Fótbolti

Neyðist til að hætta í fótbolta 21 árs gamall

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Abdullahi, t.v., í leik með unglingaliði Roma
Abdullahi, t.v., í leik með unglingaliði Roma vísir/getty
Hinn 21 árs Nura Abdullahi, leikmaður ítalska félagsins Roma, hefur neyðst til þess að hætta í fótbolta að læknisráði.

Abdullah er samningsbundinn Roma út 2021 en hann hefur verið að glíma við hjartavandamál og þurfti að hvíla vegna þess í mars 2018.

Roma ætlar að halda Abdullah hjá félaginu út samningstímann, eftir því sem kemur fram í frétt BBC um málið, en þá mun hann sinna störfum í kringum liðið, sem sendiherra eða njósnari eða eitthvað því um líkt.

Abdullah, sem kemur frá Nígeríu, var partur af unglingaliði Roma sem varð Ítalíumeistari árið 2016. Hann var tekinn upp í aðalliðið árið 2017 en átti ekki leik með aðalliðinu.

Hann byrjaði ferilinn í Ítalíu hjá B-liði Spezia árið 2013 en færði sig yfir til unglingaliðs Roma árið 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×