„Ég held að Hatari sé að gera þetta alveg rétt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. maí 2019 11:00 Friðrik Ómar og Regína Ósk eru fyrstu gestir Júrógarðsins í ár. Hatari stígur á sviðið í Expo-höllinni á þriðjudagskvöldið og flytur þá lagið Hatrið mun sigra á fyrra undankvöldinu en sveitin er 13. á svið. Friðrik Ómar og Regína Ósk eru reynsluboltar þegar kemur að Eurovision og tóku þau saman þátt árið 2008 í Belgrad. Þá fluttu þau lagið This Is My Life og gerðu það algjörlega óaðfinnanlega. Þau eru fyrstu gestir Júrógarðsins árið 2019 en þátturinn var tekinn upp hér á landi í vikunni. Næstu tíu daga verður Júrógarðurinn á Vísi á hverjum degi og það frá Tel Aviv. Friðrik og Regína fóru yfir stöðuna fyrir keppnina og eru þau bæði mjög bjartsýn á framhaldið. Bæði segja þau að Hatari fljúgi áfram í lokakvöldið. Þau voru sammála um að atriðið væri frábært og allt öðruvísi en Ísland hafi nokkur tímann sent út. Friðrik Ómar spáir Íslandi 12. sætinu og Regína Ósk 5. sæti.Mikið hefur verið fjallað um staðsetningu keppninnar í ár. „Þessi keppni er þetta sameiningartákn og hún verður að standa af sér allt. Fyrst þeir ætla sér alltaf að halda keppnina og engin pólitík, þá verður það bara að vera þannig. Maður skilur alveg allar þessar raddir samt en það er alltaf eitthvað fallegt við þessa keppni,“ segir Friðrik Ómar um þá staðreynd að keppnin sé haldin í Ísrael. „Ég held að Hatari sé að gera þetta alveg rétt. Það er þannig í sögu keppninnar að það hefur engum verið vísað úr henni og það hefur ýmislegt verið sagt og gert og þeir vita alveg línuna og RÚV líka.“Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Tel Aviv næstu daga. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sér um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður Kolbeinn Tumi Daðason einnig á svæðinu og mun hann ýmist skrifa pistla og fréttir frá Tel Aviv en Júrógarðurinn er í boði Domino´s. Eurovision Júrógarðurinn Tengdar fréttir Ummæli Hatara um hernámið ollu uppnámi á fyrsta blaðamannafundinum Liðsmenn Hatara sögðust vilja binda enda á hernám Ísraela á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar ytra í tengslum við þátttöku hennar í Eurovision. 5. maí 2019 15:11 MMR: Íslendingar bjartsýnir á gott gengi Hatara Miðflokksmenn og Framsóknarmenn hins vegar líklegastir til að vera svartsýnir í garð framlag Íslands. 8. maí 2019 14:29 Sleggjan komin aftur á sinn stað hjá Hatara Önnur æfing Hatara fór fram í Expo-höllinni í Tel Aviv í dag þegar sveitin flutti lagið Hatrið mun sigra. 9. maí 2019 13:41 Fullyrðir að Hatari dansi ekki aðeins á línunni heldur traðki á henni Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, rétt náði að segja orðið hernám á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar í Tel Aviv en það var nóg til að komast í fyrirsagnir. 10. maí 2019 09:15 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Hatari stígur á sviðið í Expo-höllinni á þriðjudagskvöldið og flytur þá lagið Hatrið mun sigra á fyrra undankvöldinu en sveitin er 13. á svið. Friðrik Ómar og Regína Ósk eru reynsluboltar þegar kemur að Eurovision og tóku þau saman þátt árið 2008 í Belgrad. Þá fluttu þau lagið This Is My Life og gerðu það algjörlega óaðfinnanlega. Þau eru fyrstu gestir Júrógarðsins árið 2019 en þátturinn var tekinn upp hér á landi í vikunni. Næstu tíu daga verður Júrógarðurinn á Vísi á hverjum degi og það frá Tel Aviv. Friðrik og Regína fóru yfir stöðuna fyrir keppnina og eru þau bæði mjög bjartsýn á framhaldið. Bæði segja þau að Hatari fljúgi áfram í lokakvöldið. Þau voru sammála um að atriðið væri frábært og allt öðruvísi en Ísland hafi nokkur tímann sent út. Friðrik Ómar spáir Íslandi 12. sætinu og Regína Ósk 5. sæti.Mikið hefur verið fjallað um staðsetningu keppninnar í ár. „Þessi keppni er þetta sameiningartákn og hún verður að standa af sér allt. Fyrst þeir ætla sér alltaf að halda keppnina og engin pólitík, þá verður það bara að vera þannig. Maður skilur alveg allar þessar raddir samt en það er alltaf eitthvað fallegt við þessa keppni,“ segir Friðrik Ómar um þá staðreynd að keppnin sé haldin í Ísrael. „Ég held að Hatari sé að gera þetta alveg rétt. Það er þannig í sögu keppninnar að það hefur engum verið vísað úr henni og það hefur ýmislegt verið sagt og gert og þeir vita alveg línuna og RÚV líka.“Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Tel Aviv næstu daga. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sér um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður Kolbeinn Tumi Daðason einnig á svæðinu og mun hann ýmist skrifa pistla og fréttir frá Tel Aviv en Júrógarðurinn er í boði Domino´s.
Eurovision Júrógarðurinn Tengdar fréttir Ummæli Hatara um hernámið ollu uppnámi á fyrsta blaðamannafundinum Liðsmenn Hatara sögðust vilja binda enda á hernám Ísraela á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar ytra í tengslum við þátttöku hennar í Eurovision. 5. maí 2019 15:11 MMR: Íslendingar bjartsýnir á gott gengi Hatara Miðflokksmenn og Framsóknarmenn hins vegar líklegastir til að vera svartsýnir í garð framlag Íslands. 8. maí 2019 14:29 Sleggjan komin aftur á sinn stað hjá Hatara Önnur æfing Hatara fór fram í Expo-höllinni í Tel Aviv í dag þegar sveitin flutti lagið Hatrið mun sigra. 9. maí 2019 13:41 Fullyrðir að Hatari dansi ekki aðeins á línunni heldur traðki á henni Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, rétt náði að segja orðið hernám á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar í Tel Aviv en það var nóg til að komast í fyrirsagnir. 10. maí 2019 09:15 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Ummæli Hatara um hernámið ollu uppnámi á fyrsta blaðamannafundinum Liðsmenn Hatara sögðust vilja binda enda á hernám Ísraela á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar ytra í tengslum við þátttöku hennar í Eurovision. 5. maí 2019 15:11
MMR: Íslendingar bjartsýnir á gott gengi Hatara Miðflokksmenn og Framsóknarmenn hins vegar líklegastir til að vera svartsýnir í garð framlag Íslands. 8. maí 2019 14:29
Sleggjan komin aftur á sinn stað hjá Hatara Önnur æfing Hatara fór fram í Expo-höllinni í Tel Aviv í dag þegar sveitin flutti lagið Hatrið mun sigra. 9. maí 2019 13:41
Fullyrðir að Hatari dansi ekki aðeins á línunni heldur traðki á henni Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, rétt náði að segja orðið hernám á fyrsta blaðamannafundi sveitarinnar í Tel Aviv en það var nóg til að komast í fyrirsagnir. 10. maí 2019 09:15