Myndband Baghdadi gæti leitt til árása Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2019 13:00 Abu Bakr al-Baghdadi. Vísir/AP Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Íslamska ríkisins, hefur verið hundeltur í fimm ár. Bandaríkin hafa heitið 25 milljónum dala til höfuðs hans og þrátt fyrir að hann hafi haldið til á einhverju mesta átakasvæði nútímans hefur hann ekki verið gómaður. Þar að auki hafa þó nokkrar tilraunir verið gerðar til að bana honum, bæði með loftárásum og árásum sérsveita, en án árangurs. Kalífadæmi ISIS-liða er fallið og meirihluti vígamanna hryðjuverkasamtakanna í Sýrlandi og Írak hefur verið felldur. Þrátt fyrir að reglulega hafi borist fregnir af því að Baghdadi hafi verið felldur birtu samtökin myndband af honum í gær þar sem hann talaði um tiltölulega nýlegar vendingar og er óhætt að segja að hann sé á lífi. Eftir að hann steig í pontu í al-Nuri moskunni í Mosul árið 2014 og lýsti yfir stofnun kalífadæmis Íslamska ríkisins hvarf Baghdadi og sendi hann ekki annað myndband frá sér, fyrr en í gær. Þó hafði hann sent frá sér hljóðskilaboð þar sem hann stappaði stálinu í vígamenn sína og ISIS-liða og stuðningsmenn þeirra um heim allan. Nýju skilaboðin sendi hann í kjölfar falls kalífadæmisins og í kjölfar mannskæðra árása í Srí Lanka, sem Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á. Skilaboðin eru skýr. Íslamska ríkið er enn til staðar. Hann stjórnar þeim enn og þau geta enn skipulagt og framkvæmt hryðjuverkaárásir í gegnum dóttursamtök hryðjuverkasamtakanna víða um heim. Í Írak og Sýrlandi er talið að þúsundir ISIS-liða hafi farið í felur áður en kalífadæmið féll og þó samtökin hafi tapað yfirráðasvæði í Mið-Austurlöndum hefur þeim vaxið ásmegin annars staðar eins og í Asíu og Afríku.Vísir/GraphicNewsHvar hefur Baghdadi haldið til? Lítið sem ekkert er vitað um ferðir hans og verustaði undanfarinna fimm ára. Enn er þó talið að hann sé í eyðimörkinni á milli Sýrlands og Írak. Mögulega í Anbar-héraði í Írak. New York Times hefur eftir starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna að Baghdadi komi ekki nálægt raftækjum og komi skipunum sínum líklegast á framfæri í gegnum sérstaka sendiboða. Í samtali við NYT segir Colin P. Clarke, sérfræðingur frá Soufan Center, hugveitu um öryggismál á heimsvísu, að skilaboð Baghdadi muni stappa stálinu í vígamenn samtakanna og mögulega ýta undir fleiri árásir einstaklinga sem aðhyllast málstað hryðjuverkasamtakanna (Svokallaðar „lone wolf“ árásir. Clarke segir markmið Baghdadi hafa meðal annars verið að tryggja sig í sessi sem leiðtoga ISIS og systur- og dóttursamtaka um heim allan. Guardian segir sérfræðinga þó halda því fram að Baghdadi hafi minni stjórn á samtökunum en áður. Fyrr á árinu, þegar sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra sátu um bæinn Baghouz, síðasta bæ kalífadæmis ISIS, bárust fregnir af því að erlendir vígamenn, sem töldu sig hafa verið svikna, hafi reynt að ráða Baghdadi af dögum. Þeir börðust við lífverði Baghdadi en töpuðu og voru teknir af lífi. Þá var Baghdadi sagður hafa flúið inn í eyðimörkina á landamærum Sýrlands og Írak. Guardian hefur eftir starfsmönnum leyniþjónusta að óánægja með gengi ISIS hafi leitt til átakanna og er talið að Abu Muhammad al-Husseini al-Hashimi, háttsettur meðlimur samtakanna og frændi Baghdadi, hafi reynt að velta honum úr sessi. Hashimi er sagður hafa gefið út bók þar sem hann kallaði eftir uppreisn gegn Baghdadi og því að lýst væri yfir hollystu við nýjan leiðtoga samtakanna á heimsvísu. Í kjölfar birtingar myndbandsins sögðu hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna að ekkert lát yrði á leit þeirra að leiðtogum Íslamska ríkisins. Írak Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Íslamska ríkisins, hefur verið hundeltur í fimm ár. Bandaríkin hafa heitið 25 milljónum dala til höfuðs hans og þrátt fyrir að hann hafi haldið til á einhverju mesta átakasvæði nútímans hefur hann ekki verið gómaður. Þar að auki hafa þó nokkrar tilraunir verið gerðar til að bana honum, bæði með loftárásum og árásum sérsveita, en án árangurs. Kalífadæmi ISIS-liða er fallið og meirihluti vígamanna hryðjuverkasamtakanna í Sýrlandi og Írak hefur verið felldur. Þrátt fyrir að reglulega hafi borist fregnir af því að Baghdadi hafi verið felldur birtu samtökin myndband af honum í gær þar sem hann talaði um tiltölulega nýlegar vendingar og er óhætt að segja að hann sé á lífi. Eftir að hann steig í pontu í al-Nuri moskunni í Mosul árið 2014 og lýsti yfir stofnun kalífadæmis Íslamska ríkisins hvarf Baghdadi og sendi hann ekki annað myndband frá sér, fyrr en í gær. Þó hafði hann sent frá sér hljóðskilaboð þar sem hann stappaði stálinu í vígamenn sína og ISIS-liða og stuðningsmenn þeirra um heim allan. Nýju skilaboðin sendi hann í kjölfar falls kalífadæmisins og í kjölfar mannskæðra árása í Srí Lanka, sem Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á. Skilaboðin eru skýr. Íslamska ríkið er enn til staðar. Hann stjórnar þeim enn og þau geta enn skipulagt og framkvæmt hryðjuverkaárásir í gegnum dóttursamtök hryðjuverkasamtakanna víða um heim. Í Írak og Sýrlandi er talið að þúsundir ISIS-liða hafi farið í felur áður en kalífadæmið féll og þó samtökin hafi tapað yfirráðasvæði í Mið-Austurlöndum hefur þeim vaxið ásmegin annars staðar eins og í Asíu og Afríku.Vísir/GraphicNewsHvar hefur Baghdadi haldið til? Lítið sem ekkert er vitað um ferðir hans og verustaði undanfarinna fimm ára. Enn er þó talið að hann sé í eyðimörkinni á milli Sýrlands og Írak. Mögulega í Anbar-héraði í Írak. New York Times hefur eftir starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna að Baghdadi komi ekki nálægt raftækjum og komi skipunum sínum líklegast á framfæri í gegnum sérstaka sendiboða. Í samtali við NYT segir Colin P. Clarke, sérfræðingur frá Soufan Center, hugveitu um öryggismál á heimsvísu, að skilaboð Baghdadi muni stappa stálinu í vígamenn samtakanna og mögulega ýta undir fleiri árásir einstaklinga sem aðhyllast málstað hryðjuverkasamtakanna (Svokallaðar „lone wolf“ árásir. Clarke segir markmið Baghdadi hafa meðal annars verið að tryggja sig í sessi sem leiðtoga ISIS og systur- og dóttursamtaka um heim allan. Guardian segir sérfræðinga þó halda því fram að Baghdadi hafi minni stjórn á samtökunum en áður. Fyrr á árinu, þegar sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra sátu um bæinn Baghouz, síðasta bæ kalífadæmis ISIS, bárust fregnir af því að erlendir vígamenn, sem töldu sig hafa verið svikna, hafi reynt að ráða Baghdadi af dögum. Þeir börðust við lífverði Baghdadi en töpuðu og voru teknir af lífi. Þá var Baghdadi sagður hafa flúið inn í eyðimörkina á landamærum Sýrlands og Írak. Guardian hefur eftir starfsmönnum leyniþjónusta að óánægja með gengi ISIS hafi leitt til átakanna og er talið að Abu Muhammad al-Husseini al-Hashimi, háttsettur meðlimur samtakanna og frændi Baghdadi, hafi reynt að velta honum úr sessi. Hashimi er sagður hafa gefið út bók þar sem hann kallaði eftir uppreisn gegn Baghdadi og því að lýst væri yfir hollystu við nýjan leiðtoga samtakanna á heimsvísu. Í kjölfar birtingar myndbandsins sögðu hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna að ekkert lát yrði á leit þeirra að leiðtogum Íslamska ríkisins.
Írak Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira