Fréttamenn Reuters lausir úr fangelsi í Búrma Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2019 10:18 Wa Lone (t.v.) og Kyaw Soe Oo (t.h.) eftir að þeim var sleppt í dag. Þeir hlutu meðal annars bandarísku Pulitzer-verðlaunin fyrir umfjöllunina sem varð til þess að þeir voru handteknir. Vísir/EPA Tveir fréttamenn Reuters-fréttastofunnar sem höfðu dúsað í fangelsi í Búrma í meira en fimm hundruð daga voru á meðal á sjöunda þúsund fanga sem voru náðaðir og sleppt úr fangelsi í dag. Mennirnir tveir voru sakfelldir fyrir að brjóta gegn lögum um ríkisleyndarmál með umfjöllun sinni um morð á róhingjamúslimum í Búrma. Wa Lone og Kyaw Soe Oo voru handteknir í desember árið 2017. Þeir höfðu þá unnið að rannsókn á morðum á tíu róhingjamúslimum, þar á meðal drengjum, í Rakhine-ríki í vesturhluta Búrma. Morðin voru hluti af herför hersins þar og voru framin af hermönnum og óbreyttum borgurum sem tilheyra meirihluta búddista í landinu. Á áttunda hundrað þúsunda róhingja flúðu til Bangladess undan ofsóknunum. Fréttamennirnir voru sakfelldir og dæmdir í sjö ára fangelsi í desember. Handtökur þeirra og fangelsun vakti alþjóðlega athygli og var fordæmt af erindrekum og mannréttindasamtökum. Þeim var báðum veitt forsetanáðun í dag en það er árviss hefð á nýársfagnaði í Búrma sem hefst 17. apríl. Alls var um 6.500 föngum um allt land sleppt. Mjanmar Tengdar fréttir Fordæma fangelsun blaðamanna Samtök bæði lögfræðinga og blaðamanna í Mjanmar afhentu Win Myint, forseta ríkisins, bréf í gær þar sem lýst var áhyggjum af sakfellingu og fangelsun tveggja blaðamanna Reuters. 24. nóvember 2018 11:00 Fangelsaðir blaðamenn í Myanmar telja lögreglu hafa leitt þá í gildru Dæmdir í fangelsi fyrir að ætla að skaða hagsmuni ríkisins. 3. september 2018 08:01 Ríkur stuðningur við fangelsaða blaðamenn Reuters Stuðningsmenn mjanmörsku Reuters-blaðamannanna Wa Lone og Kyaw Soe Oo söfnuðust saman í miðborg Yangon í gær. 13. desember 2018 09:00 Áfrýjun blaðamanna í Mjanmar hafnað Tveir blaðamenn Reuters opinberuðu fjöldamorð öryggissveita og voru dæmdir fyrir njósnir. 11. janúar 2019 14:45 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Tveir fréttamenn Reuters-fréttastofunnar sem höfðu dúsað í fangelsi í Búrma í meira en fimm hundruð daga voru á meðal á sjöunda þúsund fanga sem voru náðaðir og sleppt úr fangelsi í dag. Mennirnir tveir voru sakfelldir fyrir að brjóta gegn lögum um ríkisleyndarmál með umfjöllun sinni um morð á róhingjamúslimum í Búrma. Wa Lone og Kyaw Soe Oo voru handteknir í desember árið 2017. Þeir höfðu þá unnið að rannsókn á morðum á tíu róhingjamúslimum, þar á meðal drengjum, í Rakhine-ríki í vesturhluta Búrma. Morðin voru hluti af herför hersins þar og voru framin af hermönnum og óbreyttum borgurum sem tilheyra meirihluta búddista í landinu. Á áttunda hundrað þúsunda róhingja flúðu til Bangladess undan ofsóknunum. Fréttamennirnir voru sakfelldir og dæmdir í sjö ára fangelsi í desember. Handtökur þeirra og fangelsun vakti alþjóðlega athygli og var fordæmt af erindrekum og mannréttindasamtökum. Þeim var báðum veitt forsetanáðun í dag en það er árviss hefð á nýársfagnaði í Búrma sem hefst 17. apríl. Alls var um 6.500 föngum um allt land sleppt.
Mjanmar Tengdar fréttir Fordæma fangelsun blaðamanna Samtök bæði lögfræðinga og blaðamanna í Mjanmar afhentu Win Myint, forseta ríkisins, bréf í gær þar sem lýst var áhyggjum af sakfellingu og fangelsun tveggja blaðamanna Reuters. 24. nóvember 2018 11:00 Fangelsaðir blaðamenn í Myanmar telja lögreglu hafa leitt þá í gildru Dæmdir í fangelsi fyrir að ætla að skaða hagsmuni ríkisins. 3. september 2018 08:01 Ríkur stuðningur við fangelsaða blaðamenn Reuters Stuðningsmenn mjanmörsku Reuters-blaðamannanna Wa Lone og Kyaw Soe Oo söfnuðust saman í miðborg Yangon í gær. 13. desember 2018 09:00 Áfrýjun blaðamanna í Mjanmar hafnað Tveir blaðamenn Reuters opinberuðu fjöldamorð öryggissveita og voru dæmdir fyrir njósnir. 11. janúar 2019 14:45 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Fordæma fangelsun blaðamanna Samtök bæði lögfræðinga og blaðamanna í Mjanmar afhentu Win Myint, forseta ríkisins, bréf í gær þar sem lýst var áhyggjum af sakfellingu og fangelsun tveggja blaðamanna Reuters. 24. nóvember 2018 11:00
Fangelsaðir blaðamenn í Myanmar telja lögreglu hafa leitt þá í gildru Dæmdir í fangelsi fyrir að ætla að skaða hagsmuni ríkisins. 3. september 2018 08:01
Ríkur stuðningur við fangelsaða blaðamenn Reuters Stuðningsmenn mjanmörsku Reuters-blaðamannanna Wa Lone og Kyaw Soe Oo söfnuðust saman í miðborg Yangon í gær. 13. desember 2018 09:00
Áfrýjun blaðamanna í Mjanmar hafnað Tveir blaðamenn Reuters opinberuðu fjöldamorð öryggissveita og voru dæmdir fyrir njósnir. 11. janúar 2019 14:45