Ætlaði með kjötexi inn í söluturn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2019 06:28 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt. vísir/hanna Klukkan rúmlega sjö í gærkvöldi var tilkynnt um mann sem var að fara inn í söluturn í Reykjavík með kjötexi. Lögreglubíll, sem var skammt frá staðnum þegar tilkynningin kom, og var búið að handtaka manninn og tryggja öryggi innan fjögurra mínútna að því er segir í dagbók lögreglu. Var maðurinn vistaður í fangageymslu lögreglu vegna vímuástands og má búast við því að hann verði kærður fyrir vopnalagabrot og vörslu fíkniefna. Þá var tilkynnt um mann með skotvopn við Landspítala upp úr klukkan sex í gærkvöldi. Greip lögregla til viðeigandi ráðstafana og var maðurinn handtekinn en í ljós kom að vopnið reyndist vera leikfang. Maðurinn var látinn laus eftir skýrslutöku. Rétt fyrir klukkan níu var svo óskað eftir aðstoð á veitingastað í Vesturbænum. Þar hafði kona farið frá ógreiddum reikningi og lagði veitingastaðurinn fram kæru vegna þess. Klukkan 21:15 var síðan tilkynnt um tvo menn sem voru ógnandi í garð gesta og starfsmanna á öldurhúsi í miðborg Reykjavíkur. Annar þeirra hafði gert sig líklegan til þess að skalla starfsmann öldurhússins og var með alls kyns ölvunarónæði gagnvart fólki inni á staðnum. Þá höfðu starfmenn sagt að hann væri með hníf á sér. Lögregla handtók manninn en hann brást illa við því. Við flutning á lögreglustöð hótaði hann lögreglumönnum, með mjög nákvæmum hætti, lífláti. Var maðurinn vistaður í fangageymslu þar til það verður hægt að yfirheyra hann. Þá var tilkynnt um slagsmál í miðborginni rétt fyrir miðnætti. Einn maður var handtekinn vegna málsins, grunaður um að hafa slegið annan mann í höfuðið. Málið er í rannsókn. Í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði og Garðabæ var svo maður handtekinn eftir þjófnað úr verslun. Hann var mjög ölvaður og því vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að yfirheyra hann. Nokkrir ökumenn voru svo teknir fyrir grun um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna, en alls gistu átta einstaklingar fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Klukkan rúmlega sjö í gærkvöldi var tilkynnt um mann sem var að fara inn í söluturn í Reykjavík með kjötexi. Lögreglubíll, sem var skammt frá staðnum þegar tilkynningin kom, og var búið að handtaka manninn og tryggja öryggi innan fjögurra mínútna að því er segir í dagbók lögreglu. Var maðurinn vistaður í fangageymslu lögreglu vegna vímuástands og má búast við því að hann verði kærður fyrir vopnalagabrot og vörslu fíkniefna. Þá var tilkynnt um mann með skotvopn við Landspítala upp úr klukkan sex í gærkvöldi. Greip lögregla til viðeigandi ráðstafana og var maðurinn handtekinn en í ljós kom að vopnið reyndist vera leikfang. Maðurinn var látinn laus eftir skýrslutöku. Rétt fyrir klukkan níu var svo óskað eftir aðstoð á veitingastað í Vesturbænum. Þar hafði kona farið frá ógreiddum reikningi og lagði veitingastaðurinn fram kæru vegna þess. Klukkan 21:15 var síðan tilkynnt um tvo menn sem voru ógnandi í garð gesta og starfsmanna á öldurhúsi í miðborg Reykjavíkur. Annar þeirra hafði gert sig líklegan til þess að skalla starfsmann öldurhússins og var með alls kyns ölvunarónæði gagnvart fólki inni á staðnum. Þá höfðu starfmenn sagt að hann væri með hníf á sér. Lögregla handtók manninn en hann brást illa við því. Við flutning á lögreglustöð hótaði hann lögreglumönnum, með mjög nákvæmum hætti, lífláti. Var maðurinn vistaður í fangageymslu þar til það verður hægt að yfirheyra hann. Þá var tilkynnt um slagsmál í miðborginni rétt fyrir miðnætti. Einn maður var handtekinn vegna málsins, grunaður um að hafa slegið annan mann í höfuðið. Málið er í rannsókn. Í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði og Garðabæ var svo maður handtekinn eftir þjófnað úr verslun. Hann var mjög ölvaður og því vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að yfirheyra hann. Nokkrir ökumenn voru svo teknir fyrir grun um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna, en alls gistu átta einstaklingar fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira