Stelpur í Síerra Leóne í íslenska landsliðsbúningnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2019 16:00 Stelpurnar í íslenska landsliðsbúningnum. Mynd/KSÍ Knattspyrnusamband Íslands sendi íslenska landsliðsbúninginn til kvennaliðs í Síerra Leóne í Afríku og áhugasamir geta lagt stelpunum lið. Það er hægt að sjá stelpurnar í íslenska landsliðsbúningnum hér á myndinni fyrir ofan. Verkefnastjórar Soroptimistaklúbbsins í Árbæ leituðu til KSÍ fyrr á árinu og óskuðu eftir búningum til að gefa áfram til stúlknaliðs í knattspyrnufélaginu MogbwemoQueens í litlu námuþorpi í Síerra Leóne í Afríku. Samkvæmt upplýsingum frá Soroptimistaklúbbnum hafa flestar stúlkurnar í liðinu hlotið litla eða enga menntun og margar eiga átakanlega sögu um ofbeldi. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands. Síerra Leóne er land á vesturströnd Afríku með sjö milljónir íbúa. Síerra Leóne liggur að Atlantshafinu en er með landamæri að Gíneu í norðri og að Líberíu í suðri. „Það að stofna knattspyrnulið hefur hvatt stúlkurnar til að taka upp námsþráðinn og halda áfram í skólanum. Knattspyrnan veitir þeim útrás, eflir félagsþroska þeirra og þær fá tækifæri til að ferðast til annarra þorpa í landinu, sem þær gætu ekki annars,“ segir í fréttinni. Sá sem stofnaði knattspyrnuliðið heitir Emmanuel, fæddur og uppalinn í Bretlandi en hefur tekið ástfóstri við SierraLeone. Emmanuel heldur utan um rekstur liðsins, fjáraflanir og önnur verkefni, m.a. að leita leiða til að útvega viðeigandi búnað. Stelpurnar í liðinu hafa einnig mikla þörf fyrir fótboltaskó og -sokka. Stúlkurnar vilja heldur notaða skó, í stærðum 38-41 í stað þess að fá peningagjöf fyrir þeim, því úrvalið í landinu er lítið sem ekkert. Áhugasömum um að leggja verkefninu lið er bent á Soroptimistaklúbb Árbæjar. Fótbolti Síerra Leóne Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide með krabbamein í heila Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands sendi íslenska landsliðsbúninginn til kvennaliðs í Síerra Leóne í Afríku og áhugasamir geta lagt stelpunum lið. Það er hægt að sjá stelpurnar í íslenska landsliðsbúningnum hér á myndinni fyrir ofan. Verkefnastjórar Soroptimistaklúbbsins í Árbæ leituðu til KSÍ fyrr á árinu og óskuðu eftir búningum til að gefa áfram til stúlknaliðs í knattspyrnufélaginu MogbwemoQueens í litlu námuþorpi í Síerra Leóne í Afríku. Samkvæmt upplýsingum frá Soroptimistaklúbbnum hafa flestar stúlkurnar í liðinu hlotið litla eða enga menntun og margar eiga átakanlega sögu um ofbeldi. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands. Síerra Leóne er land á vesturströnd Afríku með sjö milljónir íbúa. Síerra Leóne liggur að Atlantshafinu en er með landamæri að Gíneu í norðri og að Líberíu í suðri. „Það að stofna knattspyrnulið hefur hvatt stúlkurnar til að taka upp námsþráðinn og halda áfram í skólanum. Knattspyrnan veitir þeim útrás, eflir félagsþroska þeirra og þær fá tækifæri til að ferðast til annarra þorpa í landinu, sem þær gætu ekki annars,“ segir í fréttinni. Sá sem stofnaði knattspyrnuliðið heitir Emmanuel, fæddur og uppalinn í Bretlandi en hefur tekið ástfóstri við SierraLeone. Emmanuel heldur utan um rekstur liðsins, fjáraflanir og önnur verkefni, m.a. að leita leiða til að útvega viðeigandi búnað. Stelpurnar í liðinu hafa einnig mikla þörf fyrir fótboltaskó og -sokka. Stúlkurnar vilja heldur notaða skó, í stærðum 38-41 í stað þess að fá peningagjöf fyrir þeim, því úrvalið í landinu er lítið sem ekkert. Áhugasömum um að leggja verkefninu lið er bent á Soroptimistaklúbb Árbæjar.
Fótbolti Síerra Leóne Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Hareide með krabbamein í heila Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter Sjá meira