Verulegur samdráttur hagnaðar hjá Arion vegna WOW air og Wikileaksdóms Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2019 20:42 Stefán Pétursson, starfandi bankastjóri Arion banka. Vísir/Arion Hagnaður Arion banka á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var 1,0 milljarður króna. Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 1,9 milljarðar. Stefán Pétursson, starfandi bankastjóri Arion banka, segir að gjaldþrot WOW air og dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Wikileaks gegn Valitor hafi haft neikvæð áhrif á afkomu félagsins.Stefán segir óreglulega liði gera það að verkum að afkoman á ársfjórðungnum valdi vonbrigðum. Regluleg starfsemi bankans hafi þó farið batnandi og helstu tekjuliðir eins og vaxta- og þóknanatekjur og tekjur af tryggingastarfsemi hafi vaxið á milli ára. Arion banki greiddi tíu milljarða króna í arð á ársfjórðungnum og samsvarar það fimm krónum á hlut. Heildareignir voru 1.223 milljarðar í lok mars en þær voru 1.164 milljarðar í lok síðasta árs. Þá nam eigið fé 193 milljörðum í lok mars, samanborið við 201 milljarð í lok 2018. „Hvað óreglulega liði varðar þá eru það einkum gjaldþrot WOW air og dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli gegn Valitor sem hafa neikvæð áhrif á afkomuna en sala bankans á hlut sínum í Farice vegur upp á móti. Einnig hefur hægt á í hagkerfinu sem dregur úr tekjuvexti og eykur almennar niðurfærslur, en þær taka mið af væntingum um þróun efnahagslífsins,“ er haft eftir Stefáni í yfirlýsingu Arion banka vegna uppgjörsins. Yfirlýsinguna, uppgjörið og frekari upplýsingar má finna hér á vef Arion.Þar er einnig haft eftir Stefáni að fjárhagsstaða bankans sé afar sterk. Mikilvæg skref hafi verið tekin á tímabilinu til að ná fram hagstæðari fjármagnsskipan. „Aðalfundur samþykkti lækkun á hlutafé til jöfnunar á eigin hlutum bankans, sem átti um 9,3% hlutafjár, og arðgreiðslu sem samsvarar 5 krónum á hlut eða rúmum 9 milljörðum króna. Þessar aðgerðir hafa verið framkvæmdar og eru mikilvægur liður í bankinn nái fjárhagslegum markmiðum sínum til næstu 3-5 ára.“Funda með væntanlegum kaupendum á næstu vikum Stefán nefnir söluferli Valitor, dótturfélags Arion banka, og segir að til standi að selja félagið að hluta eða fullu. Þar að auki segir hann að gert sé ráð fyrir fyrstu fundum með væntanlegum kaupendum á næstu vikum. „Væntum við þess að niðurstaða fáist í söluferlið á þessu ári. Nýlegur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem félagið var dæmt til að greiða 1,2 milljarða króna í skaðabætur, hefur ekki áhrif á söluferli félagsins.“ Íslenskir bankar WOW Air Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Hagnaður Arion banka á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var 1,0 milljarður króna. Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 1,9 milljarðar. Stefán Pétursson, starfandi bankastjóri Arion banka, segir að gjaldþrot WOW air og dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Wikileaks gegn Valitor hafi haft neikvæð áhrif á afkomu félagsins.Stefán segir óreglulega liði gera það að verkum að afkoman á ársfjórðungnum valdi vonbrigðum. Regluleg starfsemi bankans hafi þó farið batnandi og helstu tekjuliðir eins og vaxta- og þóknanatekjur og tekjur af tryggingastarfsemi hafi vaxið á milli ára. Arion banki greiddi tíu milljarða króna í arð á ársfjórðungnum og samsvarar það fimm krónum á hlut. Heildareignir voru 1.223 milljarðar í lok mars en þær voru 1.164 milljarðar í lok síðasta árs. Þá nam eigið fé 193 milljörðum í lok mars, samanborið við 201 milljarð í lok 2018. „Hvað óreglulega liði varðar þá eru það einkum gjaldþrot WOW air og dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli gegn Valitor sem hafa neikvæð áhrif á afkomuna en sala bankans á hlut sínum í Farice vegur upp á móti. Einnig hefur hægt á í hagkerfinu sem dregur úr tekjuvexti og eykur almennar niðurfærslur, en þær taka mið af væntingum um þróun efnahagslífsins,“ er haft eftir Stefáni í yfirlýsingu Arion banka vegna uppgjörsins. Yfirlýsinguna, uppgjörið og frekari upplýsingar má finna hér á vef Arion.Þar er einnig haft eftir Stefáni að fjárhagsstaða bankans sé afar sterk. Mikilvæg skref hafi verið tekin á tímabilinu til að ná fram hagstæðari fjármagnsskipan. „Aðalfundur samþykkti lækkun á hlutafé til jöfnunar á eigin hlutum bankans, sem átti um 9,3% hlutafjár, og arðgreiðslu sem samsvarar 5 krónum á hlut eða rúmum 9 milljörðum króna. Þessar aðgerðir hafa verið framkvæmdar og eru mikilvægur liður í bankinn nái fjárhagslegum markmiðum sínum til næstu 3-5 ára.“Funda með væntanlegum kaupendum á næstu vikum Stefán nefnir söluferli Valitor, dótturfélags Arion banka, og segir að til standi að selja félagið að hluta eða fullu. Þar að auki segir hann að gert sé ráð fyrir fyrstu fundum með væntanlegum kaupendum á næstu vikum. „Væntum við þess að niðurstaða fáist í söluferlið á þessu ári. Nýlegur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem félagið var dæmt til að greiða 1,2 milljarða króna í skaðabætur, hefur ekki áhrif á söluferli félagsins.“
Íslenskir bankar WOW Air Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira