71 prósent Selfossliðsins var ekki fætt þegar að liðið fór síðast í úrslit Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2019 11:30 Haukur Þrastarson var -9 ára þegar að Selfoss fór síðast í úrslit. mynd/selfoss Selfyssingar komust í gærkvöldi í lokaúrslit Olís-deildar karla í handbolta þegar að liðið vann Val, 29-26, í þriðja leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra en með því sópaði Selfoss Valsmönnum úr keppni. Selfoss hafnaði í öðru sæti Olís-deildarinnar í vetur og vann flestu leikina annað tímabilið í röð en Valsmenn enduðu í þriðja sæti. Hlíðarendapiltar voru án tveggja mjög sterkra leikmanna í úrslitakeppninni og voru Selfyssingar sterkari í rimmunni eins og úrslitin gefa til kynna. Þetta er í annað sinn í sögunni sem að Selfoss kemst í lokaúrslitin en síðast gerðist það árið 1992. Hin víðfræga Mjaltavel Selfyssinga tapaði þá fyrir FH, 3-1, í lokaúrslitunum en Selfoss tapaði einmitt í oddaleik fyrir FH í undanúrslitunum í fyrra.27 ár eru frá því að Selfoss afrekaði þetta síðast.morgunblaðiðEftir að gera sér lítið fyrir og vinna Víkinga með þá Birgi Sigurðsson, Bjarka Sigurðsson, Gunnar Gunnarsson og núverandi landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson í liðinu á útivelli í undanúrslitunum 1992 kláruðu Selfyssingar einvígið heima með 31-27 sigri þar sem að Einar Gunnar Sigurðsson skoraði níu mörk og Siggi Sveins átta mörk. Leikurinn fór fram í íþróttahúsinu á Selfossi 25. apríl 1992 og kláraðist í framlengingu í frábærri stemningu á Selfossi. Svo mikill var hávaðinn að dómarar leiksins þurftu að nota öðruvísi flautur í leiknum svo að eitthvað myndi heyrast. Selfoss-liðið hans Patreks Jóhannssonar er ungt að árum og svo ungt að fæstir leikmenn þess voru fæddir þegar að liðið komst síðast í úrslit með því að leggja stórskotalið Víkinga, 2-0, í undanúrslitunum árið 1992.Aðeins fjórir leikmenn af fjórtán (29 prósent) á skýrslu í gær og hafa verið að spila leikina í úrslitakeppninni voru fæddirþegar að Selfoss spilaði síðast til úrslita fyrir 27 árum. Guðni Ingvarsson man kannski helst eftir því en hann var sex ára gamall. Eini Selfyssingurinn af þessum fjórum er Árni Steinn Steinþórsson en ólíklegt er að hann hafi verið mættur á völlinn aðeins eins árs gamall. Undrabarnið Haukur Þrastarson var ekki einu sinni orðinn hugmynd á þessum tíma en níu ár liðu frá því að Selfoss komst í lokaúrslitin þar til að Haukur kom í heiminn.Voru fæddir: Guðni Ingvarsson: 1986 (sex ára) Pawel Kiepulski: 1987 (fimm ára) Atli Ævar Ingólfsson: 1988 (fjögurra ára) Árni Steinn Steinþórsson: 1991 (eins árs)Voru ekki fæddir: Sverrir Pálsson: 1994 Sölvi Ólafsson: 1995 Elvar Örn Jónsson: 1997 Hergeir Grímsson: 1997 Nökkvi Dan Elliðason: 1997 Alexander Már Egan: 1997 Hannes Höskuldson: 1999 Guðjón Baldur Ómarsson: 2000 Haukur Þrastarson: 2001 Tryggvi Þórisson: 2002 Árborg Olís-deild karla Tengdar fréttir Patrekur: Auðvitað getum við unnið titilinn Patrekur Jóhannesson kíkti í Seinni bylgjuna í spjall eftir að sópa Valsmönnum í undanúrslitum. 7. maí 2019 12:30 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 29-26 | Sópurinn á lofti og Selfoss í úrslit Selfoss er komið í úrslit en Valur í sumarfrí. 6. maí 2019 22:15 Haukur: Komnir þangað sem við viljum vera Haukur var öflugur í kvöld. 6. maí 2019 21:52 Snorri Steinn: Þeir unnu okkur 3-0 og þá eru þeir 3-0 betri en við Fyrrum landsliðsmaðurinn var svekktur í kvöld. 6. maí 2019 21:42 Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Sjá meira
Selfyssingar komust í gærkvöldi í lokaúrslit Olís-deildar karla í handbolta þegar að liðið vann Val, 29-26, í þriðja leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra en með því sópaði Selfoss Valsmönnum úr keppni. Selfoss hafnaði í öðru sæti Olís-deildarinnar í vetur og vann flestu leikina annað tímabilið í röð en Valsmenn enduðu í þriðja sæti. Hlíðarendapiltar voru án tveggja mjög sterkra leikmanna í úrslitakeppninni og voru Selfyssingar sterkari í rimmunni eins og úrslitin gefa til kynna. Þetta er í annað sinn í sögunni sem að Selfoss kemst í lokaúrslitin en síðast gerðist það árið 1992. Hin víðfræga Mjaltavel Selfyssinga tapaði þá fyrir FH, 3-1, í lokaúrslitunum en Selfoss tapaði einmitt í oddaleik fyrir FH í undanúrslitunum í fyrra.27 ár eru frá því að Selfoss afrekaði þetta síðast.morgunblaðiðEftir að gera sér lítið fyrir og vinna Víkinga með þá Birgi Sigurðsson, Bjarka Sigurðsson, Gunnar Gunnarsson og núverandi landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson í liðinu á útivelli í undanúrslitunum 1992 kláruðu Selfyssingar einvígið heima með 31-27 sigri þar sem að Einar Gunnar Sigurðsson skoraði níu mörk og Siggi Sveins átta mörk. Leikurinn fór fram í íþróttahúsinu á Selfossi 25. apríl 1992 og kláraðist í framlengingu í frábærri stemningu á Selfossi. Svo mikill var hávaðinn að dómarar leiksins þurftu að nota öðruvísi flautur í leiknum svo að eitthvað myndi heyrast. Selfoss-liðið hans Patreks Jóhannssonar er ungt að árum og svo ungt að fæstir leikmenn þess voru fæddir þegar að liðið komst síðast í úrslit með því að leggja stórskotalið Víkinga, 2-0, í undanúrslitunum árið 1992.Aðeins fjórir leikmenn af fjórtán (29 prósent) á skýrslu í gær og hafa verið að spila leikina í úrslitakeppninni voru fæddirþegar að Selfoss spilaði síðast til úrslita fyrir 27 árum. Guðni Ingvarsson man kannski helst eftir því en hann var sex ára gamall. Eini Selfyssingurinn af þessum fjórum er Árni Steinn Steinþórsson en ólíklegt er að hann hafi verið mættur á völlinn aðeins eins árs gamall. Undrabarnið Haukur Þrastarson var ekki einu sinni orðinn hugmynd á þessum tíma en níu ár liðu frá því að Selfoss komst í lokaúrslitin þar til að Haukur kom í heiminn.Voru fæddir: Guðni Ingvarsson: 1986 (sex ára) Pawel Kiepulski: 1987 (fimm ára) Atli Ævar Ingólfsson: 1988 (fjögurra ára) Árni Steinn Steinþórsson: 1991 (eins árs)Voru ekki fæddir: Sverrir Pálsson: 1994 Sölvi Ólafsson: 1995 Elvar Örn Jónsson: 1997 Hergeir Grímsson: 1997 Nökkvi Dan Elliðason: 1997 Alexander Már Egan: 1997 Hannes Höskuldson: 1999 Guðjón Baldur Ómarsson: 2000 Haukur Þrastarson: 2001 Tryggvi Þórisson: 2002
Árborg Olís-deild karla Tengdar fréttir Patrekur: Auðvitað getum við unnið titilinn Patrekur Jóhannesson kíkti í Seinni bylgjuna í spjall eftir að sópa Valsmönnum í undanúrslitum. 7. maí 2019 12:30 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 29-26 | Sópurinn á lofti og Selfoss í úrslit Selfoss er komið í úrslit en Valur í sumarfrí. 6. maí 2019 22:15 Haukur: Komnir þangað sem við viljum vera Haukur var öflugur í kvöld. 6. maí 2019 21:52 Snorri Steinn: Þeir unnu okkur 3-0 og þá eru þeir 3-0 betri en við Fyrrum landsliðsmaðurinn var svekktur í kvöld. 6. maí 2019 21:42 Mest lesið Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Fleiri fréttir Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Sjá meira
Patrekur: Auðvitað getum við unnið titilinn Patrekur Jóhannesson kíkti í Seinni bylgjuna í spjall eftir að sópa Valsmönnum í undanúrslitum. 7. maí 2019 12:30
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 29-26 | Sópurinn á lofti og Selfoss í úrslit Selfoss er komið í úrslit en Valur í sumarfrí. 6. maí 2019 22:15
Snorri Steinn: Þeir unnu okkur 3-0 og þá eru þeir 3-0 betri en við Fyrrum landsliðsmaðurinn var svekktur í kvöld. 6. maí 2019 21:42