Upphitun: Ferrari verður að stoppa Mercedes Bragi Þórðarson skrifar 9. maí 2019 17:30 Mercedes hefur verið óstöðvandi það sem af er ári. Getty Mercedes er með fullt hús stiga í keppni bílasmiða eftir fyrstu fjórar umferðirnar í Formúlu 1. Aldrei hefur lið byrjað tímabil jafn vel og er þýski bílaframleiðandinn kominn með 74 stiga forskot í keppni bílasmiða. Í prófunum fyrir tímabilið leit út fyrir að Ferrari bílarnir væru þeir hröðustu en annað kom á daginn í fyrstu keppni. Í annari keppninni var Charles Leclerc með örugga forustu þegar að vélarbilun kom upp í Ferrari bíl hans. Síðan þá hefur liðið sýnt mikinn hraða í æfingum en hraði bílanna í keppnunum sjálfum er ekki nægilega góður. Prófanir fyrir tímabilið fóru fram á Katalúníu brautinni sem keppt verður á um helgina. Ferrari vonast því eftir góðum úrslitum en liðið mun mæta með uppfærða vél til Spánar. Honda uppfærði einnig vélarnar í Red Bull bílunum fyrir síðustu keppni og breytingarnar lofa góðu fyrir Max Verstappen og Pierre Gasly. Samstarf Honda og Red Bull lofar góðuGettyDekkjastopp verða mikilvæg á sunnudaginnBrautin á Spáni reynir mikið á bílana og dekkin, því má búast við að flest lið muni fara með bíla sína í tvígang inn á þjónustusvæðið í dekkjaskipti. Lewis Hamilton hefur unnið spænska kappaksturinn síðastliðin tvö ár en brautin hefur ætíð verið góð fyrir Bretann. Miðað við síðustu keppnir má búast við því að helsti andstæðingur Hamilton verði liðsfélagi hans, Valtteri Bottas. Finninn leiðir heimsmeistaramótið með einu stigi en báðir hafa þeir unnið tvær keppnir í ár. Kappaksturinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport ásamt tímatökum og æfingu. Ræst verður af stað í keppnina klukkan 13 á sunnudaginn. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Mercedes er með fullt hús stiga í keppni bílasmiða eftir fyrstu fjórar umferðirnar í Formúlu 1. Aldrei hefur lið byrjað tímabil jafn vel og er þýski bílaframleiðandinn kominn með 74 stiga forskot í keppni bílasmiða. Í prófunum fyrir tímabilið leit út fyrir að Ferrari bílarnir væru þeir hröðustu en annað kom á daginn í fyrstu keppni. Í annari keppninni var Charles Leclerc með örugga forustu þegar að vélarbilun kom upp í Ferrari bíl hans. Síðan þá hefur liðið sýnt mikinn hraða í æfingum en hraði bílanna í keppnunum sjálfum er ekki nægilega góður. Prófanir fyrir tímabilið fóru fram á Katalúníu brautinni sem keppt verður á um helgina. Ferrari vonast því eftir góðum úrslitum en liðið mun mæta með uppfærða vél til Spánar. Honda uppfærði einnig vélarnar í Red Bull bílunum fyrir síðustu keppni og breytingarnar lofa góðu fyrir Max Verstappen og Pierre Gasly. Samstarf Honda og Red Bull lofar góðuGettyDekkjastopp verða mikilvæg á sunnudaginnBrautin á Spáni reynir mikið á bílana og dekkin, því má búast við að flest lið muni fara með bíla sína í tvígang inn á þjónustusvæðið í dekkjaskipti. Lewis Hamilton hefur unnið spænska kappaksturinn síðastliðin tvö ár en brautin hefur ætíð verið góð fyrir Bretann. Miðað við síðustu keppnir má búast við því að helsti andstæðingur Hamilton verði liðsfélagi hans, Valtteri Bottas. Finninn leiðir heimsmeistaramótið með einu stigi en báðir hafa þeir unnið tvær keppnir í ár. Kappaksturinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport ásamt tímatökum og æfingu. Ræst verður af stað í keppnina klukkan 13 á sunnudaginn.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira