Brekkuskóli í deilum við bæjaryfirvöld Sveinn Arnarsson skrifar 9. maí 2019 07:15 Skólanefnd Brekkuskóla og frístundaráð bæjarins deila um fyrirkomulag íþróttakennslu. Fréttablaðið/Pjetur Skólaráð Brekkuskóla hefur sent Akureyrarbæ bréf þar sem ráðið mótmælir því harðlega að menntaskóla- og grunnskólanemendum séu ætlaðir íþróttatímar á sama tíma í Íþróttahöllinni á Akureyri á næsta ári. Fer skólaráðið fram á það að deildarstjóri íþróttamála endurskoði tafarlaust ákvörðun sína um skipulag íþróttakennslu á næsta skólaári. „Skólaráðið fer fram á að nemendur í Brekkuskóla fái að stunda nám í íþróttum við bestu mögulegu aðstæður með tilliti til öryggis nemenda og kennsluaðstæðna,“ segir í bréfi skólaráðsins. Formaður skólaráðsins er skólastjórinn Jóhanna María Agnarsdóttir. „Við vísum þarna til hljóðvistar og að þá séu of margir í salnum í einu. Við teljum samkeyrslu af þessum toga ekki góða og viljum hana ekki. Okkur er ekkert illa við menntaskólanemendur heldur er hér aðeins verið að skerða okkar kennsluaðstæður með því að vera með hluta salarins á móti okkur,“ segir Jóhanna. Fréttablaðið greindi frá því fyrir nokkrum árum að Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttakennari á Akureyri til þriggja áratuga, hafi þurft að hætta störfum vegna álags á raddbönd. Jóhannes er íþróttakennari í Brekkuskóla og situr í skólaráði fyrir hönd kennara. Þáverandi fræðslustjóri bæjarins sagði það áfall að kennarar væru að hætta störfum vegna álags og sagði bæinn þurfa að skoða það hvernig bærinn dældi allt að sjötíu börnum inn í húsið í einu. Frístundaráð Akureyrarbæjar tók málið fyrir á síðasta fundi sínum. Telur frístundaráð þessa umleitan skólaráðs fráleita. „Íþróttamannvirki Akureyrarbæjar þjóna öllum bæjarbúum og öllum skólastigum. Það er hlutverk íþróttadeildar að koma til móts við óskir þeirra sem vilja nýta mannvirkin og sjá til þess að nýting þeirra sé sem best,“ segir í ályktun ráðsins. „Frístundaráð getur ekki með neinu móti séð að þessi skipting og nýting á salnum muni skerða kennsluaðstæður nemenda Brekkuskóla og því síður ógna öryggi þeirra.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Skólaráð Brekkuskóla hefur sent Akureyrarbæ bréf þar sem ráðið mótmælir því harðlega að menntaskóla- og grunnskólanemendum séu ætlaðir íþróttatímar á sama tíma í Íþróttahöllinni á Akureyri á næsta ári. Fer skólaráðið fram á það að deildarstjóri íþróttamála endurskoði tafarlaust ákvörðun sína um skipulag íþróttakennslu á næsta skólaári. „Skólaráðið fer fram á að nemendur í Brekkuskóla fái að stunda nám í íþróttum við bestu mögulegu aðstæður með tilliti til öryggis nemenda og kennsluaðstæðna,“ segir í bréfi skólaráðsins. Formaður skólaráðsins er skólastjórinn Jóhanna María Agnarsdóttir. „Við vísum þarna til hljóðvistar og að þá séu of margir í salnum í einu. Við teljum samkeyrslu af þessum toga ekki góða og viljum hana ekki. Okkur er ekkert illa við menntaskólanemendur heldur er hér aðeins verið að skerða okkar kennsluaðstæður með því að vera með hluta salarins á móti okkur,“ segir Jóhanna. Fréttablaðið greindi frá því fyrir nokkrum árum að Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttakennari á Akureyri til þriggja áratuga, hafi þurft að hætta störfum vegna álags á raddbönd. Jóhannes er íþróttakennari í Brekkuskóla og situr í skólaráði fyrir hönd kennara. Þáverandi fræðslustjóri bæjarins sagði það áfall að kennarar væru að hætta störfum vegna álags og sagði bæinn þurfa að skoða það hvernig bærinn dældi allt að sjötíu börnum inn í húsið í einu. Frístundaráð Akureyrarbæjar tók málið fyrir á síðasta fundi sínum. Telur frístundaráð þessa umleitan skólaráðs fráleita. „Íþróttamannvirki Akureyrarbæjar þjóna öllum bæjarbúum og öllum skólastigum. Það er hlutverk íþróttadeildar að koma til móts við óskir þeirra sem vilja nýta mannvirkin og sjá til þess að nýting þeirra sé sem best,“ segir í ályktun ráðsins. „Frístundaráð getur ekki með neinu móti séð að þessi skipting og nýting á salnum muni skerða kennsluaðstæður nemenda Brekkuskóla og því síður ógna öryggi þeirra.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira