Segir ekkert hæft í harðorðri yfirlýsingu Eflingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. maí 2019 13:00 Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hotel, og Sólveig Anna Jónsdóttir,hafa tekist á undanfarna mánuði. Vísir/Vilhelm Hótelstjórinn Árni Valur Sólonsson segir fátt halda vatni í yfirlýsingum Eflingar um ólöglegar hópuppsagnir og launalækkanir á hótelum sem lúta hans stjórn. Hann vandar Eflingu ekki kveðjurnar, segir stéttarfélagið ekki hafa sent neinn til að kynna innihald nýundirritaðs kjarasamnings fyrir starfsfólki sínu - sem hafi fengið greitt langt umfram taxta, bæði fyrir og eftir undirritunina. Efling sendi fréttastofum landsins yfirlýsingu skömmu fyrir hádegi þar sem sagði að stéttarfélagið hefði sent Árna Val erindi „vegna ólöglegra hópuppsagna á hótelunum Capital-Inn, City Park Hotel og City Center Hotel sem hann rekur undir mismunandi kennitölum.“ Árni Valur segist ekkert bréf hafa fengið og kom því af fjöllum þegar blaðamaður Vísis bar innihald erindisins undir hann. Í því segir að í lok apríl, rétt eftir samþykkt nýrra kjarasamninga, hafi Árni Valur sent „erindi á allt starfsfólk þar sem þess var krafist að það undirritaði uppsögn á starfskjörum sínum. Þau gætu valið að vera endurráðin á nýjum launakjörum, hönnuð „með það að markmiði að lækka launakostnað,“ eins og segir í bréfi Eflingar. Ef þau samþykktu ekki á staðnum var það álitið jafngilda uppsögn.Kjarasamningar á almenna markaðnum voru undirritaðir í aprílbyrjun.Fréttablaðið/ErnirEfling komi bónusgreiðslur ekkert við Árni Valur segir þetta rétt, hann hafi vissulega sent bréf á starfsfólk sitt þar sem kynntar voru breytingar á launakjörum. Sniðmátið hafi hann fengið frá Samtökum atvinnulífsins og segir hann breytingarnar því hafa verið kynntar „eftir bókinni.“ Honum þyki framsetning Eflingar hins vegar fyrir neðan allar hellur, „í anda þess sem hefur komið frá þeim áður í minn garð,“ eins og Árni orðar það. Hann hafi greitt starfsfólki sínu langt umfram taxta fyrir undirritun kjarasamningana, rúmar 54 þúsund krónur, og muni gera það áfram eftir breytingarnar. Umrædd launalækkun lúti aðeins að lækkun bónusgreiðslna, hótelin muni áfram greiða samkvæmt kjarasamningum og gott betur. „Það er ósköp eðlilegt að ég endurskoði bónuskerfið mitt. Ég borga ekki aðeins hærri taxta per tíma heldur einnig 35 þúsund krónur í bónusa í ofanálag. Þau verða ennþá yfirborguð um 37 þúsund krónur eftir breytingarnar,“ segir Árni Valur. „Það kemur Eflingu ekkert við hvað ég greiði fólkinu mínu í bónus,“ bætir hann við og hvetur stéttarfélögin til að líta á iðgjaldagreiðslur starfsmanna sinna. Þau reiknist sem hlutfall af launum „og ætti Efling því að geta framreiknað sig og séð hvað ég er að greiða fólkinu mínu í laun.“Frá atkvæðagreiðslu á vegum Eflingar í aðdraganda verkfalls.vísir/vilhelmHópuppsögn haldi ekki vatni Í bréfi sínu segir Efling jafnframt að „nokkrum starfsmönnum hefur þegar verið sagt upp á grundvelli þessara afarkosta,“ þ.e. að það jafngilti uppsögn að samþykkja ekki fyrrnefndar breytingar. Árni Valur segir í þessu samhengi að eitt verði yfir alla starfsmenn að ganga. Gætu starfsmenn ekki fallist á breytingar var þeim tjáð að þriggja mánaða uppsagnarfrestur þeirra tæki gildi. Tveir starfsmenn, af fimmtíu, hafa sagt upp vegna breytinganna og þar af hafi annar dregið uppsögn sína til baka. Hinn starfsmaðurinn hafi ekki hætt vegna launabreytinga heldur vegna þess að vinnufyrirkomulagið hefði breyst. Umræddur starfsmaður hafi viljað áfram vera á tólf tíma vöktum í stað átta tíma vakta sem taka við eftir breytingarnar. Það sé því varla hægt að tala um hópuppsögn.Fengu enga kynningu Árni segir ekkert nýtt að Efling hafi horn í síðu sinni. Þeim laust til að mynda eftirminnilega saman í lok febrúar vegna atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls meðal starfsmanna hótelsins. „Ég hef aldrei skilið hvers vegna Efling vildi setja verkfall á hótel sem hefur alltaf borgað langt umfram taxta,“ segir Árni og bætir við því sem hann hefur haldið fram áður, að starfsfólk sitt hafi ekki viljað fara í verkfall. Það kemur að einhverju leyti heim og saman við ummæli starfsmanns hótelsins, sem fréttastofa ræddi við í upphafi verkfallsins. Hann bar yfirmanni sínum vel söguna.Hótelstjórinn segir Eflingu og formann félagsins, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, hafa seilst langt umfram það sem eðlilegt mætti teljast. Félagið hafi aldrei haft samningsvilja, markmiðið hafi alltaf verið að fara í verkfall. Efling hafi ekki einu sinni sent fulltrúa sinn á hótelið til að kynna innihald nýja kjarasamningsins. Það þyki honum til marks um áhugaleysi félagsins og óvildar í sinn garð. Fram kemur í bréfi Eflingar að Árna Val hafi verið veittur sjö daga frestur til að bregðast við og draga ólögmætar uppsagnir sínar til baka. „Efling áskilur sér allan rétt til launakrafna á hendur hótelunum fyrir hönd starfsfólks í samræmi við lög og kjarasamninga.“ Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Fullyrða að verkfallsbrot hafi verið framin á City Park hótelinu: „Endilega kærðu þetta“ Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hotel þvertekur fyrir verkfallsbrot hafi verið framin á hans vakt. 22. mars 2019 15:01 Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. 8. mars 2019 11:36 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Hótelstjórinn Árni Valur Sólonsson segir fátt halda vatni í yfirlýsingum Eflingar um ólöglegar hópuppsagnir og launalækkanir á hótelum sem lúta hans stjórn. Hann vandar Eflingu ekki kveðjurnar, segir stéttarfélagið ekki hafa sent neinn til að kynna innihald nýundirritaðs kjarasamnings fyrir starfsfólki sínu - sem hafi fengið greitt langt umfram taxta, bæði fyrir og eftir undirritunina. Efling sendi fréttastofum landsins yfirlýsingu skömmu fyrir hádegi þar sem sagði að stéttarfélagið hefði sent Árna Val erindi „vegna ólöglegra hópuppsagna á hótelunum Capital-Inn, City Park Hotel og City Center Hotel sem hann rekur undir mismunandi kennitölum.“ Árni Valur segist ekkert bréf hafa fengið og kom því af fjöllum þegar blaðamaður Vísis bar innihald erindisins undir hann. Í því segir að í lok apríl, rétt eftir samþykkt nýrra kjarasamninga, hafi Árni Valur sent „erindi á allt starfsfólk þar sem þess var krafist að það undirritaði uppsögn á starfskjörum sínum. Þau gætu valið að vera endurráðin á nýjum launakjörum, hönnuð „með það að markmiði að lækka launakostnað,“ eins og segir í bréfi Eflingar. Ef þau samþykktu ekki á staðnum var það álitið jafngilda uppsögn.Kjarasamningar á almenna markaðnum voru undirritaðir í aprílbyrjun.Fréttablaðið/ErnirEfling komi bónusgreiðslur ekkert við Árni Valur segir þetta rétt, hann hafi vissulega sent bréf á starfsfólk sitt þar sem kynntar voru breytingar á launakjörum. Sniðmátið hafi hann fengið frá Samtökum atvinnulífsins og segir hann breytingarnar því hafa verið kynntar „eftir bókinni.“ Honum þyki framsetning Eflingar hins vegar fyrir neðan allar hellur, „í anda þess sem hefur komið frá þeim áður í minn garð,“ eins og Árni orðar það. Hann hafi greitt starfsfólki sínu langt umfram taxta fyrir undirritun kjarasamningana, rúmar 54 þúsund krónur, og muni gera það áfram eftir breytingarnar. Umrædd launalækkun lúti aðeins að lækkun bónusgreiðslna, hótelin muni áfram greiða samkvæmt kjarasamningum og gott betur. „Það er ósköp eðlilegt að ég endurskoði bónuskerfið mitt. Ég borga ekki aðeins hærri taxta per tíma heldur einnig 35 þúsund krónur í bónusa í ofanálag. Þau verða ennþá yfirborguð um 37 þúsund krónur eftir breytingarnar,“ segir Árni Valur. „Það kemur Eflingu ekkert við hvað ég greiði fólkinu mínu í bónus,“ bætir hann við og hvetur stéttarfélögin til að líta á iðgjaldagreiðslur starfsmanna sinna. Þau reiknist sem hlutfall af launum „og ætti Efling því að geta framreiknað sig og séð hvað ég er að greiða fólkinu mínu í laun.“Frá atkvæðagreiðslu á vegum Eflingar í aðdraganda verkfalls.vísir/vilhelmHópuppsögn haldi ekki vatni Í bréfi sínu segir Efling jafnframt að „nokkrum starfsmönnum hefur þegar verið sagt upp á grundvelli þessara afarkosta,“ þ.e. að það jafngilti uppsögn að samþykkja ekki fyrrnefndar breytingar. Árni Valur segir í þessu samhengi að eitt verði yfir alla starfsmenn að ganga. Gætu starfsmenn ekki fallist á breytingar var þeim tjáð að þriggja mánaða uppsagnarfrestur þeirra tæki gildi. Tveir starfsmenn, af fimmtíu, hafa sagt upp vegna breytinganna og þar af hafi annar dregið uppsögn sína til baka. Hinn starfsmaðurinn hafi ekki hætt vegna launabreytinga heldur vegna þess að vinnufyrirkomulagið hefði breyst. Umræddur starfsmaður hafi viljað áfram vera á tólf tíma vöktum í stað átta tíma vakta sem taka við eftir breytingarnar. Það sé því varla hægt að tala um hópuppsögn.Fengu enga kynningu Árni segir ekkert nýtt að Efling hafi horn í síðu sinni. Þeim laust til að mynda eftirminnilega saman í lok febrúar vegna atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls meðal starfsmanna hótelsins. „Ég hef aldrei skilið hvers vegna Efling vildi setja verkfall á hótel sem hefur alltaf borgað langt umfram taxta,“ segir Árni og bætir við því sem hann hefur haldið fram áður, að starfsfólk sitt hafi ekki viljað fara í verkfall. Það kemur að einhverju leyti heim og saman við ummæli starfsmanns hótelsins, sem fréttastofa ræddi við í upphafi verkfallsins. Hann bar yfirmanni sínum vel söguna.Hótelstjórinn segir Eflingu og formann félagsins, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, hafa seilst langt umfram það sem eðlilegt mætti teljast. Félagið hafi aldrei haft samningsvilja, markmiðið hafi alltaf verið að fara í verkfall. Efling hafi ekki einu sinni sent fulltrúa sinn á hótelið til að kynna innihald nýja kjarasamningsins. Það þyki honum til marks um áhugaleysi félagsins og óvildar í sinn garð. Fram kemur í bréfi Eflingar að Árna Val hafi verið veittur sjö daga frestur til að bregðast við og draga ólögmætar uppsagnir sínar til baka. „Efling áskilur sér allan rétt til launakrafna á hendur hótelunum fyrir hönd starfsfólks í samræmi við lög og kjarasamninga.“
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Fullyrða að verkfallsbrot hafi verið framin á City Park hótelinu: „Endilega kærðu þetta“ Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hotel þvertekur fyrir verkfallsbrot hafi verið framin á hans vakt. 22. mars 2019 15:01 Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. 8. mars 2019 11:36 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Fullyrða að verkfallsbrot hafi verið framin á City Park hótelinu: „Endilega kærðu þetta“ Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hotel þvertekur fyrir verkfallsbrot hafi verið framin á hans vakt. 22. mars 2019 15:01
Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36
Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. 8. mars 2019 11:36