Stelpur í Síerra Leóne í íslenska landsliðsbúningnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2019 16:00 Stelpurnar í íslenska landsliðsbúningnum. Mynd/KSÍ Knattspyrnusamband Íslands sendi íslenska landsliðsbúninginn til kvennaliðs í Síerra Leóne í Afríku og áhugasamir geta lagt stelpunum lið. Það er hægt að sjá stelpurnar í íslenska landsliðsbúningnum hér á myndinni fyrir ofan. Verkefnastjórar Soroptimistaklúbbsins í Árbæ leituðu til KSÍ fyrr á árinu og óskuðu eftir búningum til að gefa áfram til stúlknaliðs í knattspyrnufélaginu MogbwemoQueens í litlu námuþorpi í Síerra Leóne í Afríku. Samkvæmt upplýsingum frá Soroptimistaklúbbnum hafa flestar stúlkurnar í liðinu hlotið litla eða enga menntun og margar eiga átakanlega sögu um ofbeldi. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands. Síerra Leóne er land á vesturströnd Afríku með sjö milljónir íbúa. Síerra Leóne liggur að Atlantshafinu en er með landamæri að Gíneu í norðri og að Líberíu í suðri. „Það að stofna knattspyrnulið hefur hvatt stúlkurnar til að taka upp námsþráðinn og halda áfram í skólanum. Knattspyrnan veitir þeim útrás, eflir félagsþroska þeirra og þær fá tækifæri til að ferðast til annarra þorpa í landinu, sem þær gætu ekki annars,“ segir í fréttinni. Sá sem stofnaði knattspyrnuliðið heitir Emmanuel, fæddur og uppalinn í Bretlandi en hefur tekið ástfóstri við SierraLeone. Emmanuel heldur utan um rekstur liðsins, fjáraflanir og önnur verkefni, m.a. að leita leiða til að útvega viðeigandi búnað. Stelpurnar í liðinu hafa einnig mikla þörf fyrir fótboltaskó og -sokka. Stúlkurnar vilja heldur notaða skó, í stærðum 38-41 í stað þess að fá peningagjöf fyrir þeim, því úrvalið í landinu er lítið sem ekkert. Áhugasömum um að leggja verkefninu lið er bent á Soroptimistaklúbb Árbæjar. Fótbolti Síerra Leóne Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands sendi íslenska landsliðsbúninginn til kvennaliðs í Síerra Leóne í Afríku og áhugasamir geta lagt stelpunum lið. Það er hægt að sjá stelpurnar í íslenska landsliðsbúningnum hér á myndinni fyrir ofan. Verkefnastjórar Soroptimistaklúbbsins í Árbæ leituðu til KSÍ fyrr á árinu og óskuðu eftir búningum til að gefa áfram til stúlknaliðs í knattspyrnufélaginu MogbwemoQueens í litlu námuþorpi í Síerra Leóne í Afríku. Samkvæmt upplýsingum frá Soroptimistaklúbbnum hafa flestar stúlkurnar í liðinu hlotið litla eða enga menntun og margar eiga átakanlega sögu um ofbeldi. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands. Síerra Leóne er land á vesturströnd Afríku með sjö milljónir íbúa. Síerra Leóne liggur að Atlantshafinu en er með landamæri að Gíneu í norðri og að Líberíu í suðri. „Það að stofna knattspyrnulið hefur hvatt stúlkurnar til að taka upp námsþráðinn og halda áfram í skólanum. Knattspyrnan veitir þeim útrás, eflir félagsþroska þeirra og þær fá tækifæri til að ferðast til annarra þorpa í landinu, sem þær gætu ekki annars,“ segir í fréttinni. Sá sem stofnaði knattspyrnuliðið heitir Emmanuel, fæddur og uppalinn í Bretlandi en hefur tekið ástfóstri við SierraLeone. Emmanuel heldur utan um rekstur liðsins, fjáraflanir og önnur verkefni, m.a. að leita leiða til að útvega viðeigandi búnað. Stelpurnar í liðinu hafa einnig mikla þörf fyrir fótboltaskó og -sokka. Stúlkurnar vilja heldur notaða skó, í stærðum 38-41 í stað þess að fá peningagjöf fyrir þeim, því úrvalið í landinu er lítið sem ekkert. Áhugasömum um að leggja verkefninu lið er bent á Soroptimistaklúbb Árbæjar.
Fótbolti Síerra Leóne Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjá meira