Nágrönnum ofbýður yfirfullir nytjagámar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. maí 2019 08:30 Fatnaður af ýmsum toga leyndist í hrúgunni. Eigandi ætlaði þeim annað líf hjá nauðþurftafólki en fötin enda væntanlega í ruslinu. fréttablaðið/anton brink Brjóstahaldarar, íþróttaskór og annar heillegur fatnaður liggur eins og hráviði í götunni við grenndarstöð Sorpu í Gnoðarvogi. Nágrannar segjast komnir með nóg af slæmri umgengni sem helgast af því hversu sjaldan gámarnir eru tæmdir. „Umgengnin á þessu er svo rosaleg að það nær ekki nokkru lagi. Við erum að þrífa garðinn hérna annan hvern dag ef það hreyfir vind. Það er gengið svo illa um þetta og gámurinn ekki losaður heldur,“ segir nágranni grenndarstöðvarinnar sem hafði samband við Fréttablaðið. Blaðamaður fór á vettvang á mánudag og það var ekki orðum aukið. Endurvinnslu- og fatasöfnunargámar allir barmafullir og letilegar tilraunir fólks til að koma rusli og fatagjöfum áleiðis þrátt fyrir það gjörsamlega misheppnaðar. Íbúinn segir fatasöfnunargám Rauða krossins ekki hafa verið tæmdan lengi. Þegar fólk komi svo ekki meiru ofan í hann leggi það fatapoka fyrir framan. Slíkar tilraunir enda með ósköpum. „Svo koma greinilega einhverjir, opna poka, hrista úr þessu og þetta liggur eins og hráviði um allt. Okkur of býður þetta alveg.“ Ástandið við endurvinnslugámana er litlu skárra. Þeir séu yfirleitt fljótir að fyllast og svo fýkur ruslið inn í nærliggjandi garða og svæði. Athugun blaðamanns staðfesti að svæðið í kringum grenndarstöðina mætti í besta falli teljast sóðalega og illa hirt. „En fatagámurinn er kjaftfullur og það kemst ekki ein drusla í hann til viðbótar. Það er alltaf verið að tala um að fólk sé að sóa og henda svo miklu svo að það reynir að gefa. En það verður ekkert úr þessu svona,“ segir íbúinn langþreyttur. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Brjóstahaldarar, íþróttaskór og annar heillegur fatnaður liggur eins og hráviði í götunni við grenndarstöð Sorpu í Gnoðarvogi. Nágrannar segjast komnir með nóg af slæmri umgengni sem helgast af því hversu sjaldan gámarnir eru tæmdir. „Umgengnin á þessu er svo rosaleg að það nær ekki nokkru lagi. Við erum að þrífa garðinn hérna annan hvern dag ef það hreyfir vind. Það er gengið svo illa um þetta og gámurinn ekki losaður heldur,“ segir nágranni grenndarstöðvarinnar sem hafði samband við Fréttablaðið. Blaðamaður fór á vettvang á mánudag og það var ekki orðum aukið. Endurvinnslu- og fatasöfnunargámar allir barmafullir og letilegar tilraunir fólks til að koma rusli og fatagjöfum áleiðis þrátt fyrir það gjörsamlega misheppnaðar. Íbúinn segir fatasöfnunargám Rauða krossins ekki hafa verið tæmdan lengi. Þegar fólk komi svo ekki meiru ofan í hann leggi það fatapoka fyrir framan. Slíkar tilraunir enda með ósköpum. „Svo koma greinilega einhverjir, opna poka, hrista úr þessu og þetta liggur eins og hráviði um allt. Okkur of býður þetta alveg.“ Ástandið við endurvinnslugámana er litlu skárra. Þeir séu yfirleitt fljótir að fyllast og svo fýkur ruslið inn í nærliggjandi garða og svæði. Athugun blaðamanns staðfesti að svæðið í kringum grenndarstöðina mætti í besta falli teljast sóðalega og illa hirt. „En fatagámurinn er kjaftfullur og það kemst ekki ein drusla í hann til viðbótar. Það er alltaf verið að tala um að fólk sé að sóa og henda svo miklu svo að það reynir að gefa. En það verður ekkert úr þessu svona,“ segir íbúinn langþreyttur.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira