastóli. 11. apríl 2019 09:25 Omar al-Bashir komið frá og hann handtekinn Varnarmálaráðherra Súdans segir að forseta landsins, Omar al-Bashir, hafi verið komið frá völdum og hann handtekinn. 11. apríl 2019 13:09 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira
Forsprakki valdaránsins í Súdan fer frá Yfirmaður súdanska herráðsins og sá sem fór fyrir því að koma forsetanum Omar al-Bashir frá völdum hefur nú sjálfur ákveðið að fara frá. 13. apríl 2019 10:22
Valdatíð eins alræmdasta þjóðarleiðtoga heims virðist á enda runnin Háværar raddir eru uppi um að Omar al-Bashir hafi sagt af sér embætti sem forseti Súdans eftir þrjá áratugi við á valdastóli. 11. apríl 2019 09:25
Omar al-Bashir komið frá og hann handtekinn Varnarmálaráðherra Súdans segir að forseta landsins, Omar al-Bashir, hafi verið komið frá völdum og hann handtekinn. 11. apríl 2019 13:09