Harðar deilur um frumvarp um þungunarrof á Alþingi Sveinn Arnarsson skrifar 8. maí 2019 07:15 Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar, sést hér í ræðustól við umræðurnar í gær. Mikill hiti var í umræðunum og þurfti þingforseti að biðja Ingu Sæland að gæta orða sinna. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Atkvæðagreiðslu um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var frestað í gærkvöld eftir þriðju umræðu. Verður atkvæðagreiðsla um frumvarpið ekki haldin fyrr en í næstu viku. Mikill hiti var í umræðum á þinginu þar sem hart var tekist á um málið. Umræður stóðu yfir langt fram á kvöld. Nokkrar breytingartillögur voru lagðar fram. Þar á meðal frá Guðmundi Inga Kristinssyni, þingmanni Flokks fólksins. Telur hann innihald frumvarpsins „algjörlega óverjandi, siðferðilega rangt og ganga gegn lífsrétti ófæddra barna“. Breytingartillaga Guðmundar Inga gengur svo langt að réttindi kvenna hefðu verið færð aftur til ársins 1974. Samkvæmt tillögunni væru konur neyddar til að eiga fötluð börn og völd þeirra til sjálfsákvörðunar tekin af þeim. Áður en hægt var að ganga til dagskrár vildu margir þingmenn ræða um fundarstjórn forseta vegna þess að frumvarpið væri á dagskrá. Einn þeirra, Inga Sæland formaður Flokks fólksins, hafði sig hvað mest í frammi og talaði um að konur dræpu börn sín í móðurkviði, við lítinn fögnuð forseta þingsins. „Það er markmiðið að þetta verði gert [að lagafrumvarpið verði að lögum] og það hefur þessi salur sannarlega sýnt með frábærum húrrahrópum og gleðihljóðum. Þegar við tökum hér ákvörðun um að 22 vikna ófullburða barn verði drepið í móðurkviði. Og ég mun alltaf segja nei,“ sagði formaður Flokks fólksins. Steingrímur J. Sigfússon bað þingmanninn um að gæta orða sinna. „Forseti biður háttvirta þingmenn að gæta orða sinna, hafa ró í salnum og ég mun ekki líða orðbragð eða framgöngu af þessu tagi,“ sagði Steingrímur. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði þess að gerð yrði breyting á frumvarpinu og umræðu um það frestað fram í næstu viku. Við því var hins vegar ekki orðið. „Nú liggur fyrir að tveir þingmenn hafa lagt fram breytingartillögur til að gera tilraun til að ná slíkri sátt sem náðist ekki greinilega í velferðarnefnd,“ sagði Óli Björn á þingi í gær. „Á grundvelli þess hef ég óskað eftir því að umræðunni verði frestað um nokkra daga, það er nú það eina sem beðið er um.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þungunarrof Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Atkvæðagreiðslu um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof var frestað í gærkvöld eftir þriðju umræðu. Verður atkvæðagreiðsla um frumvarpið ekki haldin fyrr en í næstu viku. Mikill hiti var í umræðum á þinginu þar sem hart var tekist á um málið. Umræður stóðu yfir langt fram á kvöld. Nokkrar breytingartillögur voru lagðar fram. Þar á meðal frá Guðmundi Inga Kristinssyni, þingmanni Flokks fólksins. Telur hann innihald frumvarpsins „algjörlega óverjandi, siðferðilega rangt og ganga gegn lífsrétti ófæddra barna“. Breytingartillaga Guðmundar Inga gengur svo langt að réttindi kvenna hefðu verið færð aftur til ársins 1974. Samkvæmt tillögunni væru konur neyddar til að eiga fötluð börn og völd þeirra til sjálfsákvörðunar tekin af þeim. Áður en hægt var að ganga til dagskrár vildu margir þingmenn ræða um fundarstjórn forseta vegna þess að frumvarpið væri á dagskrá. Einn þeirra, Inga Sæland formaður Flokks fólksins, hafði sig hvað mest í frammi og talaði um að konur dræpu börn sín í móðurkviði, við lítinn fögnuð forseta þingsins. „Það er markmiðið að þetta verði gert [að lagafrumvarpið verði að lögum] og það hefur þessi salur sannarlega sýnt með frábærum húrrahrópum og gleðihljóðum. Þegar við tökum hér ákvörðun um að 22 vikna ófullburða barn verði drepið í móðurkviði. Og ég mun alltaf segja nei,“ sagði formaður Flokks fólksins. Steingrímur J. Sigfússon bað þingmanninn um að gæta orða sinna. „Forseti biður háttvirta þingmenn að gæta orða sinna, hafa ró í salnum og ég mun ekki líða orðbragð eða framgöngu af þessu tagi,“ sagði Steingrímur. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði þess að gerð yrði breyting á frumvarpinu og umræðu um það frestað fram í næstu viku. Við því var hins vegar ekki orðið. „Nú liggur fyrir að tveir þingmenn hafa lagt fram breytingartillögur til að gera tilraun til að ná slíkri sátt sem náðist ekki greinilega í velferðarnefnd,“ sagði Óli Björn á þingi í gær. „Á grundvelli þess hef ég óskað eftir því að umræðunni verði frestað um nokkra daga, það er nú það eina sem beðið er um.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þungunarrof Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira